Í tilefni af degi eineltis Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir og Ögmundur Jónasson skrifar 8. nóvember 2019 08:00 Hinn 8. nóvember er dagur sem hefur unnið sér sess sem baráttudagur gegn einelti og af því tilefni höfum við undirrituð nú um nokkurra ára skeið sent frá okkur sameiginlega hvatningu á þessum degi og mælst til að einstaklingar og stofnanir láti frá sér heyra klukkan eitt á hádegi með því að hringja bjöllum og þeyta horn og minna þar með á hve lífsnauðsynlegt það er að við séum öll vakandi og meðvituð um þann skaðvald sem einelti og áreiti er. Tildrög þessa samstarfs okkar má rekja til ársins 2009 þegar annað okkar var heilbrigðisráðherra en hitt aktívisti sem beitti sér fyrir aðgerðum gegn einelti, þar á meðal að komið yrði á markvissu samstarfi milli ráðuneyta um að takast á við eineltisvandann í skólum, á vinnustöðum og annars staðar í þjóðfélaginu. Þessar hugmyndir fengu framgang fljótlega eftir okkar fyrsta fund og varð til samráðshópur þriggja ráðuneyta og síðar var fagráð sett á laggirnar, sem án efa hefur haft þýðingu málefninu til framdráttar. Fyrstu skrefin voru stigin af stórhug sumarið 2009 og var fyrsti verkefnisstjóri, góðu heilli, ráðinn Kolbrún Baldursdóttir. Haustið 2009 ákvað borgarstjórn Reykjavíkur að helga einn dag á ári eineltinu en nokkuð hefur verið á reiki um framkvæmdina hin síðari ár þrátt fyrir góðan vilja borgaryfirvalda að glíma við þennan vágest af alvöru.Einelti getur verið banvænt Einelti er dauðans alvara og það í orðsins fyllstu merkingu. Það er nefnilega ekki nóg með að eineltið meiði – það getur einnig verið banvænt. Í ákalli okkar og hvatningu fyrir fyrir tveimur árum og aftur ítrekað á síðasta ári sögðum við að mikið vatn hefði runnið til sjávar á undangengnum áratug. Vitundin um það böl sem hlýst af einelti væri vissulega meiri en áður var og mætti þakka það meiri og opnari umræðu. Þar vægi þyngst framlag þeirra sem stigið hafa fram og sagt frá reynslu sinni. Slíkar frásagnir hafa hreyft við mörgum og eflaust forðað einhverjum einstaklingum frá illum örlögum. Það krefst mikils hugrekkis að stíga fram og stöndum við öll í þakkarskuld við þau sem það hafa gert. En erum við að greiða þá skuld? Hversu mikið vatn þarf að renna til sjávar áður allir eru tilbúir að líta í eigin barm því einmitt það þarf að gerast? Og hvenær kemur að því að góður ásetningur sem festur hefur verið í lög verði að veruleika? Má þar nefna bann við því í lögum að hrekja fólk úr starfi sem kvartar yfir ofbeldi eða kynferðislegri áreitni. Hér eiga stéttarfélögin að gegna lykilhlutverki en þar er því miður víða pottur brotinn og þurfa þau að taka sig verulega hvað þessi mál snertir. Það á engin þolandi að þurfa að bíða endalaust í stofufangelsi, vegna aðgerðaleysis stéttarfélags. Strax skal koma þolanda í skjól á meðan málið er í ferli.Orð og athafnir fari saman! Svo langt erum við þó komin að flestir, ef ekki allir, segjast því sammála að einelti beri að uppræta. Fyrirtæki og stofnanir segja þetta hluta af stefnu sinni og hafa fjálgleg orð um mannauð og virðingu fyrir þeim auði. Þegar á hólminn kemur er veruleikinn hins vegar of oft allt annar og er starfsfólki iðulega sýnd framkoma sem varla verður túlkuð á annan veg en sem grófasta einelti. Þarna skortir viljann, að saman fari orð og athafnir. Þess vegna þarf að spyrja á gagnrýninn hátt hvort samræmi sé í yfirlýstri stefnu annars vegar og efndum á þeirri stefnu hins vegar. Ætla má að ekki sé alltaf fyrir að fara viljaleysi heldur megi aðgerðarleysi rekja til bjargarleysis og vanmáttar frammi fyrir vandanum. Staðreyndin er nefnilega sú að ráðuneyti, stofnanir, skólar og fyrirtæki ráða illa við einelti og kynferðisofbeldi og eru ófær um að leysa slík mál á markvissan, yfirvegaðan og sanngjarnan hátt. Það er því engu síður brýnt nú en það var fyrir tíu árum þegar við ýttum úr vör samstarfi þriggja ráðuneyta og síðan með góðum undirtektum Reykjavíkurborgar að halda baráttunni vakandi og minna á að miklu markvissari aðgerða er ennþá þörf. Það starf sem unnið hefur verið á undanförnum áratug hefði mátt vera meira og markvissara en sömu sögu má þó segja af því og starfi frumkvöðla á þessu sviði einkum innan veggja skólanna, fyrir þennan tíma, að dropinn hefur holað steininn.Hringjum bjöllum og þeytum horn! Eineltisdagurinn er hugsaður til að halda okkur við efnið. Þess vegna eru allir sem vilja ljá þessari mannréttindabaráttu stuðning hvattir til að láta frá sér heyra á föstudag á slaginu klukkan 13:00 og á næstu sjö mínútum, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Þau sem eru feimin við að liggja á flautunum eða klingja bjöllum svo lengi, gætu byrjað styttra og bætt síðan í á komandi árum. Því hvort tveggja mun að öllum líkindum ganga eftir, að einelti og kynferðisáreiti mun ekki hafa verið útrýmt á sama tíma að ári og svo hitt að þá verður aftur minnt á þennan dag og safnað liði um að vekja á honum athygli með hornablæstri og bjölluhljómi.Stuðningur við fórnarlömb Með þessu móti sýnum við táknrænan stuðning við fórnarlömb eineltis og kynferðisofbeldis og heitstrengingu um að rjúfa þögnina sem hefur lengi umleikið einelti. Með þessu móti minnumst við einnig þeirra fjölmörgu sem svipt hafa sig lífi vegna eineltis. Mikilvægt er að enginn standi þögull hjá. Hér kennir Olweusar-eineltishringurinn margt. Við sem fullorðin erum berum vissulega ábyrgð en erum oft eins og börn í eineltisaðstæðum. Stöndum og horfum á, aðhöfumst ekki, göngum þögguninni á vald, nema í undantekningartilfellum. Það á við um einelti eins og mörg þjóðfélagsmein að það krefst stöðugrar árvekni að ná árangri í glímunni við þau. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt í dag. Vekjum samfélagið, vöknum sjálf.Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir, tónlistarkona og aktívistiÖgmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ögmundur Jónasson Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Hinn 8. nóvember er dagur sem hefur unnið sér sess sem baráttudagur gegn einelti og af því tilefni höfum við undirrituð nú um nokkurra ára skeið sent frá okkur sameiginlega hvatningu á þessum degi og mælst til að einstaklingar og stofnanir láti frá sér heyra klukkan eitt á hádegi með því að hringja bjöllum og þeyta horn og minna þar með á hve lífsnauðsynlegt það er að við séum öll vakandi og meðvituð um þann skaðvald sem einelti og áreiti er. Tildrög þessa samstarfs okkar má rekja til ársins 2009 þegar annað okkar var heilbrigðisráðherra en hitt aktívisti sem beitti sér fyrir aðgerðum gegn einelti, þar á meðal að komið yrði á markvissu samstarfi milli ráðuneyta um að takast á við eineltisvandann í skólum, á vinnustöðum og annars staðar í þjóðfélaginu. Þessar hugmyndir fengu framgang fljótlega eftir okkar fyrsta fund og varð til samráðshópur þriggja ráðuneyta og síðar var fagráð sett á laggirnar, sem án efa hefur haft þýðingu málefninu til framdráttar. Fyrstu skrefin voru stigin af stórhug sumarið 2009 og var fyrsti verkefnisstjóri, góðu heilli, ráðinn Kolbrún Baldursdóttir. Haustið 2009 ákvað borgarstjórn Reykjavíkur að helga einn dag á ári eineltinu en nokkuð hefur verið á reiki um framkvæmdina hin síðari ár þrátt fyrir góðan vilja borgaryfirvalda að glíma við þennan vágest af alvöru.Einelti getur verið banvænt Einelti er dauðans alvara og það í orðsins fyllstu merkingu. Það er nefnilega ekki nóg með að eineltið meiði – það getur einnig verið banvænt. Í ákalli okkar og hvatningu fyrir fyrir tveimur árum og aftur ítrekað á síðasta ári sögðum við að mikið vatn hefði runnið til sjávar á undangengnum áratug. Vitundin um það böl sem hlýst af einelti væri vissulega meiri en áður var og mætti þakka það meiri og opnari umræðu. Þar vægi þyngst framlag þeirra sem stigið hafa fram og sagt frá reynslu sinni. Slíkar frásagnir hafa hreyft við mörgum og eflaust forðað einhverjum einstaklingum frá illum örlögum. Það krefst mikils hugrekkis að stíga fram og stöndum við öll í þakkarskuld við þau sem það hafa gert. En erum við að greiða þá skuld? Hversu mikið vatn þarf að renna til sjávar áður allir eru tilbúir að líta í eigin barm því einmitt það þarf að gerast? Og hvenær kemur að því að góður ásetningur sem festur hefur verið í lög verði að veruleika? Má þar nefna bann við því í lögum að hrekja fólk úr starfi sem kvartar yfir ofbeldi eða kynferðislegri áreitni. Hér eiga stéttarfélögin að gegna lykilhlutverki en þar er því miður víða pottur brotinn og þurfa þau að taka sig verulega hvað þessi mál snertir. Það á engin þolandi að þurfa að bíða endalaust í stofufangelsi, vegna aðgerðaleysis stéttarfélags. Strax skal koma þolanda í skjól á meðan málið er í ferli.Orð og athafnir fari saman! Svo langt erum við þó komin að flestir, ef ekki allir, segjast því sammála að einelti beri að uppræta. Fyrirtæki og stofnanir segja þetta hluta af stefnu sinni og hafa fjálgleg orð um mannauð og virðingu fyrir þeim auði. Þegar á hólminn kemur er veruleikinn hins vegar of oft allt annar og er starfsfólki iðulega sýnd framkoma sem varla verður túlkuð á annan veg en sem grófasta einelti. Þarna skortir viljann, að saman fari orð og athafnir. Þess vegna þarf að spyrja á gagnrýninn hátt hvort samræmi sé í yfirlýstri stefnu annars vegar og efndum á þeirri stefnu hins vegar. Ætla má að ekki sé alltaf fyrir að fara viljaleysi heldur megi aðgerðarleysi rekja til bjargarleysis og vanmáttar frammi fyrir vandanum. Staðreyndin er nefnilega sú að ráðuneyti, stofnanir, skólar og fyrirtæki ráða illa við einelti og kynferðisofbeldi og eru ófær um að leysa slík mál á markvissan, yfirvegaðan og sanngjarnan hátt. Það er því engu síður brýnt nú en það var fyrir tíu árum þegar við ýttum úr vör samstarfi þriggja ráðuneyta og síðan með góðum undirtektum Reykjavíkurborgar að halda baráttunni vakandi og minna á að miklu markvissari aðgerða er ennþá þörf. Það starf sem unnið hefur verið á undanförnum áratug hefði mátt vera meira og markvissara en sömu sögu má þó segja af því og starfi frumkvöðla á þessu sviði einkum innan veggja skólanna, fyrir þennan tíma, að dropinn hefur holað steininn.Hringjum bjöllum og þeytum horn! Eineltisdagurinn er hugsaður til að halda okkur við efnið. Þess vegna eru allir sem vilja ljá þessari mannréttindabaráttu stuðning hvattir til að láta frá sér heyra á föstudag á slaginu klukkan 13:00 og á næstu sjö mínútum, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Þau sem eru feimin við að liggja á flautunum eða klingja bjöllum svo lengi, gætu byrjað styttra og bætt síðan í á komandi árum. Því hvort tveggja mun að öllum líkindum ganga eftir, að einelti og kynferðisáreiti mun ekki hafa verið útrýmt á sama tíma að ári og svo hitt að þá verður aftur minnt á þennan dag og safnað liði um að vekja á honum athygli með hornablæstri og bjölluhljómi.Stuðningur við fórnarlömb Með þessu móti sýnum við táknrænan stuðning við fórnarlömb eineltis og kynferðisofbeldis og heitstrengingu um að rjúfa þögnina sem hefur lengi umleikið einelti. Með þessu móti minnumst við einnig þeirra fjölmörgu sem svipt hafa sig lífi vegna eineltis. Mikilvægt er að enginn standi þögull hjá. Hér kennir Olweusar-eineltishringurinn margt. Við sem fullorðin erum berum vissulega ábyrgð en erum oft eins og börn í eineltisaðstæðum. Stöndum og horfum á, aðhöfumst ekki, göngum þögguninni á vald, nema í undantekningartilfellum. Það á við um einelti eins og mörg þjóðfélagsmein að það krefst stöðugrar árvekni að ná árangri í glímunni við þau. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt í dag. Vekjum samfélagið, vöknum sjálf.Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir, tónlistarkona og aktívistiÖgmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun