Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 20:00 Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. Fyrirhugaðar breytingar á skólakerfinu í norðanverðum Grafarvogi, sem fela með annars í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað, hafa lagst mis vel í foreldra. Foreldrafélög og skólaráð þeirra skóla sem í hlut eiga höfðu frest þangað til í dag til að skila inn umsögn um málið. Í umsögn foreldrafélags Kelduskóla segir meðal annars að kjörnir fulltrúar „þurfi að átta sig á því að starf þeirra er þjónustustarf en ekki yfirboðarastarf þar sem ákvarðanir eru teknar í geðþótta, svo jaðri við valdníðslu.“ Verði ekki fallið frá fyrirætlununum eða íbúakosningu hrint af stað, áskilji foreldrar sér rétt til að leita lögbundinna leiða til að sporna gegn áformunum. Umsögnin var borin undir foreldra og kváðust yfir 80% þeirra mjög sammála. Ekki fengust upplýsingar um efni umsagnar skólaráðs Kelduskóla en tveir fulltrúar ráðsins, fulltrúi foreldra og fulltrúi grenndarsamfélags, skiluðu séráliti þar sem fram kemur að ekki hafi ríkt samstaða innan ráðsins og þeir telji breytingarnar ekki til þess fallnar að bæta skólastarfið. Þess má geta að fulltrúi grenndarsamfélagsins er jafnframt formaður foreldrafélagsins. Samkvæmt tillögunni yrði Kelduskóla-Korpu lokað. Unglingadeildin yrði í Víkurskóla og 1. til 7. bekkur í Engjaskóla og Borgarskóla.Vísir/HafsteinnSigrún Agatha Árnadóttir er meðal þeirra foreldra sem hugnast áformin ekki. „Það er ekki gott þegar að börn eru að stíga sín fyrstu skref í skólakerfinu að það sé verið að hræra svona mikið með þau,“ segir Sigrún. Dætur hennar ganga nú í Kelduskóla Vík sem stendur til að verði eingöngu unglingaskóli samkvæmt tillögunni. Þetta yrði ekki í fyrsta skipti sem þær þyrftu að skipta um skóla vegna ákvarðana borgaryfirvalda. „Eldri stelpan mín fer í tvo leikskóla á tveimur árum, svo upp í fyrsta bekk og hérna [í Kelduskóla Vík] í öðrum bekk og svo stendur til að hún fari í þá fimmta skólann á jafn mörgum árum eftir þessar breytingar og það er ekki gott,“ segir Sigrún.Sigrún Agatha Árnadóttir á tvær stelpur sem ganga í Kelduskóla Vík.Vísir/Elín Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. Fyrirhugaðar breytingar á skólakerfinu í norðanverðum Grafarvogi, sem fela með annars í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað, hafa lagst mis vel í foreldra. Foreldrafélög og skólaráð þeirra skóla sem í hlut eiga höfðu frest þangað til í dag til að skila inn umsögn um málið. Í umsögn foreldrafélags Kelduskóla segir meðal annars að kjörnir fulltrúar „þurfi að átta sig á því að starf þeirra er þjónustustarf en ekki yfirboðarastarf þar sem ákvarðanir eru teknar í geðþótta, svo jaðri við valdníðslu.“ Verði ekki fallið frá fyrirætlununum eða íbúakosningu hrint af stað, áskilji foreldrar sér rétt til að leita lögbundinna leiða til að sporna gegn áformunum. Umsögnin var borin undir foreldra og kváðust yfir 80% þeirra mjög sammála. Ekki fengust upplýsingar um efni umsagnar skólaráðs Kelduskóla en tveir fulltrúar ráðsins, fulltrúi foreldra og fulltrúi grenndarsamfélags, skiluðu séráliti þar sem fram kemur að ekki hafi ríkt samstaða innan ráðsins og þeir telji breytingarnar ekki til þess fallnar að bæta skólastarfið. Þess má geta að fulltrúi grenndarsamfélagsins er jafnframt formaður foreldrafélagsins. Samkvæmt tillögunni yrði Kelduskóla-Korpu lokað. Unglingadeildin yrði í Víkurskóla og 1. til 7. bekkur í Engjaskóla og Borgarskóla.Vísir/HafsteinnSigrún Agatha Árnadóttir er meðal þeirra foreldra sem hugnast áformin ekki. „Það er ekki gott þegar að börn eru að stíga sín fyrstu skref í skólakerfinu að það sé verið að hræra svona mikið með þau,“ segir Sigrún. Dætur hennar ganga nú í Kelduskóla Vík sem stendur til að verði eingöngu unglingaskóli samkvæmt tillögunni. Þetta yrði ekki í fyrsta skipti sem þær þyrftu að skipta um skóla vegna ákvarðana borgaryfirvalda. „Eldri stelpan mín fer í tvo leikskóla á tveimur árum, svo upp í fyrsta bekk og hérna [í Kelduskóla Vík] í öðrum bekk og svo stendur til að hún fari í þá fimmta skólann á jafn mörgum árum eftir þessar breytingar og það er ekki gott,“ segir Sigrún.Sigrún Agatha Árnadóttir á tvær stelpur sem ganga í Kelduskóla Vík.Vísir/Elín
Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira