Íslenski boltinn

Ólafur og Rúnar Páll stýra Stjörnunni saman

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Páll og Ólafur, þjálfarar Stjörnunnar.
Rúnar Páll og Ólafur, þjálfarar Stjörnunnar. vísir/sigurjón
Ólafur Jóhannesson hefur verið ráðinn þjálfari Stjörnunnar við hlið Rúnars Páls Sigmundssonar.

Ólafur var kynntur til leiks hjá Stjörnunni á blaðamannafundi í höfuðstöðvum TM í dag. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Stjörnuna.

Ólafur fékk ekki nýjan samning hjá Val eftir síðasta tímabil. Þar var hann í fimm ár og vann fjóra stóra titla.

Rúnar Páll er að hefja sitt sjöunda tímabil sem þjálfari Stjörnunnar. Hann gerði liðið að Íslandsmeisturum 2014 og bikarmeisturum 2018. Á síðasta tímabili endaði Stjarnan í 4. sæti Pepsi Max-deildar karla.

Ólafur er einn reyndasti þjálfari landsins en hann hefur starfað við þjálfun í næstum 40 ár. Hann hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari sem þjálfari; þrisvar sinnum með FH og tvisvar sinnum með Val. Þá gerði hann Val tvívegis að bikarmeisturum og FH einu sinni.

Ólafur stýrði íslenska karlalandsliðinu á árunum 2007-11.




Tengdar fréttir

Óli Jóh ráðinn til Stjörnunnar

Stjarnan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15.00 í dag þar sem tilkynnt verður um breytingar á þjálfarateymi Stjörnunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×