Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 14:12 Mynd sem No Borders Iceland birtu af konunni þegar hún gekkst undir skoðun á spítala í fyrrakvöld. Mynd/No borders iceland Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. Þá hafi brottvísunin ekki verið í samræmi við lög um mannúð í málefnum útlendinga. Mál konunnar og fjölskyldu hennar, sem komu til Albaníu seint í gærkvöldi, hefur vakið mikla athygli. Konan er gengin 36 vikur en var vísað úr landi þrátt fyrir að vera með vottorð frá heilbrigðisstarfsfólki á Landspítalanum um að hún væri með stoðkerfisverki og ætti erfitt með langt flug. Í yfirlýsingu Rauða krossins er áréttað að brottvísunin hafi verið í andstöðu við ráðleggingar heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um að þungaðar konur í áhættuhópi fari ekki í flug eftir 32. vikna meðgöngu, en albanska konan var í slíkum hópi vegna fyrri meðgöngu „Brottvísun er þvingunarúrræði sem getur valdið mikilli streitu og kvíða. Streita á móður getur haft alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar fyrir hana og ófætt barn hennar,“ segir í yfirlýsingu Rauða krossins. „Rauði krossinn harmar framkvæmd þessa og að ekki hafi verið staldrað við, sér í lagi þegar fyrir lá nýtt læknisvottorð sem stangaðist á við eldra vottorð. Í hinu nýja vottorði var ekki mælt með flutningi og þar segir að konan sé slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“ Þá er vísað í 2. grein laga um útlendinga. Þar segir að markmið laganna sé m.a. að tryggja mannúðlega meðferð stjórnvalda í málefnum útlendinga. „Meðferð á fjölskyldunni var að mati Rauða krossins ekki í samræmi við markmið laganna um mannúð, burtséð frá því hvort verklag sem þetta hafi verið viðhaft áður og Útlendingastofnun telji sig hafa farið eftir öllum reglum eins og fram kom í máli setts forstjóra stofnunarinnar í Kastljósi í gær. Með hliðsjón af aðstæðum í þessu máli hefði flutningur ekki átt að fara fram á þessum tímapunkti svo lífi og móður barns væri ekki stefnt í hættu.“ Þá þurfi verklag í þessum málum að laga. Rauði krossinn telji ekki forsvaranlegt að „túlkun Útlendingastofnunar eða ríkislögreglustjóra geti ráðið úrslitum um hvort að brottflutningur fer fram eða ekki þegar.“ „Heilbrigðisvottorð þurfa að taka af allan vafa um hvort óhætt sé að flytja fólk sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd eða ekki. Úr þessu verklagi verður að bæta strax, hvort um sé að ræða verklag Útlendingastofnunar, ríkislögreglustjóra eða verklag í heilbrigðiskerfinu sem varðar þennan viðkvæma hóp. Brotalöm í kerfinu varðar líf og heilsu einstaklinga. Á bakvið tölur er raunverulegt fólk eins og skýrt sást í fjölmiðlum í gær.“ Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið Hallgrímur Helgason, rithöfundur krefst afsagnar dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar. 5. nóvember 2019 16:43 Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Þingmenn fordæma meðferðina á albanskri konu Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lýstu vanþóknun sinni á meðferð albönsku konunnar og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. 5. nóvember 2019 20:26 Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti Landlæknis telja stofnuna hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. 5. nóvember 2019 19:00 Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. Þá hafi brottvísunin ekki verið í samræmi við lög um mannúð í málefnum útlendinga. Mál konunnar og fjölskyldu hennar, sem komu til Albaníu seint í gærkvöldi, hefur vakið mikla athygli. Konan er gengin 36 vikur en var vísað úr landi þrátt fyrir að vera með vottorð frá heilbrigðisstarfsfólki á Landspítalanum um að hún væri með stoðkerfisverki og ætti erfitt með langt flug. Í yfirlýsingu Rauða krossins er áréttað að brottvísunin hafi verið í andstöðu við ráðleggingar heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um að þungaðar konur í áhættuhópi fari ekki í flug eftir 32. vikna meðgöngu, en albanska konan var í slíkum hópi vegna fyrri meðgöngu „Brottvísun er þvingunarúrræði sem getur valdið mikilli streitu og kvíða. Streita á móður getur haft alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar fyrir hana og ófætt barn hennar,“ segir í yfirlýsingu Rauða krossins. „Rauði krossinn harmar framkvæmd þessa og að ekki hafi verið staldrað við, sér í lagi þegar fyrir lá nýtt læknisvottorð sem stangaðist á við eldra vottorð. Í hinu nýja vottorði var ekki mælt með flutningi og þar segir að konan sé slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“ Þá er vísað í 2. grein laga um útlendinga. Þar segir að markmið laganna sé m.a. að tryggja mannúðlega meðferð stjórnvalda í málefnum útlendinga. „Meðferð á fjölskyldunni var að mati Rauða krossins ekki í samræmi við markmið laganna um mannúð, burtséð frá því hvort verklag sem þetta hafi verið viðhaft áður og Útlendingastofnun telji sig hafa farið eftir öllum reglum eins og fram kom í máli setts forstjóra stofnunarinnar í Kastljósi í gær. Með hliðsjón af aðstæðum í þessu máli hefði flutningur ekki átt að fara fram á þessum tímapunkti svo lífi og móður barns væri ekki stefnt í hættu.“ Þá þurfi verklag í þessum málum að laga. Rauði krossinn telji ekki forsvaranlegt að „túlkun Útlendingastofnunar eða ríkislögreglustjóra geti ráðið úrslitum um hvort að brottflutningur fer fram eða ekki þegar.“ „Heilbrigðisvottorð þurfa að taka af allan vafa um hvort óhætt sé að flytja fólk sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd eða ekki. Úr þessu verklagi verður að bæta strax, hvort um sé að ræða verklag Útlendingastofnunar, ríkislögreglustjóra eða verklag í heilbrigðiskerfinu sem varðar þennan viðkvæma hóp. Brotalöm í kerfinu varðar líf og heilsu einstaklinga. Á bakvið tölur er raunverulegt fólk eins og skýrt sást í fjölmiðlum í gær.“
Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið Hallgrímur Helgason, rithöfundur krefst afsagnar dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar. 5. nóvember 2019 16:43 Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Þingmenn fordæma meðferðina á albanskri konu Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lýstu vanþóknun sinni á meðferð albönsku konunnar og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. 5. nóvember 2019 20:26 Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti Landlæknis telja stofnuna hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. 5. nóvember 2019 19:00 Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið Hallgrímur Helgason, rithöfundur krefst afsagnar dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar. 5. nóvember 2019 16:43
Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03
Þingmenn fordæma meðferðina á albanskri konu Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lýstu vanþóknun sinni á meðferð albönsku konunnar og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. 5. nóvember 2019 20:26
Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti Landlæknis telja stofnuna hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. 5. nóvember 2019 19:00
Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15