Erlent

Átta særðust í hnífa­á­rás á ferða­manna­stað í Jór­daníu

Atli Ísleifsson skrifar
Jerash er vinsæll ferðamannastaður í Jórdaníu.
Jerash er vinsæll ferðamannastaður í Jórdaníu. Getty
Átta manns særðust eftir að maður réðst á fólk á vinsælum ferðamannastað í Jerash í Jórdaníu.

Reuters greinir frá þessu og vísar í heilbrigðisyfirvöld í Jórdaníu. Að sögn særðust þrír mexíkóskir ferðamenn, einn svissneskur ferðamaður og fjórir Jórdanir, þar á meðal leiðsögumaður ferðamannanna og lögreglumaður. Fjórir er alvarlega særðir, en hin með minniháttar meiðsl.

Lögregla í Jórdaníu hefur verið handtekinn vegna málsins, en í Jerash er að finna rústir frá tímum Rómaveldis.

Enn liggur ekkert fyrir um ástæður árásarinnar, en liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS hafa áður ráðist á ferðamenn á vinsælum ferðamannastöðum í Jórdaníu. Þannig voru fjórtán drepnir í árás í kastala í bænum al-Karak árið 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×