Átti ekki að geta gengið aftur en hefur nú klárað tvö maraþonhlaup Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 23:30 Hannah Gavios. Getty/ Noam Galai Ef það er eitthvað sem Bandaríkjamenn elska þá er það góð endurkomusaga og saga hinnar 26 ára gömlu Hönnuh Gavios á þar svo sannarlega heima. Hannah Gavios kláraði New York maraþonið á dögunum og það er svo sem ekkert fréttnæmt frekar en tíminn hennar. Saga hennar gerði það aftur á móti að verkum að það var eins og hún hefði unnið hlaupið þegar hún kom í mark. Hannah Gavios hafði hlaupið mikið alla sína ævi en árið 2016 lenti hún í hræðilegu slysi. Mæna Hönnuh skaddaðist eftir að hún féll 46 metra fram af fjallsbrún. Hannah Gavios var þar á hlaupum undan manni sem réðst á hana í Tælandi. Hannah Gavios lamaðist við fallið og fékk að vita það frá læknunum að hún myndi aldrei ganga aftur.After an accident, Hannah Gavios was told she may never walk again. She finished her second New York City Marathon https://t.co/x9KotVW0pxpic.twitter.com/4DFRE7Mt3l — ESPN (@espn) November 5, 2019Hannah Gavios var hins vegar ekki á því og í fyrra kláraði hún sitt fyrsta New York maraþon. Hannah fór síðan aftur í ár og kláraði að þessu sinni hlaupið á rúmum ellefu klukkutímum. Það má sjá hana koma í mark hér fyrir ofan. Hannah Gavios fór alla 42 kílómetrana á hækjum. „Eftir að ég meiddist þá sagði ég sjálfri mér það að hverjar sem kringumstæðurnar væru þá væri ég alltaf hlaupari,“ sagði Hannah Gavios sem býr í Astoria í New York fylki. Hannah Gavios stefnir meira að segja hærra en að klára eitt stykki maraþonhlaup. Hún er með augum á hæsta fjalli Afríku. „Draumur minn er að ganga upp á Kilimanjaro,“ sagði Hannah Gavios.Hannah Gavios, a former competitive runner, was paralyzed in Thailand 3 years ago after falling 150 feet from a cliff as she tried to escape a sexual assault from a man she asked for directions. On Sunday she'll run the NYC Marathon: https://t.co/bHlAjj3jvKpic.twitter.com/b9dSPYenDh — Rachel Bachman (@Bachscore) November 1, 2019 Frjálsar íþróttir Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Sjá meira
Ef það er eitthvað sem Bandaríkjamenn elska þá er það góð endurkomusaga og saga hinnar 26 ára gömlu Hönnuh Gavios á þar svo sannarlega heima. Hannah Gavios kláraði New York maraþonið á dögunum og það er svo sem ekkert fréttnæmt frekar en tíminn hennar. Saga hennar gerði það aftur á móti að verkum að það var eins og hún hefði unnið hlaupið þegar hún kom í mark. Hannah Gavios hafði hlaupið mikið alla sína ævi en árið 2016 lenti hún í hræðilegu slysi. Mæna Hönnuh skaddaðist eftir að hún féll 46 metra fram af fjallsbrún. Hannah Gavios var þar á hlaupum undan manni sem réðst á hana í Tælandi. Hannah Gavios lamaðist við fallið og fékk að vita það frá læknunum að hún myndi aldrei ganga aftur.After an accident, Hannah Gavios was told she may never walk again. She finished her second New York City Marathon https://t.co/x9KotVW0pxpic.twitter.com/4DFRE7Mt3l — ESPN (@espn) November 5, 2019Hannah Gavios var hins vegar ekki á því og í fyrra kláraði hún sitt fyrsta New York maraþon. Hannah fór síðan aftur í ár og kláraði að þessu sinni hlaupið á rúmum ellefu klukkutímum. Það má sjá hana koma í mark hér fyrir ofan. Hannah Gavios fór alla 42 kílómetrana á hækjum. „Eftir að ég meiddist þá sagði ég sjálfri mér það að hverjar sem kringumstæðurnar væru þá væri ég alltaf hlaupari,“ sagði Hannah Gavios sem býr í Astoria í New York fylki. Hannah Gavios stefnir meira að segja hærra en að klára eitt stykki maraþonhlaup. Hún er með augum á hæsta fjalli Afríku. „Draumur minn er að ganga upp á Kilimanjaro,“ sagði Hannah Gavios.Hannah Gavios, a former competitive runner, was paralyzed in Thailand 3 years ago after falling 150 feet from a cliff as she tried to escape a sexual assault from a man she asked for directions. On Sunday she'll run the NYC Marathon: https://t.co/bHlAjj3jvKpic.twitter.com/b9dSPYenDh — Rachel Bachman (@Bachscore) November 1, 2019
Frjálsar íþróttir Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Sjá meira