Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 08:03 Mynd af syni parsins sem No Borders birti á Facebook í nótt. Mynd/No Borders Iceland Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland sem birt var skömmu eftir miðnætti í nótt. „Eru enn í haldi lögreglu. 19 klukkutíma brottvísun,“ segir jafnframt í færslunni. Með henni er birt mynd af tveggja ára syni albanska parsins. Mál fjölskyldunnar vakti mikla athygli í gær eftir að samtök um réttindi hælisleitenda á Íslandi, áðurnefnd No Borders svo og Réttur barna á flótta, birtu færslur um brottvísunina á Facebook. Um er að ræða albanskt par og tveggja ára son þeirra. Konan er ófrísk og gengin um 36 vikur en henni var vísað úr landi þrátt fyrir að heilbrigðisstarfsmenn hefðu skrifað upp á vottorð, þar sem fram kom að hún væri slæm af stoðkerfisverkjum og „ætti erfitt með langt flug.“ Útlendingastofnun, sem vísaði í eigið vottorð frá geðlækni sem konan sagðist aldrei hafa hitt, segist ekki hafa gert mistök í málinu. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti landlæknis telja stofnunina hins vegar hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna.Sjá einnig: Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið No Borders greindu frá því í gærkvöldi að fjölskyldan væri komin til Vínar í Austurríki, eftir þrjár flugferðir á fjórtán klukkustundum. Hún væri örmagna, enda hefði hún verið vakandi í einn og hálfan sólarhring. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í gær að meta þurfi hvort breyta þurfi reglum eða verklagi vegna brottvísunar konunnar. Ráðherra kvaðst fyrst hafa frétt af málinu í fjölmiðlum og hefði verið mjög brugðið. Biskup Íslands hefur jafnframt óskað eftir fundi með Áslaugu til að ræða stöðu hælisleitenda í ljósi málsins. „Það er ólíðandi verknaður að senda barnshafandi konu burt í óvissu og örbyrgð. Það er mannréttindabrot og gengur þvert á skilyrðilausa kærleiksskyldu kristinna manna. Biskups Íslands hefur óskað eftir því að prestur innflytjenda sr. Toshiki Toma, ásamt sr. Ásu Laufey Sæmundsdóttir og sr. Evu Björk Valdimarsdóttur, sem séð hafa um þjónustu við hælisleitendur, fylgi málinu eftir,“ segir í yfirlýsingu biskups. Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið Hallgrímur Helgason, rithöfundur krefst afsagnar dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar. 5. nóvember 2019 16:43 Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Þingmenn fordæma meðferðina á albanskri konu Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lýstu vanþóknun sinni á meðferð albönsku konunnar og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. 5. nóvember 2019 20:26 Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti Landlæknis telja stofnuna hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. 5. nóvember 2019 19:00 Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland sem birt var skömmu eftir miðnætti í nótt. „Eru enn í haldi lögreglu. 19 klukkutíma brottvísun,“ segir jafnframt í færslunni. Með henni er birt mynd af tveggja ára syni albanska parsins. Mál fjölskyldunnar vakti mikla athygli í gær eftir að samtök um réttindi hælisleitenda á Íslandi, áðurnefnd No Borders svo og Réttur barna á flótta, birtu færslur um brottvísunina á Facebook. Um er að ræða albanskt par og tveggja ára son þeirra. Konan er ófrísk og gengin um 36 vikur en henni var vísað úr landi þrátt fyrir að heilbrigðisstarfsmenn hefðu skrifað upp á vottorð, þar sem fram kom að hún væri slæm af stoðkerfisverkjum og „ætti erfitt með langt flug.“ Útlendingastofnun, sem vísaði í eigið vottorð frá geðlækni sem konan sagðist aldrei hafa hitt, segist ekki hafa gert mistök í málinu. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti landlæknis telja stofnunina hins vegar hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna.Sjá einnig: Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið No Borders greindu frá því í gærkvöldi að fjölskyldan væri komin til Vínar í Austurríki, eftir þrjár flugferðir á fjórtán klukkustundum. Hún væri örmagna, enda hefði hún verið vakandi í einn og hálfan sólarhring. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í gær að meta þurfi hvort breyta þurfi reglum eða verklagi vegna brottvísunar konunnar. Ráðherra kvaðst fyrst hafa frétt af málinu í fjölmiðlum og hefði verið mjög brugðið. Biskup Íslands hefur jafnframt óskað eftir fundi með Áslaugu til að ræða stöðu hælisleitenda í ljósi málsins. „Það er ólíðandi verknaður að senda barnshafandi konu burt í óvissu og örbyrgð. Það er mannréttindabrot og gengur þvert á skilyrðilausa kærleiksskyldu kristinna manna. Biskups Íslands hefur óskað eftir því að prestur innflytjenda sr. Toshiki Toma, ásamt sr. Ásu Laufey Sæmundsdóttir og sr. Evu Björk Valdimarsdóttur, sem séð hafa um þjónustu við hælisleitendur, fylgi málinu eftir,“ segir í yfirlýsingu biskups.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið Hallgrímur Helgason, rithöfundur krefst afsagnar dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar. 5. nóvember 2019 16:43 Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Þingmenn fordæma meðferðina á albanskri konu Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lýstu vanþóknun sinni á meðferð albönsku konunnar og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. 5. nóvember 2019 20:26 Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti Landlæknis telja stofnuna hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. 5. nóvember 2019 19:00 Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið Hallgrímur Helgason, rithöfundur krefst afsagnar dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar. 5. nóvember 2019 16:43
Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03
Þingmenn fordæma meðferðina á albanskri konu Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lýstu vanþóknun sinni á meðferð albönsku konunnar og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. 5. nóvember 2019 20:26
Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti Landlæknis telja stofnuna hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. 5. nóvember 2019 19:00
Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15