Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. nóvember 2019 19:00 Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti landlæknis telja Útlendingastofnun hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. Samtökin No Borders Iceland birtu færslu á Facebook í gærkvöldi, sem vakið hefur hörð viðbrögð. Þar var sagt frá því að vísa ætti 26 ára gamalli albanskri þungaðri konu, ásamt manni sínum og tveggja ára barni er úr landi. Fjölskyldan kom til landins fyrir mánuði og sótti um hæli en hefur nú verið send úr landi. Konan er gengin tæpar 36 vikur. Eftir að ljóst var að fjölskyldunni yrði flogið úr landi aflaði konan sjálf læknisvottorðs frá mæðravernd Landspítala í gærkvöldi, þar sem fram kemur að hún sé slæm af stoðkerfisverkjum í baki og "ætti erfitt með langt flug".Vottorðið átti að mæla gegn flugi Samtök um réttindi flóttafólks á Íslandi túlka vottorðið sem svo að konan sé ekki ferðafær. Starfandi yfirlæknir í mæðravernd tekur í sama streng. „Ég get allavega ekki séð að vottorðið hafi verið gefið út í öðrum tilgangi en að gefa það til kynna að við mæltum ekki með því að hún færi í flug í þessum tilgangi,“ segir Eva Jónsdóttir, starfandi yfirlæknir fæðingarþjónstu Landspítala. „Við sjáum það ekki út frá þessu að þetta hefði átt að leiða til þess að ekki yrði farið af stað með framkvæmdina,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, starfandi forstjóri Útlendingastofnunar. Ekkert komi fram í vottorðinu sem bendi til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Þá sé gætt mjög að öryggi og líðan fólks í flutningum sem þessum. Embætti Landlæknis lítur málið alvarlegum augum og telur útlendingastofnun hafa farið gegn ráðleggingum sérfræðinga. Þá mælir mæðravernd gegn því að þungaðar konur í viðkvæmri stöðu, og komnar langt á leið, fljúgi. „Þær eru undir gríðarlega andlegu álagi og fjölskyldan,“ segir Eva. Eftir því sem lengra er liðið á meðgönguna aukist líkurnar á því að konan fari í fæðngu eða að óvænt vandamál komi upp. „Að okkar reynslu eru vottorð almennt mjög skýr um það hvort viðkomandi geti farið í flug eða ekki,“ segir Þorsteinn. „Ef það er einhver óvissa varðandi okkar mat út frá vottorði þá myndi maður vilja að þau hefðu samband og leituðu ráða,“ segir Eva. Engin mistök gerð Þorsteinn bendir á að Stoðdeild Ríkislögreglustjóra, sem framkvæmdi flutninginn, hafi stuðst við vottorð frá öðrum lækni á heilsugæslunni um að konan væri í standi til að fljúga. Fram hefur komið að konan kannist ekki við að hafa hitt þann lækni.Þannig að þið gerðuð ekki mistök?„Á þessum tímapunkti þá sjáum við ekkert í þessu máli sem við myndum líta á sem einhver mistök. En það virðast vera uppi deildar meiningar um það meðal heilbrigðisstarfsfólks hvernig beri að túlka þetta vottorð og það er klárlega eitthvað sem við munum eiga samtal við heilbrigðisyfirvöld um á næstunni,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, starfandi forstjóri Útlendingastofnunar. Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti landlæknis telja Útlendingastofnun hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. Samtökin No Borders Iceland birtu færslu á Facebook í gærkvöldi, sem vakið hefur hörð viðbrögð. Þar var sagt frá því að vísa ætti 26 ára gamalli albanskri þungaðri konu, ásamt manni sínum og tveggja ára barni er úr landi. Fjölskyldan kom til landins fyrir mánuði og sótti um hæli en hefur nú verið send úr landi. Konan er gengin tæpar 36 vikur. Eftir að ljóst var að fjölskyldunni yrði flogið úr landi aflaði konan sjálf læknisvottorðs frá mæðravernd Landspítala í gærkvöldi, þar sem fram kemur að hún sé slæm af stoðkerfisverkjum í baki og "ætti erfitt með langt flug".Vottorðið átti að mæla gegn flugi Samtök um réttindi flóttafólks á Íslandi túlka vottorðið sem svo að konan sé ekki ferðafær. Starfandi yfirlæknir í mæðravernd tekur í sama streng. „Ég get allavega ekki séð að vottorðið hafi verið gefið út í öðrum tilgangi en að gefa það til kynna að við mæltum ekki með því að hún færi í flug í þessum tilgangi,“ segir Eva Jónsdóttir, starfandi yfirlæknir fæðingarþjónstu Landspítala. „Við sjáum það ekki út frá þessu að þetta hefði átt að leiða til þess að ekki yrði farið af stað með framkvæmdina,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, starfandi forstjóri Útlendingastofnunar. Ekkert komi fram í vottorðinu sem bendi til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Þá sé gætt mjög að öryggi og líðan fólks í flutningum sem þessum. Embætti Landlæknis lítur málið alvarlegum augum og telur útlendingastofnun hafa farið gegn ráðleggingum sérfræðinga. Þá mælir mæðravernd gegn því að þungaðar konur í viðkvæmri stöðu, og komnar langt á leið, fljúgi. „Þær eru undir gríðarlega andlegu álagi og fjölskyldan,“ segir Eva. Eftir því sem lengra er liðið á meðgönguna aukist líkurnar á því að konan fari í fæðngu eða að óvænt vandamál komi upp. „Að okkar reynslu eru vottorð almennt mjög skýr um það hvort viðkomandi geti farið í flug eða ekki,“ segir Þorsteinn. „Ef það er einhver óvissa varðandi okkar mat út frá vottorði þá myndi maður vilja að þau hefðu samband og leituðu ráða,“ segir Eva. Engin mistök gerð Þorsteinn bendir á að Stoðdeild Ríkislögreglustjóra, sem framkvæmdi flutninginn, hafi stuðst við vottorð frá öðrum lækni á heilsugæslunni um að konan væri í standi til að fljúga. Fram hefur komið að konan kannist ekki við að hafa hitt þann lækni.Þannig að þið gerðuð ekki mistök?„Á þessum tímapunkti þá sjáum við ekkert í þessu máli sem við myndum líta á sem einhver mistök. En það virðast vera uppi deildar meiningar um það meðal heilbrigðisstarfsfólks hvernig beri að túlka þetta vottorð og það er klárlega eitthvað sem við munum eiga samtal við heilbrigðisyfirvöld um á næstunni,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, starfandi forstjóri Útlendingastofnunar.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03
Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent