Atlanta forward John Collins has been suspended 25 games for violating NBA's Anti-Drug policy.
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 5, 2019
Frá því í sumar hafa þrír leikmenn í NBA verið dæmdir í 25 leikja bann fyrir að nota ólögleg lyf. DeAndre Ayton, leikmaður Phoenix Suns, og Wilson Chandler, leikmaður Brooklyn Nets, fengu sömu refsingu og Collins.
Since the summer, that's three players -- Brooklyn's Wilson Chandler, Phoenix's DeAndre Ayton and now Atlanta's John Collins -- hit for 25 games in violation of NBA/NBPA Anti-Drug policy.
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 5, 2019
Collins ætlar að áfrýja banninu og freistar þess að fá það stytt.
Ef það gengur ekki eftir þarf Collins að bíða fram á Þorláksmessu eftir að geta spilað afturmeð Atlanta.
Collins var valinn númer 19 í nýliðavalinu 2017. Það sem af er tímabili er hann með 17,0 stig og 8,8 fráköst að meðaltali í leik. Collins er með frábæra þriggja stiga nýtingu, eða 47,4%.