Sportpakkinn: Blikar ætla að koma aftur á óvart Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2019 16:30 Dregið var í 16-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í dag. Fyrstu deildar lið Breiðabliks, sem vann afar óvæntan sigur á ÍR í 32-liða úrslitunum, dróst á móti Val í karlaflokki. „Við erum í bikarkeppninni til að keppa á móti svona liðum. Sérstaklega þegar maður er í 1. deildinni vill maður fá lið sem er skemmtilegt að spila við, eins og Val,“ sagði Snorri Vignisson, lykilmaður Breiðabliks. „Þetta er bara önnur umferð og við erum bara búnir að koma einu sinni á óvart ef svo má segja. Þetta er geggjað. Ég er mjög spenntur fyrir þessu.“ Snorri segir að sigurinn á ÍR-ingum hafi ekki komið Blikum á óvart. „Það var ró yfir liðinu. Það er oft þannig þegar fyrstu deildar lið mætir úrvalsdeildarliði er búist við að liðið úr úrvalsdeildinni fari áfram. Það skipti miklu að þessi pressa var ekki á okkur. Við höfðum gaman að þessu og hittum úr skotunum okkar,“ sagði Snorri. Hann segir að Blikar geti komið aftur á óvart og slegið Valsmenn úr leik. „Við höfum trú á okkur. Þetta er bikarkeppni; við höfum oft séð lið koma á óvart. Ég held að við getum klárlega farið lengra,“ sagði Snorri. Átti ekkert óskaliðMeðal leikja í 16-liða úrslitum Geysisbikars kvenna er viðureign Haukar, liðsins í 2. sæti Domino's deildarinnar, og Tindastóls, toppliðs 1. deildar. „Ég var ekki með neitt óskalið. Þetta lítur bara vel út fyrir okkur. Við mættum Grindavík, sem var þá í 1. deild, í fyrra og það gekk mjög brösuglega hjá okkur. Við þurfum að mæta með huga og hjarta á réttum stað og þá ættum við sigla þessu heim,“ sagði Þóra Kristín Jónsdóttir, landsliðskona úr Haukum. Þóra kvaðst ánægð með hvernig Haukar hafa byrjað tímabilið. Liðið fær hins vegar tvö stór próf í vikunni. „Við eigum tvo erfiða leiki gegn Val og KR. Við þurfum að stíga upp og gera aðeins betur ef við ætlum að vinna þá leiki,“ sagði Þóra. Að hennar sögn stefna Haukar á að komast í undanúrslit í deild og bikar.Sjá má dráttinn í 16-liða úrslit Geysisbikarsins með því að smella hér. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Suðurnesjaslagir í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins Dregið var í 16-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í dag. 5. nóvember 2019 12:15 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Dregið var í 16-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í dag. Fyrstu deildar lið Breiðabliks, sem vann afar óvæntan sigur á ÍR í 32-liða úrslitunum, dróst á móti Val í karlaflokki. „Við erum í bikarkeppninni til að keppa á móti svona liðum. Sérstaklega þegar maður er í 1. deildinni vill maður fá lið sem er skemmtilegt að spila við, eins og Val,“ sagði Snorri Vignisson, lykilmaður Breiðabliks. „Þetta er bara önnur umferð og við erum bara búnir að koma einu sinni á óvart ef svo má segja. Þetta er geggjað. Ég er mjög spenntur fyrir þessu.“ Snorri segir að sigurinn á ÍR-ingum hafi ekki komið Blikum á óvart. „Það var ró yfir liðinu. Það er oft þannig þegar fyrstu deildar lið mætir úrvalsdeildarliði er búist við að liðið úr úrvalsdeildinni fari áfram. Það skipti miklu að þessi pressa var ekki á okkur. Við höfðum gaman að þessu og hittum úr skotunum okkar,“ sagði Snorri. Hann segir að Blikar geti komið aftur á óvart og slegið Valsmenn úr leik. „Við höfum trú á okkur. Þetta er bikarkeppni; við höfum oft séð lið koma á óvart. Ég held að við getum klárlega farið lengra,“ sagði Snorri. Átti ekkert óskaliðMeðal leikja í 16-liða úrslitum Geysisbikars kvenna er viðureign Haukar, liðsins í 2. sæti Domino's deildarinnar, og Tindastóls, toppliðs 1. deildar. „Ég var ekki með neitt óskalið. Þetta lítur bara vel út fyrir okkur. Við mættum Grindavík, sem var þá í 1. deild, í fyrra og það gekk mjög brösuglega hjá okkur. Við þurfum að mæta með huga og hjarta á réttum stað og þá ættum við sigla þessu heim,“ sagði Þóra Kristín Jónsdóttir, landsliðskona úr Haukum. Þóra kvaðst ánægð með hvernig Haukar hafa byrjað tímabilið. Liðið fær hins vegar tvö stór próf í vikunni. „Við eigum tvo erfiða leiki gegn Val og KR. Við þurfum að stíga upp og gera aðeins betur ef við ætlum að vinna þá leiki,“ sagði Þóra. Að hennar sögn stefna Haukar á að komast í undanúrslit í deild og bikar.Sjá má dráttinn í 16-liða úrslit Geysisbikarsins með því að smella hér. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Suðurnesjaslagir í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins Dregið var í 16-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í dag. 5. nóvember 2019 12:15 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Suðurnesjaslagir í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins Dregið var í 16-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í dag. 5. nóvember 2019 12:15