Pólverjar brutu lög með breytingum á dómstólum Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2019 14:36 Hópur fólks mótmælir breytingum á dómstólum við hæstarétt Póllands í október í fyrra. Vísir/EPA Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að pólsk stjórnvöld hefðu brotið Evrópulög þegar þau ákváðu að lækka eftirlaunaaldur dómara. Sú ákvörðun vakti harða gagnrýni Evrópuríkja og stjórnarandstæðinga í Póllandi sem sökuðu stjórnvöld um að blanda pólitík inn í réttarkerfi landsins. Breytingunum á pólsku dómstólunum var snúið við árið 2017 og dómarar sem höfðu verið látnir hætta. Evrópudómstóllinn taldi að upphaflega breytingin hefði brotið Evrópulög á tvennan hátt. Annars vegar hefðu pólsk stjórnvöld ekki mátt lækka eftirlaunaaldur kvenna og hins vegar var ekki rétt af þeim að láta ráðherra hafa lokaorðið um það. Fyrir breytingarnar sem ríkisstjórnin réðst í var eftirlaunaaldur dómara og saksóknara 67 ár. Ríkisstjórnin lækkaði aldurinn hins vegar í 60 ár fyrir konur og 65 fyrir karla. Hún hélt því fram að þetta væri gert til að ryðja spilltum dómurum úr vegi sem hefðu verið skipaði á tímum kommúnismans. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkinn Lög og réttlæti aftur á móti um að búa til pláss við dómstólana til að raða sínum eigin mönnum þar. Evrópudómstóllinn taldi að ólögmætt hafi verið að mismuna dómurum og saksóknurum á grundvelli kyns þeirra. Þá var ákvæði laganna sem ríkisstjórnin samþykkti um að ráðherra gæti veitt einstökum dómurum undanþágu frá eftirlaunaaldrinum talið óskýrt og ógegnsætt.Gæti einnig haft áhrif á hæstarétt Pólska ríkisstjórnin brást við dómnum með því að benda á að þegar hefði verið undið ofan af lögunum. Því hefði dómurinn ekki átt að falla, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áður hafði Evrópudómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að pólska ríkisstjórnin hefði brotið lög þegar hún lækkaði einnig eftirlaunaaldur hæstaréttardómara. Sú ákvörðun neyddi um þriðjung dómara til að hætta. Enn á dómstóllinn eftir að úrskurða um annað umdeild ákvæði í dómstólalögum pólsku ríkisstjórnarinnar. Það varðar dómstólaráð sem tilnefnir dómaraefni. Fulltrúa í því voru áður valdir af meirihluta starfandi dómara. Pólska ríkisstjórnin breytti lögum um ráðið þannig að fulltrúa í það voru skipaðir af neðri deild pólska þingsins þar sem Lög og réttlæti hefur verið með meirihluta þingsæta. Pólska dómstólaráðinu var vikið úr evrópskum samtökum slíkra ráða þar sem það var ekki lengur talið sjálfstætt frá stjórnvöldum. Úrskurður í því mæli gæti einnig haft áhrif á hæstarétt þar sem lög ríkisstjórnar komu á fót tveimur deildum við réttinn nýja dómstólaráðið skipaði með nýjum dómurum. Falli dómur gegn ríkisstjórninni gæti hún þurft að snúa þeim breytingum við einnig. Ný ríkisstjórn Laga og réttlætis hefur haldið áfram að skipa dómara eftir kosningar í haust. Á mánudag voru tveir fyrrverandi þingmenn flokksins skipaðir dómarar við stjórnlagadómstól landsins. Annar þeirra var saksóknari í tíð kommúnismans sem sótti meðal annars stjórnarandstæðing til saka á 9. áratugnum. Annað dómaraefni hefur lýst stjórnarandstæðingum í Póllandi sem „hommum“ og „umhverfishryðjuverkamönnum“. Evrópusambandið Pólland Tengdar fréttir Lög og réttlæti lýsir yfir sigri Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkurinn, sem er íhaldssamur og þjóðernissinnaður, rúmlega 40 prósent atkvæða og mun að óbreyttu auka þingstyrk sinn í neðri deild pólska þingsins. 14. október 2019 07:37 ESB hefur málsmeðferð vegna brota Pólverja Enn koma breytingar pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfi landsins henni í vandræði hjá Evrópusambandinu. 3. apríl 2019 11:36 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að pólsk stjórnvöld hefðu brotið Evrópulög þegar þau ákváðu að lækka eftirlaunaaldur dómara. Sú ákvörðun vakti harða gagnrýni Evrópuríkja og stjórnarandstæðinga í Póllandi sem sökuðu stjórnvöld um að blanda pólitík inn í réttarkerfi landsins. Breytingunum á pólsku dómstólunum var snúið við árið 2017 og dómarar sem höfðu verið látnir hætta. Evrópudómstóllinn taldi að upphaflega breytingin hefði brotið Evrópulög á tvennan hátt. Annars vegar hefðu pólsk stjórnvöld ekki mátt lækka eftirlaunaaldur kvenna og hins vegar var ekki rétt af þeim að láta ráðherra hafa lokaorðið um það. Fyrir breytingarnar sem ríkisstjórnin réðst í var eftirlaunaaldur dómara og saksóknara 67 ár. Ríkisstjórnin lækkaði aldurinn hins vegar í 60 ár fyrir konur og 65 fyrir karla. Hún hélt því fram að þetta væri gert til að ryðja spilltum dómurum úr vegi sem hefðu verið skipaði á tímum kommúnismans. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkinn Lög og réttlæti aftur á móti um að búa til pláss við dómstólana til að raða sínum eigin mönnum þar. Evrópudómstóllinn taldi að ólögmætt hafi verið að mismuna dómurum og saksóknurum á grundvelli kyns þeirra. Þá var ákvæði laganna sem ríkisstjórnin samþykkti um að ráðherra gæti veitt einstökum dómurum undanþágu frá eftirlaunaaldrinum talið óskýrt og ógegnsætt.Gæti einnig haft áhrif á hæstarétt Pólska ríkisstjórnin brást við dómnum með því að benda á að þegar hefði verið undið ofan af lögunum. Því hefði dómurinn ekki átt að falla, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áður hafði Evrópudómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að pólska ríkisstjórnin hefði brotið lög þegar hún lækkaði einnig eftirlaunaaldur hæstaréttardómara. Sú ákvörðun neyddi um þriðjung dómara til að hætta. Enn á dómstóllinn eftir að úrskurða um annað umdeild ákvæði í dómstólalögum pólsku ríkisstjórnarinnar. Það varðar dómstólaráð sem tilnefnir dómaraefni. Fulltrúa í því voru áður valdir af meirihluta starfandi dómara. Pólska ríkisstjórnin breytti lögum um ráðið þannig að fulltrúa í það voru skipaðir af neðri deild pólska þingsins þar sem Lög og réttlæti hefur verið með meirihluta þingsæta. Pólska dómstólaráðinu var vikið úr evrópskum samtökum slíkra ráða þar sem það var ekki lengur talið sjálfstætt frá stjórnvöldum. Úrskurður í því mæli gæti einnig haft áhrif á hæstarétt þar sem lög ríkisstjórnar komu á fót tveimur deildum við réttinn nýja dómstólaráðið skipaði með nýjum dómurum. Falli dómur gegn ríkisstjórninni gæti hún þurft að snúa þeim breytingum við einnig. Ný ríkisstjórn Laga og réttlætis hefur haldið áfram að skipa dómara eftir kosningar í haust. Á mánudag voru tveir fyrrverandi þingmenn flokksins skipaðir dómarar við stjórnlagadómstól landsins. Annar þeirra var saksóknari í tíð kommúnismans sem sótti meðal annars stjórnarandstæðing til saka á 9. áratugnum. Annað dómaraefni hefur lýst stjórnarandstæðingum í Póllandi sem „hommum“ og „umhverfishryðjuverkamönnum“.
Evrópusambandið Pólland Tengdar fréttir Lög og réttlæti lýsir yfir sigri Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkurinn, sem er íhaldssamur og þjóðernissinnaður, rúmlega 40 prósent atkvæða og mun að óbreyttu auka þingstyrk sinn í neðri deild pólska þingsins. 14. október 2019 07:37 ESB hefur málsmeðferð vegna brota Pólverja Enn koma breytingar pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfi landsins henni í vandræði hjá Evrópusambandinu. 3. apríl 2019 11:36 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Lög og réttlæti lýsir yfir sigri Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkurinn, sem er íhaldssamur og þjóðernissinnaður, rúmlega 40 prósent atkvæða og mun að óbreyttu auka þingstyrk sinn í neðri deild pólska þingsins. 14. október 2019 07:37
ESB hefur málsmeðferð vegna brota Pólverja Enn koma breytingar pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfi landsins henni í vandræði hjá Evrópusambandinu. 3. apríl 2019 11:36