Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2019 14:11 Mynd af konunni á sjúkrahúsi í gærkvöldi sem birt var á Facebook-síðu Rétts barna á flótta. Réttur barna á flótta „Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis um mál þungaðrar albanskrar konu sem flutt var úr landi í nótt ásamt fjölskyldu sinni. Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albönsku konnunar í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Konan er gengin tæpar 36 vikur á leið en í umræddu vottorði kemur fram að hún „ætti erfitt með langt flug“. Samtök um réttindi flóttafólks á Íslandi túlka vottorðið sem svo að konan sé ekki ferðafær.Fit-to-fly vottorð Konunni var vísað úr landi snemma í morgun ásamt fjölskyldu sinni; eiginmanni og tveggja ára syni. Stjórnarmeðlimur félagasamtakanna Réttur barna á flótta, sem fylgdi konunni á Landspítalann í gærkvöldi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að byrjað hafi að blæða úr nefi konunnar í gærkvöldi og í kjölfarið var farið með hana á kvennadeild. Þar hefði heilbrigðisstarfsfólk skrifað upp á vottorð um að konan væri ekki tilbúin til að fljúga. Lögregla hafi hins vegar stuðst við svokallað „fit to fly“-vottorð frá geðlækni, sem konan hafi ekki kannast við að hafa nokkurn tímann hitt.Landlæknisembættið er að kanna málið og óska eftir upplýsingum í því skyni að komast að því hvort það séu einhverjar brotalamir út frá heilbrigðissjónarmiðum og þá koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur. Alma Möller er landlæknir.Konan, eiginmaður hennar og tveggja ára barn voru flutt úr landi með flugi Icelandair til Berlínar í Þýskalandi að því er Stundin greinir frá. „Við vitum eftir okkar upplýsingaöflun, meðal annars eftir að hafa rætt við starfsólk Landspítalans sem þekkir málið, að það blasir við að þarna er á ferðinni kona sem er í áhættuhópi. Hún býr við mikið félagslegt og líkamlegt álag verandi gengin næstum níu mánuði,“ segir Kjartan Hreinn.Koma í veg fyrir að svona gerist aftur Hann vísar til ráðlegginga sérfræðinga á þann veg að hún eigi ekki að fara um borð í flugvél. „En það verður raunin,“ segir Kjartan Hreinn. „Út af fyrir sig getur maður ekki annað en litið alvarlegum augum þegar ráðleggingum sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna er ekki gefinn gaumur og ekki fylgt.“ Landlæknisembættið sé að kanna málið og óska eftir upplýsingum í því skyni að komast að því hvort það séu einhverjar brotalamir út frá heilbrigðissjónarmiðum og þá koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur. Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
„Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis um mál þungaðrar albanskrar konu sem flutt var úr landi í nótt ásamt fjölskyldu sinni. Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albönsku konnunar í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Konan er gengin tæpar 36 vikur á leið en í umræddu vottorði kemur fram að hún „ætti erfitt með langt flug“. Samtök um réttindi flóttafólks á Íslandi túlka vottorðið sem svo að konan sé ekki ferðafær.Fit-to-fly vottorð Konunni var vísað úr landi snemma í morgun ásamt fjölskyldu sinni; eiginmanni og tveggja ára syni. Stjórnarmeðlimur félagasamtakanna Réttur barna á flótta, sem fylgdi konunni á Landspítalann í gærkvöldi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að byrjað hafi að blæða úr nefi konunnar í gærkvöldi og í kjölfarið var farið með hana á kvennadeild. Þar hefði heilbrigðisstarfsfólk skrifað upp á vottorð um að konan væri ekki tilbúin til að fljúga. Lögregla hafi hins vegar stuðst við svokallað „fit to fly“-vottorð frá geðlækni, sem konan hafi ekki kannast við að hafa nokkurn tímann hitt.Landlæknisembættið er að kanna málið og óska eftir upplýsingum í því skyni að komast að því hvort það séu einhverjar brotalamir út frá heilbrigðissjónarmiðum og þá koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur. Alma Möller er landlæknir.Konan, eiginmaður hennar og tveggja ára barn voru flutt úr landi með flugi Icelandair til Berlínar í Þýskalandi að því er Stundin greinir frá. „Við vitum eftir okkar upplýsingaöflun, meðal annars eftir að hafa rætt við starfsólk Landspítalans sem þekkir málið, að það blasir við að þarna er á ferðinni kona sem er í áhættuhópi. Hún býr við mikið félagslegt og líkamlegt álag verandi gengin næstum níu mánuði,“ segir Kjartan Hreinn.Koma í veg fyrir að svona gerist aftur Hann vísar til ráðlegginga sérfræðinga á þann veg að hún eigi ekki að fara um borð í flugvél. „En það verður raunin,“ segir Kjartan Hreinn. „Út af fyrir sig getur maður ekki annað en litið alvarlegum augum þegar ráðleggingum sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna er ekki gefinn gaumur og ekki fylgt.“ Landlæknisembættið sé að kanna málið og óska eftir upplýsingum í því skyni að komast að því hvort það séu einhverjar brotalamir út frá heilbrigðissjónarmiðum og þá koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur.
Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03
Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15