Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 13:03 Mynd af konunni á sjúkrahúsi í gærkvöldi sem birt var á Facebook-síðu Rétts barna á flótta. Mynd/Réttur barna á flótta Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Konan er gengin tæpar 36 vikur á leið en í umræddu vottorði kemur fram að hún „ætti erfitt með langt flug“. Samtök um réttindi flóttafólks á Íslandi túlka vottorðið sem svo að konan sé ekki ferðafær.Sjá einnig: Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landiKonunni var vísað úr landi snemma í morgun ásamt fjölskyldu sinni; eiginmanni og tveggja ára syni. Stjórnarmeðlimur félagasamtakanna Réttur barna á flótta, sem fylgdi konunni á Landspítalann í gærkvöldi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að byrjað hafi að blæða úr nefi konunnar í gærkvöldi og í kjölfarið var farið með hana á kvennadeild. Þar hefði heilbrigðisstarfsfólk skrifað upp á vottorð um að konan væri ekki tilbúin til að fljúga. Lögregla hafi hins vegar stuðst við svokallað „fit to fly“-vottorð frá geðlækni, sem konan hafi ekki kannast við að hafa nokkurn tímann hitt.Verklagi fylgt í máli konunnar Útlendingastofnun sendi frá sér yfirlýsingu um málið í hádeginu. Þar segir að einstaklingum sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd og eiga ekki annan rétt til dvalar hér á landi lögum samkvæmt beri að yfirgefa landið. Þegar ákvörðun í máli sé framkvæmdarhæf sendi Útlendingastofnun beiðni um lögreglufylgd til stoðdeildar ríkislögreglustjóra. Undirbúningur stoðdeildar varðandi tilhögun á lögreglufylgd snúi meðal annars að því að meta stöðu einstaklings í samræmi við heilbrigðisaðstæður. Ef vottorð liggi fyrir um að flutningur einstaklings úr landi muni stefna öryggi hans í hættu þá sé flutningi frestað þangað til ástandið breytist. „Fyrir því eru fordæmi bæði í tilviki barnshafandi kvenna og einstaklinga sem glíma við veikindi. Þessu verklagi var fylgt í því máli sem nú er til umfjöllunar eins og öðrum,“ segir í yfirlýsingunni.No Borders Iceland birti þessa mynd sem sögð er af vottorði konunnar nú um hádegisbil.Um þetta mál, þ.e. mál albönsku fjölskyldunnar, segir jafnframt að samkvæmt upplýsingum frá stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi deildin aflað vottorðs frá lækni á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu um að konan væri ferðafær. Viðkomandi hafi svo leitað sjálf til læknis á kvennadeild Landspítalans þar sem gefið var út annað vottorð og stoðdeild fékk afrit af. Í því vottorði hafi ekkert komið fram um að flutningur viðkomandi úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Því var fyrirhuguðum flutningi ekki frestað. No Borders Iceland birti mynd nú skömmu eftir hádegi sem sögð er vera af umræddu vottorði sem konan fékk á kvennadeildinni. Þar er vottað að konan sé ófrísk og gengin 35 vikur og fimm daga með barn sitt. „Hún er slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“ Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvert fjölskyldunni var flogið í morgun en fólki í sambærilegri stöðu er þó oft flogið til Þýskalands. Flugtími í beinu, hefðbundnu flugi til Berlínar frá Keflavík er um þrjár og hálf klukkustund.Landlæknir skoðar málið „Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. „Við vitum eftir okkar upplýsingaöflun, meðal annars eftir að hafa rætt við starfsfólk Landspítalans sem þekkir málið, að það blasir við að þarna er á ferðinni kona sem er í áhættuhópi. Hún býr við mikið félagslegt og líkamlegt álag verandi gengin næstum níu mánuði.“ Kjartan vísar til ráðlegginga sérfræðinga á þann veg að hún eigi ekki að fara um borð í flugvél. „En það verður raunin,“ segir Kjartan Hreinn. „Út af fyrir sig getur maður ekki annað en litið alvarlegum augum þegar ráðleggingum sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna er ekki gefinn gaumur og ekki fylgt.“ Landlæknisembættið sé að kanna málið og óska eftir upplýsingum í því skyni að komast að því hvort það séu einhverjar brotalamir út frá heilbrigðissjónarmiðum og þá koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur.Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Landlæknis. Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Konan er gengin tæpar 36 vikur á leið en í umræddu vottorði kemur fram að hún „ætti erfitt með langt flug“. Samtök um réttindi flóttafólks á Íslandi túlka vottorðið sem svo að konan sé ekki ferðafær.Sjá einnig: Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landiKonunni var vísað úr landi snemma í morgun ásamt fjölskyldu sinni; eiginmanni og tveggja ára syni. Stjórnarmeðlimur félagasamtakanna Réttur barna á flótta, sem fylgdi konunni á Landspítalann í gærkvöldi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að byrjað hafi að blæða úr nefi konunnar í gærkvöldi og í kjölfarið var farið með hana á kvennadeild. Þar hefði heilbrigðisstarfsfólk skrifað upp á vottorð um að konan væri ekki tilbúin til að fljúga. Lögregla hafi hins vegar stuðst við svokallað „fit to fly“-vottorð frá geðlækni, sem konan hafi ekki kannast við að hafa nokkurn tímann hitt.Verklagi fylgt í máli konunnar Útlendingastofnun sendi frá sér yfirlýsingu um málið í hádeginu. Þar segir að einstaklingum sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd og eiga ekki annan rétt til dvalar hér á landi lögum samkvæmt beri að yfirgefa landið. Þegar ákvörðun í máli sé framkvæmdarhæf sendi Útlendingastofnun beiðni um lögreglufylgd til stoðdeildar ríkislögreglustjóra. Undirbúningur stoðdeildar varðandi tilhögun á lögreglufylgd snúi meðal annars að því að meta stöðu einstaklings í samræmi við heilbrigðisaðstæður. Ef vottorð liggi fyrir um að flutningur einstaklings úr landi muni stefna öryggi hans í hættu þá sé flutningi frestað þangað til ástandið breytist. „Fyrir því eru fordæmi bæði í tilviki barnshafandi kvenna og einstaklinga sem glíma við veikindi. Þessu verklagi var fylgt í því máli sem nú er til umfjöllunar eins og öðrum,“ segir í yfirlýsingunni.No Borders Iceland birti þessa mynd sem sögð er af vottorði konunnar nú um hádegisbil.Um þetta mál, þ.e. mál albönsku fjölskyldunnar, segir jafnframt að samkvæmt upplýsingum frá stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi deildin aflað vottorðs frá lækni á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu um að konan væri ferðafær. Viðkomandi hafi svo leitað sjálf til læknis á kvennadeild Landspítalans þar sem gefið var út annað vottorð og stoðdeild fékk afrit af. Í því vottorði hafi ekkert komið fram um að flutningur viðkomandi úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Því var fyrirhuguðum flutningi ekki frestað. No Borders Iceland birti mynd nú skömmu eftir hádegi sem sögð er vera af umræddu vottorði sem konan fékk á kvennadeildinni. Þar er vottað að konan sé ófrísk og gengin 35 vikur og fimm daga með barn sitt. „Hún er slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“ Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvert fjölskyldunni var flogið í morgun en fólki í sambærilegri stöðu er þó oft flogið til Þýskalands. Flugtími í beinu, hefðbundnu flugi til Berlínar frá Keflavík er um þrjár og hálf klukkustund.Landlæknir skoðar málið „Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. „Við vitum eftir okkar upplýsingaöflun, meðal annars eftir að hafa rætt við starfsfólk Landspítalans sem þekkir málið, að það blasir við að þarna er á ferðinni kona sem er í áhættuhópi. Hún býr við mikið félagslegt og líkamlegt álag verandi gengin næstum níu mánuði.“ Kjartan vísar til ráðlegginga sérfræðinga á þann veg að hún eigi ekki að fara um borð í flugvél. „En það verður raunin,“ segir Kjartan Hreinn. „Út af fyrir sig getur maður ekki annað en litið alvarlegum augum þegar ráðleggingum sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna er ekki gefinn gaumur og ekki fylgt.“ Landlæknisembættið sé að kanna málið og óska eftir upplýsingum í því skyni að komast að því hvort það séu einhverjar brotalamir út frá heilbrigðissjónarmiðum og þá koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur.Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Landlæknis.
Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15