Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 13:03 Mynd af konunni á sjúkrahúsi í gærkvöldi sem birt var á Facebook-síðu Rétts barna á flótta. Mynd/Réttur barna á flótta Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Konan er gengin tæpar 36 vikur á leið en í umræddu vottorði kemur fram að hún „ætti erfitt með langt flug“. Samtök um réttindi flóttafólks á Íslandi túlka vottorðið sem svo að konan sé ekki ferðafær.Sjá einnig: Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landiKonunni var vísað úr landi snemma í morgun ásamt fjölskyldu sinni; eiginmanni og tveggja ára syni. Stjórnarmeðlimur félagasamtakanna Réttur barna á flótta, sem fylgdi konunni á Landspítalann í gærkvöldi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að byrjað hafi að blæða úr nefi konunnar í gærkvöldi og í kjölfarið var farið með hana á kvennadeild. Þar hefði heilbrigðisstarfsfólk skrifað upp á vottorð um að konan væri ekki tilbúin til að fljúga. Lögregla hafi hins vegar stuðst við svokallað „fit to fly“-vottorð frá geðlækni, sem konan hafi ekki kannast við að hafa nokkurn tímann hitt.Verklagi fylgt í máli konunnar Útlendingastofnun sendi frá sér yfirlýsingu um málið í hádeginu. Þar segir að einstaklingum sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd og eiga ekki annan rétt til dvalar hér á landi lögum samkvæmt beri að yfirgefa landið. Þegar ákvörðun í máli sé framkvæmdarhæf sendi Útlendingastofnun beiðni um lögreglufylgd til stoðdeildar ríkislögreglustjóra. Undirbúningur stoðdeildar varðandi tilhögun á lögreglufylgd snúi meðal annars að því að meta stöðu einstaklings í samræmi við heilbrigðisaðstæður. Ef vottorð liggi fyrir um að flutningur einstaklings úr landi muni stefna öryggi hans í hættu þá sé flutningi frestað þangað til ástandið breytist. „Fyrir því eru fordæmi bæði í tilviki barnshafandi kvenna og einstaklinga sem glíma við veikindi. Þessu verklagi var fylgt í því máli sem nú er til umfjöllunar eins og öðrum,“ segir í yfirlýsingunni.No Borders Iceland birti þessa mynd sem sögð er af vottorði konunnar nú um hádegisbil.Um þetta mál, þ.e. mál albönsku fjölskyldunnar, segir jafnframt að samkvæmt upplýsingum frá stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi deildin aflað vottorðs frá lækni á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu um að konan væri ferðafær. Viðkomandi hafi svo leitað sjálf til læknis á kvennadeild Landspítalans þar sem gefið var út annað vottorð og stoðdeild fékk afrit af. Í því vottorði hafi ekkert komið fram um að flutningur viðkomandi úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Því var fyrirhuguðum flutningi ekki frestað. No Borders Iceland birti mynd nú skömmu eftir hádegi sem sögð er vera af umræddu vottorði sem konan fékk á kvennadeildinni. Þar er vottað að konan sé ófrísk og gengin 35 vikur og fimm daga með barn sitt. „Hún er slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“ Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvert fjölskyldunni var flogið í morgun en fólki í sambærilegri stöðu er þó oft flogið til Þýskalands. Flugtími í beinu, hefðbundnu flugi til Berlínar frá Keflavík er um þrjár og hálf klukkustund.Landlæknir skoðar málið „Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. „Við vitum eftir okkar upplýsingaöflun, meðal annars eftir að hafa rætt við starfsfólk Landspítalans sem þekkir málið, að það blasir við að þarna er á ferðinni kona sem er í áhættuhópi. Hún býr við mikið félagslegt og líkamlegt álag verandi gengin næstum níu mánuði.“ Kjartan vísar til ráðlegginga sérfræðinga á þann veg að hún eigi ekki að fara um borð í flugvél. „En það verður raunin,“ segir Kjartan Hreinn. „Út af fyrir sig getur maður ekki annað en litið alvarlegum augum þegar ráðleggingum sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna er ekki gefinn gaumur og ekki fylgt.“ Landlæknisembættið sé að kanna málið og óska eftir upplýsingum í því skyni að komast að því hvort það séu einhverjar brotalamir út frá heilbrigðissjónarmiðum og þá koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur.Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Landlæknis. Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Konan er gengin tæpar 36 vikur á leið en í umræddu vottorði kemur fram að hún „ætti erfitt með langt flug“. Samtök um réttindi flóttafólks á Íslandi túlka vottorðið sem svo að konan sé ekki ferðafær.Sjá einnig: Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landiKonunni var vísað úr landi snemma í morgun ásamt fjölskyldu sinni; eiginmanni og tveggja ára syni. Stjórnarmeðlimur félagasamtakanna Réttur barna á flótta, sem fylgdi konunni á Landspítalann í gærkvöldi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að byrjað hafi að blæða úr nefi konunnar í gærkvöldi og í kjölfarið var farið með hana á kvennadeild. Þar hefði heilbrigðisstarfsfólk skrifað upp á vottorð um að konan væri ekki tilbúin til að fljúga. Lögregla hafi hins vegar stuðst við svokallað „fit to fly“-vottorð frá geðlækni, sem konan hafi ekki kannast við að hafa nokkurn tímann hitt.Verklagi fylgt í máli konunnar Útlendingastofnun sendi frá sér yfirlýsingu um málið í hádeginu. Þar segir að einstaklingum sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd og eiga ekki annan rétt til dvalar hér á landi lögum samkvæmt beri að yfirgefa landið. Þegar ákvörðun í máli sé framkvæmdarhæf sendi Útlendingastofnun beiðni um lögreglufylgd til stoðdeildar ríkislögreglustjóra. Undirbúningur stoðdeildar varðandi tilhögun á lögreglufylgd snúi meðal annars að því að meta stöðu einstaklings í samræmi við heilbrigðisaðstæður. Ef vottorð liggi fyrir um að flutningur einstaklings úr landi muni stefna öryggi hans í hættu þá sé flutningi frestað þangað til ástandið breytist. „Fyrir því eru fordæmi bæði í tilviki barnshafandi kvenna og einstaklinga sem glíma við veikindi. Þessu verklagi var fylgt í því máli sem nú er til umfjöllunar eins og öðrum,“ segir í yfirlýsingunni.No Borders Iceland birti þessa mynd sem sögð er af vottorði konunnar nú um hádegisbil.Um þetta mál, þ.e. mál albönsku fjölskyldunnar, segir jafnframt að samkvæmt upplýsingum frá stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi deildin aflað vottorðs frá lækni á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu um að konan væri ferðafær. Viðkomandi hafi svo leitað sjálf til læknis á kvennadeild Landspítalans þar sem gefið var út annað vottorð og stoðdeild fékk afrit af. Í því vottorði hafi ekkert komið fram um að flutningur viðkomandi úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Því var fyrirhuguðum flutningi ekki frestað. No Borders Iceland birti mynd nú skömmu eftir hádegi sem sögð er vera af umræddu vottorði sem konan fékk á kvennadeildinni. Þar er vottað að konan sé ófrísk og gengin 35 vikur og fimm daga með barn sitt. „Hún er slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“ Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvert fjölskyldunni var flogið í morgun en fólki í sambærilegri stöðu er þó oft flogið til Þýskalands. Flugtími í beinu, hefðbundnu flugi til Berlínar frá Keflavík er um þrjár og hálf klukkustund.Landlæknir skoðar málið „Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. „Við vitum eftir okkar upplýsingaöflun, meðal annars eftir að hafa rætt við starfsfólk Landspítalans sem þekkir málið, að það blasir við að þarna er á ferðinni kona sem er í áhættuhópi. Hún býr við mikið félagslegt og líkamlegt álag verandi gengin næstum níu mánuði.“ Kjartan vísar til ráðlegginga sérfræðinga á þann veg að hún eigi ekki að fara um borð í flugvél. „En það verður raunin,“ segir Kjartan Hreinn. „Út af fyrir sig getur maður ekki annað en litið alvarlegum augum þegar ráðleggingum sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna er ekki gefinn gaumur og ekki fylgt.“ Landlæknisembættið sé að kanna málið og óska eftir upplýsingum í því skyni að komast að því hvort það séu einhverjar brotalamir út frá heilbrigðissjónarmiðum og þá koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur.Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Landlæknis.
Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15