Seinni bylgjan: Þegar ÍBV var með peninga var gaman í Eyjum og enginn að kvarta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2019 11:32 Í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni í gær var rætt um ummæli Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, á mbl.is eftir 14 marka tap Eyjakvenna fyrir Valskonum, 14-29. Þar gagnrýndi Sigurður þróunina í kvennaboltanum og sagði að í fót-, hand- og körfubolta væru bara tvö lið sem væru langbest. Hann sagði að kvennasportið væri að verða leiðinlegt og það væri stelpunum að kenna. „Þetta er hundleiðinlegt og kvennasportið er að verða svo leiðinlegt, þetta er í fótboltanum og körfunni. Það eru alltaf öll lið í uppbyggingu, við erum í uppbyggingu núna, um leið og einhverjar geta þá eru þær farnar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þetta sé rosalega skemmtilegt, það eru tveir úrslitaleikir í fótboltanum, Breiðablik og Valur. Í körfunni ertu með Val og KR sem eru einu leikirnir sem skipta máli, í handboltanum eru þetta Fram og Valur, hvað er gaman að þessu? Svo er bara talað um uppbyggingu endalaust, þetta eru stelpurnar, þær eru að búa til leiðinlegt mót, það er ekkert varið í þetta. Skemmtilegast í mótinu núna er 3.-8. sætið, þar eru jöfn lið. Síðan eru allar í landsliðinu í hinum tveimur liðunum,“ sagði Sigurður. Halldór Sigfússon og Guðlaugur Arnarsson voru nokkuð hissa á ummælum Sigurðar. „ÍBV er ekki með peninga núna en hefur verið með peninga og fengið fullt af leikmönnum og þá var gaman í Eyjum. Þá var enginn að kvarta,“ sagði Halldór. Guðlaugur segir að þessi umræða sé ekki ný af nálinni. „Það er verið að vísa í það að stelpur hafi ekki nægilega mikinn metnað til að fara í lakari lið og fá að spila á fullu. Þær vilji fara í betri lið, vera á bekknum og vinna titla. Þetta er mögulega réttmæt gagnrýni,“ sagði Guðlaugur og benti þó á að það væri kannski ekki rétt að láta þessi ummæli falla eftir 19 marka tap. Halldór segir að launin skipti leikmenn ekki öllu, þeir hafi t.d. mikið til þess hversu góð umgjörðin hjá liðunum sé. „Stelpur velja oft að fara í ákveðið lið út af þjálfara eða umgjörð. Ég veit að Fram borgar ekki best í kvennaboltanum en stelpur fara þangað út af umgjörðinni. Það er hugsað vel um þær. Líka hjá Val; þótt Valsararnir séu þekktir fyrir að borga núna eru ekkert allir leikmennirnir á svaka launum. Gústi [Ágúst Jóhannsson] er frábær þjálfari og umgjörðin er góð. Það er það sem margar stelpur leita eftir þegar þær skoða félögin,“ sagði Halldór. „Því miður er of mikill munur í kvennasportinu á milli félaga. Þetta er jafnara í karlasportinu,“ bætti Halldór. Lokaskotið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Tengdar fréttir Nítján marka sigur Vals í Eyjum Valur endurheimti toppsæti Olís-deildar kvenna með stórsigri á ÍBV, 14-29. 3. nóvember 2019 16:24 Seinni Bylgjan: Alvöru blásari og alvöru ástríða hjá Snorra Steini Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Valsmönnum í Olís deild karla í handbolta og pressan hefur verið að aukast á Snorra Stein Guðjónsson þjálfara. Leikurinn á móti ÍR í síðustu umferð var lykilleikur í að snúa því við og það sáu Seinni bylgju menn á þjálfara Hlíðarendaliðsins. 5. nóvember 2019 10:00 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni í gær var rætt um ummæli Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, á mbl.is eftir 14 marka tap Eyjakvenna fyrir Valskonum, 14-29. Þar gagnrýndi Sigurður þróunina í kvennaboltanum og sagði að í fót-, hand- og körfubolta væru bara tvö lið sem væru langbest. Hann sagði að kvennasportið væri að verða leiðinlegt og það væri stelpunum að kenna. „Þetta er hundleiðinlegt og kvennasportið er að verða svo leiðinlegt, þetta er í fótboltanum og körfunni. Það eru alltaf öll lið í uppbyggingu, við erum í uppbyggingu núna, um leið og einhverjar geta þá eru þær farnar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þetta sé rosalega skemmtilegt, það eru tveir úrslitaleikir í fótboltanum, Breiðablik og Valur. Í körfunni ertu með Val og KR sem eru einu leikirnir sem skipta máli, í handboltanum eru þetta Fram og Valur, hvað er gaman að þessu? Svo er bara talað um uppbyggingu endalaust, þetta eru stelpurnar, þær eru að búa til leiðinlegt mót, það er ekkert varið í þetta. Skemmtilegast í mótinu núna er 3.-8. sætið, þar eru jöfn lið. Síðan eru allar í landsliðinu í hinum tveimur liðunum,“ sagði Sigurður. Halldór Sigfússon og Guðlaugur Arnarsson voru nokkuð hissa á ummælum Sigurðar. „ÍBV er ekki með peninga núna en hefur verið með peninga og fengið fullt af leikmönnum og þá var gaman í Eyjum. Þá var enginn að kvarta,“ sagði Halldór. Guðlaugur segir að þessi umræða sé ekki ný af nálinni. „Það er verið að vísa í það að stelpur hafi ekki nægilega mikinn metnað til að fara í lakari lið og fá að spila á fullu. Þær vilji fara í betri lið, vera á bekknum og vinna titla. Þetta er mögulega réttmæt gagnrýni,“ sagði Guðlaugur og benti þó á að það væri kannski ekki rétt að láta þessi ummæli falla eftir 19 marka tap. Halldór segir að launin skipti leikmenn ekki öllu, þeir hafi t.d. mikið til þess hversu góð umgjörðin hjá liðunum sé. „Stelpur velja oft að fara í ákveðið lið út af þjálfara eða umgjörð. Ég veit að Fram borgar ekki best í kvennaboltanum en stelpur fara þangað út af umgjörðinni. Það er hugsað vel um þær. Líka hjá Val; þótt Valsararnir séu þekktir fyrir að borga núna eru ekkert allir leikmennirnir á svaka launum. Gústi [Ágúst Jóhannsson] er frábær þjálfari og umgjörðin er góð. Það er það sem margar stelpur leita eftir þegar þær skoða félögin,“ sagði Halldór. „Því miður er of mikill munur í kvennasportinu á milli félaga. Þetta er jafnara í karlasportinu,“ bætti Halldór. Lokaskotið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Tengdar fréttir Nítján marka sigur Vals í Eyjum Valur endurheimti toppsæti Olís-deildar kvenna með stórsigri á ÍBV, 14-29. 3. nóvember 2019 16:24 Seinni Bylgjan: Alvöru blásari og alvöru ástríða hjá Snorra Steini Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Valsmönnum í Olís deild karla í handbolta og pressan hefur verið að aukast á Snorra Stein Guðjónsson þjálfara. Leikurinn á móti ÍR í síðustu umferð var lykilleikur í að snúa því við og það sáu Seinni bylgju menn á þjálfara Hlíðarendaliðsins. 5. nóvember 2019 10:00 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Nítján marka sigur Vals í Eyjum Valur endurheimti toppsæti Olís-deildar kvenna með stórsigri á ÍBV, 14-29. 3. nóvember 2019 16:24
Seinni Bylgjan: Alvöru blásari og alvöru ástríða hjá Snorra Steini Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Valsmönnum í Olís deild karla í handbolta og pressan hefur verið að aukast á Snorra Stein Guðjónsson þjálfara. Leikurinn á móti ÍR í síðustu umferð var lykilleikur í að snúa því við og það sáu Seinni bylgju menn á þjálfara Hlíðarendaliðsins. 5. nóvember 2019 10:00