Ógleymanleg faðmlög í Gvatemala Stefán Árni Pálsson skrifar 4. nóvember 2019 10:30 Sigurður Donys hitti fjölskyldu sína í Gvatemala. Sigurður Donys Sigurðsson var ættleiddur frá Gvatemala fyrir tæpum þrjátíu árum. Þá orðinn fimm ára. Hann fékk ástríkt og gott uppeldi á Íslandi og ólst upp á Vopnafirði með tveimur eldri systkinum sínum og segist engan áhuga hafa haft á því að finna ræturnar í Gvatemala fyrr en hann settist niður fyrir framan sjónvarpið fyrir tveimur árum og horfði á Leitina að upprunanum. Á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um leit Sigurðar að fjölskyldu sinni í Gvatemala en þetta var seinni þátturinn um mál Donna. Ef þú hefur ekki séð þátt gærkvöldsins og vilt ekki vita um framvindu mála væri gott að hætta að lesa núna. . . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . Þegar Donny hitti Vicente fyrst.Sigurður Donys, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður, kom til Íslands árið 1991 og var þá á sjötta ári. Hann hafði þá búið alla sína ævi á fósturheimili sem var rekið af bandarískum hjónum í Gvatemala. Í síðasta þætti kom í ljós að Donni og Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, kærasta hans, náðu að hafa upp á föður hans í Gvatemala og fékk hann Facebook skilaboð frá honum sex mánuðum eftir að hafa sent þau. Það var því ákveðið að ferðast út til Gvatemala og hitta þá ættingja sem hann á þar í landi. Sigrún Ósk var að sjálfsögðu með í för en til að byrja með fékk Donny að hitta tvær systur sínar. Þær mundu vel eftir Donna og hafa alla tíð hugsað hvar hann væri niðurkominn. Báðar brotnuðu þær niður þegar þær fengu faðmlag frá Donna í fyrsta sinn í yfir 25 ár. Því næst ferðaðist hópurinn í annan bæ til að finna föður Donna, Vicente Garcia Tot. Ekki hefur liðið sá dagur sem hann hugsaði ekki um Donna og báðir synir hans sem hann eignaðist síðar eru skírðir í höfuðið á Donna. Annar Donys og hinn Adalberto svo Donni myndi örugglega ekki gleymast. Bræður Donna ólust upp við að vita af þriðja bróðurnum. Loksins var komið að því að þeir feðgar fengu að hittast í fyrsta sinn í langan tíma. Sú stund var tilfinningarík og faðir hans brotnaði niður þegar hann fékk drenginn í fangið eins og sjá má hér að neðan. Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Fékk ógleymanleg skilaboð á Facebook sex mánuðum síðar Sigurður Donys Sigurðsson var ættleiddur frá Gvatemala fyrir tæpum þrjátíu árum. Þá orðinn fimm ára. 28. október 2019 10:30 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Sigurður Donys Sigurðsson var ættleiddur frá Gvatemala fyrir tæpum þrjátíu árum. Þá orðinn fimm ára. Hann fékk ástríkt og gott uppeldi á Íslandi og ólst upp á Vopnafirði með tveimur eldri systkinum sínum og segist engan áhuga hafa haft á því að finna ræturnar í Gvatemala fyrr en hann settist niður fyrir framan sjónvarpið fyrir tveimur árum og horfði á Leitina að upprunanum. Á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um leit Sigurðar að fjölskyldu sinni í Gvatemala en þetta var seinni þátturinn um mál Donna. Ef þú hefur ekki séð þátt gærkvöldsins og vilt ekki vita um framvindu mála væri gott að hætta að lesa núna. . . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . Þegar Donny hitti Vicente fyrst.Sigurður Donys, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður, kom til Íslands árið 1991 og var þá á sjötta ári. Hann hafði þá búið alla sína ævi á fósturheimili sem var rekið af bandarískum hjónum í Gvatemala. Í síðasta þætti kom í ljós að Donni og Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, kærasta hans, náðu að hafa upp á föður hans í Gvatemala og fékk hann Facebook skilaboð frá honum sex mánuðum eftir að hafa sent þau. Það var því ákveðið að ferðast út til Gvatemala og hitta þá ættingja sem hann á þar í landi. Sigrún Ósk var að sjálfsögðu með í för en til að byrja með fékk Donny að hitta tvær systur sínar. Þær mundu vel eftir Donna og hafa alla tíð hugsað hvar hann væri niðurkominn. Báðar brotnuðu þær niður þegar þær fengu faðmlag frá Donna í fyrsta sinn í yfir 25 ár. Því næst ferðaðist hópurinn í annan bæ til að finna föður Donna, Vicente Garcia Tot. Ekki hefur liðið sá dagur sem hann hugsaði ekki um Donna og báðir synir hans sem hann eignaðist síðar eru skírðir í höfuðið á Donna. Annar Donys og hinn Adalberto svo Donni myndi örugglega ekki gleymast. Bræður Donna ólust upp við að vita af þriðja bróðurnum. Loksins var komið að því að þeir feðgar fengu að hittast í fyrsta sinn í langan tíma. Sú stund var tilfinningarík og faðir hans brotnaði niður þegar hann fékk drenginn í fangið eins og sjá má hér að neðan.
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Fékk ógleymanleg skilaboð á Facebook sex mánuðum síðar Sigurður Donys Sigurðsson var ættleiddur frá Gvatemala fyrir tæpum þrjátíu árum. Þá orðinn fimm ára. 28. október 2019 10:30 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Fékk ógleymanleg skilaboð á Facebook sex mánuðum síðar Sigurður Donys Sigurðsson var ættleiddur frá Gvatemala fyrir tæpum þrjátíu árum. Þá orðinn fimm ára. 28. október 2019 10:30