„Framsetning Guðlaugs var augljóslega smækkandi fyrir mig“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2019 20:16 Alexandra Ýr van Erven, stjórnmálafræðinemi. Alexandra Ýr van Erven stjórnmálfræðinemi, sem sakaði Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um óviðeigandi ummæli í vísindaferð í ráðuneytinu, segir að ummælin hafi augljóslega verið lítillækkandi fyrir sig. Bæði ráðherra og nemendur sem viðstaddir voru umrædda vísindaferð segja orðaval hans ekki hafa verið nákvæmlega með þeim hætti sem Alexandra lýsti. Vísindaferðin var haldin í utanríkisráðuneytinu þann 11. október síðastliðinn. Politica, félag stjórnmálafræðinema, sótti ferðina þar sem Alexandra og Guðlaugur áttu í orðaskiptum. Alexandra sagði frá téðum orðaskiptum í nokkrum færslum á Twitter í dag og sagði Guðlaug hafa látið eftirfarandi orð falla: „Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?“ Líkt og áður segir hafnar Guðlaugur því að orðalag hans hafi verið með þeim þætti sem lýst er að ofan. Hann hafi samt sem áður gripið til samlíkingar sem „eftir á að hyggja var ekki viðeigandi“. „Hún var á þá leið að stjórnmálafræði og reynsla af störfum á vettvangi stjórnmálanna væru á einhvern hátt sambærileg reynslu og bóknámi í kynfræðslu. Þessu var ekki beint að neinum í hópnum og hvorki sett fram til að ögra né særa heldur sagt í hálfkæringi - og alls ekki með slíku orðavali sem lýst hefur verið á samfélagsmiðlum. Bið ég hlutaðeigandi velvirðingar,“ sagði í yfirlýsingu Guðlaugs, sem fjallað er ítarlega um hér.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.Mynd/Stöð 2Í yfirlýsingu sem Alexandra Ýr sendi Vísi segir að kjarni málsins sé ekki fólginn í því „hvaða orð ráðherra notaði um það að stunda kynlíf.“ Merkingin sé sú sama og umræða um annað sé einungis til að afvegaleiða. „Framsetning Guðlaugs var augljóslega smækkandi fyrir mig og gerð til að slá sjálfum sér á brjóst. Ráðherra sýnir gríðarlegt dómgreindarleysi,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Aðrir nemendur sem urðu vitni að umræddu samtali fullyrtu í samtali við Vísi í dag að túlkun Alexöndru á orðaskiptunum hafi verið ónákvæm. Sex þeirra hafa staðfest við fréttastofu að utanríkisráðherra hafi raunar ekki notað orðið „ríða“ í svari sínu. Nemendurnir sammæltust þó allir um það að atvikið hafi verið mjög óþægilegt og samlíkingin hafi verið afar óviðeigandi. Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Hafnar ásökunum um vafasamt orðbragð í garð stúdenta Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við ráðherrann. 3. nóvember 2019 16:45 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Alexandra Ýr van Erven stjórnmálfræðinemi, sem sakaði Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um óviðeigandi ummæli í vísindaferð í ráðuneytinu, segir að ummælin hafi augljóslega verið lítillækkandi fyrir sig. Bæði ráðherra og nemendur sem viðstaddir voru umrædda vísindaferð segja orðaval hans ekki hafa verið nákvæmlega með þeim hætti sem Alexandra lýsti. Vísindaferðin var haldin í utanríkisráðuneytinu þann 11. október síðastliðinn. Politica, félag stjórnmálafræðinema, sótti ferðina þar sem Alexandra og Guðlaugur áttu í orðaskiptum. Alexandra sagði frá téðum orðaskiptum í nokkrum færslum á Twitter í dag og sagði Guðlaug hafa látið eftirfarandi orð falla: „Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?“ Líkt og áður segir hafnar Guðlaugur því að orðalag hans hafi verið með þeim þætti sem lýst er að ofan. Hann hafi samt sem áður gripið til samlíkingar sem „eftir á að hyggja var ekki viðeigandi“. „Hún var á þá leið að stjórnmálafræði og reynsla af störfum á vettvangi stjórnmálanna væru á einhvern hátt sambærileg reynslu og bóknámi í kynfræðslu. Þessu var ekki beint að neinum í hópnum og hvorki sett fram til að ögra né særa heldur sagt í hálfkæringi - og alls ekki með slíku orðavali sem lýst hefur verið á samfélagsmiðlum. Bið ég hlutaðeigandi velvirðingar,“ sagði í yfirlýsingu Guðlaugs, sem fjallað er ítarlega um hér.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.Mynd/Stöð 2Í yfirlýsingu sem Alexandra Ýr sendi Vísi segir að kjarni málsins sé ekki fólginn í því „hvaða orð ráðherra notaði um það að stunda kynlíf.“ Merkingin sé sú sama og umræða um annað sé einungis til að afvegaleiða. „Framsetning Guðlaugs var augljóslega smækkandi fyrir mig og gerð til að slá sjálfum sér á brjóst. Ráðherra sýnir gríðarlegt dómgreindarleysi,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Aðrir nemendur sem urðu vitni að umræddu samtali fullyrtu í samtali við Vísi í dag að túlkun Alexöndru á orðaskiptunum hafi verið ónákvæm. Sex þeirra hafa staðfest við fréttastofu að utanríkisráðherra hafi raunar ekki notað orðið „ríða“ í svari sínu. Nemendurnir sammæltust þó allir um það að atvikið hafi verið mjög óþægilegt og samlíkingin hafi verið afar óviðeigandi.
Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Hafnar ásökunum um vafasamt orðbragð í garð stúdenta Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við ráðherrann. 3. nóvember 2019 16:45 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Hafnar ásökunum um vafasamt orðbragð í garð stúdenta Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við ráðherrann. 3. nóvember 2019 16:45