Airbnb bannar „samkvæmishús“ eftir fjöldamorð í hrekkjavökuveislu Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 23:15 Frá vettvangi í borginni Orinda í Kaliforníu. Vísir/EPA Heimagistingaþjónustan Airbnb hefur skorið upp herör gegn svokölluðum „samkvæmishúsum“ eftir að fimm manns voru skotnir til bana í hrekkjavökuveislu í íbúðarhúsi í Kaliforníu í Bandaríkjunum, sem leigt hafði verið í gegnum vefsíðu Airbnb. Brian Chesky forstjóri Airbnb greindi frá fyrirætlunum fyrirtækisins á Twitter-reikningi sínum í kvöld og boðaði aðgerðir. Þannig myndi Airbnb berjast gegn samkvæmum sem haldin eru í leiguhúsnæði á vegum Airbnb í óleyfi og einnig yrði óæskileg hegðun bæði gestgjafa og gesta í þessu samhengi vöktuð. Þessar breytingar á m.a. að knýja fram með því að koma á fót sérstöku „samkvæmishúsateymi“, sem á að reyna að framfylgja hinu nýja banni. Þá sagði Chesky að staðan sem nú er komin upp væri óásættanleg og fyrirtækið yrði að gera betur.Starting today, we are banning “party houses” and we are redoubling our efforts to combat unauthorized parties and get rid of abusive host and guest conduct, including conduct that leads to the terrible events we saw in Orinda. Here is what we are doing:— Brian Chesky (@bchesky) November 2, 2019 We must do better, and we will. This is unacceptable.— Brian Chesky (@bchesky) November 2, 2019 Skotárásin var gerð síðasta þriðjudag í íbúðarhúsi í borginni Orinda sem staðsett er í nágrenni San Fransisco. Húsið var leigt sérstaklega út fyrir mannfögnuðinn, undir því yfirskyni að þar myndi aðeins koma saman fámennur hópur. Gleðskapurinn var þó auglýstur á Instagram og hann sóttu að endingu yfir hundrað manns. Eigandi íbúðarinnar, sem auglýsti hana til leigu á Airbnb, gaf ekki leyfi fyrir samkvæminu. Þrír voru úrskurðaðir látnir á vettvangi á þriðjudagskvöld og tveir til viðbótar létust síðar af sárum sínum, sá fimmti í gærkvöldi. Allir sem létust voru á þrítugsaldri. Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við árásina. Tvö skotvopn fundust á vettvangi. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníuríkis, sagði í ávarpi vegna árásarinnar að Bandaríkjaþing yrði að herða byssulöggjöfina. Þá vottaði hann aðstandendum fórnarlambanna dýpstu samúð sína. Airbnb Bandaríkin Hrekkjavaka Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm nú látnir eftir skotárás í óleyfilegri hrekkjavökuveislu Enginn hefur enn verið handtekinn vegna skotárásarinnar. 2. nóvember 2019 10:30 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Heimagistingaþjónustan Airbnb hefur skorið upp herör gegn svokölluðum „samkvæmishúsum“ eftir að fimm manns voru skotnir til bana í hrekkjavökuveislu í íbúðarhúsi í Kaliforníu í Bandaríkjunum, sem leigt hafði verið í gegnum vefsíðu Airbnb. Brian Chesky forstjóri Airbnb greindi frá fyrirætlunum fyrirtækisins á Twitter-reikningi sínum í kvöld og boðaði aðgerðir. Þannig myndi Airbnb berjast gegn samkvæmum sem haldin eru í leiguhúsnæði á vegum Airbnb í óleyfi og einnig yrði óæskileg hegðun bæði gestgjafa og gesta í þessu samhengi vöktuð. Þessar breytingar á m.a. að knýja fram með því að koma á fót sérstöku „samkvæmishúsateymi“, sem á að reyna að framfylgja hinu nýja banni. Þá sagði Chesky að staðan sem nú er komin upp væri óásættanleg og fyrirtækið yrði að gera betur.Starting today, we are banning “party houses” and we are redoubling our efforts to combat unauthorized parties and get rid of abusive host and guest conduct, including conduct that leads to the terrible events we saw in Orinda. Here is what we are doing:— Brian Chesky (@bchesky) November 2, 2019 We must do better, and we will. This is unacceptable.— Brian Chesky (@bchesky) November 2, 2019 Skotárásin var gerð síðasta þriðjudag í íbúðarhúsi í borginni Orinda sem staðsett er í nágrenni San Fransisco. Húsið var leigt sérstaklega út fyrir mannfögnuðinn, undir því yfirskyni að þar myndi aðeins koma saman fámennur hópur. Gleðskapurinn var þó auglýstur á Instagram og hann sóttu að endingu yfir hundrað manns. Eigandi íbúðarinnar, sem auglýsti hana til leigu á Airbnb, gaf ekki leyfi fyrir samkvæminu. Þrír voru úrskurðaðir látnir á vettvangi á þriðjudagskvöld og tveir til viðbótar létust síðar af sárum sínum, sá fimmti í gærkvöldi. Allir sem létust voru á þrítugsaldri. Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við árásina. Tvö skotvopn fundust á vettvangi. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníuríkis, sagði í ávarpi vegna árásarinnar að Bandaríkjaþing yrði að herða byssulöggjöfina. Þá vottaði hann aðstandendum fórnarlambanna dýpstu samúð sína.
Airbnb Bandaríkin Hrekkjavaka Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm nú látnir eftir skotárás í óleyfilegri hrekkjavökuveislu Enginn hefur enn verið handtekinn vegna skotárásarinnar. 2. nóvember 2019 10:30 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Fimm nú látnir eftir skotárás í óleyfilegri hrekkjavökuveislu Enginn hefur enn verið handtekinn vegna skotárásarinnar. 2. nóvember 2019 10:30