Birta samskipti Ingibjargar og starfsmanns RÚV í aðdraganda húsleitarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 18:24 Í mörg ár rannsakaði gjaldeyriseftirlit Seðlabankans ætluð brot Samherja á lögum um gjaldeyrismál. Vísir/vilhelm Seðlabanki Íslands birti í gær minnisblað, sem innri endurskoðandi bankans tók saman að beiðni seðlabankastjóra um samskipti starfsmanna bankans við Ríkisútvarpið í aðdraganda húsleitar hjá Samherja í mars 2012. Þar eru m.a. birtir tölvupóstar á milli Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, og starfsmanns Ríkisútvarpsins. Í minnisblaðinu, sem fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fjallaði um í síðustu viku en hefur ekki áður verið birt opinberlega, er m.a. fjallað um yfirferð á pósthólfi tiltekins starfsmanns. Starfsmaðurinn er ekki nafngreindur en komið hefur fram að þar sé um að ræða Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits SÍ.Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins, og fréttamaður RÚV, voru í samskiptum í rúman mánuð fyrir húsleitinaFréttablaðið/ValliÍ minnisblaðinu er staðfest að við yfirferð afrits af tölvupósthólfi Ingibjargar hafi sést samskipti hennar við starfsmann Ríkisútvarpsins á tímabilinu 20. febrúar 2012 til 26. mars 2012, þar á meðal tölvupóstur sem gefur til kynna að Ríkisútvarpið hafi verið upplýst um fyrirhugaða húsleit degi áður en hún hófst. Þann 20. febrúar 2012 hafi starfsmaður Ríkisútvarpsins óskað eftir fundi vegna skoðunar Kastljóss á viðskiptum „tengdra aðila“ með sjávarafurðir, í bréfinu. Í mörg ár rannsakaði gjaldeyriseftirlitið ætluð brot Samherja á lögum um gjaldeyrismál og lagði á stjórnvaldssektir sem síðar voru endanlega ógiltar með dómi Hæstaréttar í nóvember í fyrra. Í tölvupóstinum er jafnframt greint frá því að Kastljós hafi í höndum gögn sem þau vilji sýna gjaldeyriseftirlitinu. „Sá fundur er haldinn þann 21.02.2012. Ekki er tilgreint í gögnum gjaldeyriseftirlitsins hverjir sátu fundinn auk [nafn umrædds starfsmanns] og starfsmanns Ríkisútvarpsins. Fram kemur að farið er yfir upplýsingar starfsmanns Ríkisútvarpsins er varða og að hann afhendir gögn sem vistuð eru í sérstakri möppu á vinnusvæði gjaldeyriseftirlitsins,“ segir í minnisblaðinu.Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja, og Samherjastarfsmenn mæta á fund í Seðlabankanum í fyrra.Vísir/vilhelmÞann 26. mars kl. 11:00, að undangengnum tölvupóstssamskiptum frá því í febrúar, sendir starfsmaður Ríkisútvarpsins póst með efnisatriðinu Textinn til Ingibjargar. Þar segir:Sæl. Hér er textinn, örlítið endurskrifaður. Farðu yfir þetta og láttu mig vita sem allra, allra fyrst.Kastljós lagði gögn varðandi afurðasölu [nafn útmáð] fyrir gjaldeyriseftirlit Seðlabankans á dögunum og óskaði eftir mati eftirlitsins á því hvort um lögbrot væri að ræða. Forstöðumenn eftirlitsins fengust ekki til að leggja mat á málið á þeim tímapunkti. Eftir því sem næst verður komist hófst þó í framhaldinu rannsókn á málinu sem leiddi til húsleitar á skrifstofum [nafn útmáð] í Reykjavík og á Akureyri í morgun með aðstoð embættis sérstaks saksóknara. Gera má ráð fyrir því að rannsóknin beinist nú að öllum útflutningi [nafn útmáð] síðustu misserin og einnig skilum fyrirtækisins á gjaldeyri til landsins. Rannsókn málsins er sú umfangsmesta í sögu gjaldeyriseftirlitsins.Klukkan 11:33 sama dag sendi Ingibjörg póst á starfsmann Ríkisútvarpsins með textanum Ertu við? Sem hann svaraði játandi klukkan 11:37. Pósturinn með efnisatriðinu Textinn var í kjölfarið framsendur til starfsmanns Ríkisútvarpsins klukkan 12:09. Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitarinnar til lögreglu, þar sem lekinn kann að fela í sér refsivert brot. Málið er nú á borði lögreglustjórans á Vestfjörðum. Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Tengdar fréttir Töldu rétt að upplýsa lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ráðuneyti hennar ekki vera í neinni stöðu til að leggja mat á eða framkvæma rannsókn á meintum upplýsingaleka úr Seðlabankanum vegna Samherjamálsins. Það hafi aftur á móti verið talið rétt að upplýsa lögreglu um málið. 28. október 2019 13:02 Krefja Seðlabankann um 322 milljónir í bætur Samherji krefst 306 milljóna króna í skaðabætur og tíu milljóna króna í miskabætur frá Seðlabanka Íslands vegna rannsóknar bankans á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál. 28. október 2019 19:04 Segir fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í Samherjamálinu Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. 28. október 2019 12:02 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Seðlabanki Íslands birti í gær minnisblað, sem innri endurskoðandi bankans tók saman að beiðni seðlabankastjóra um samskipti starfsmanna bankans við Ríkisútvarpið í aðdraganda húsleitar hjá Samherja í mars 2012. Þar eru m.a. birtir tölvupóstar á milli Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, og starfsmanns Ríkisútvarpsins. Í minnisblaðinu, sem fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fjallaði um í síðustu viku en hefur ekki áður verið birt opinberlega, er m.a. fjallað um yfirferð á pósthólfi tiltekins starfsmanns. Starfsmaðurinn er ekki nafngreindur en komið hefur fram að þar sé um að ræða Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits SÍ.Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins, og fréttamaður RÚV, voru í samskiptum í rúman mánuð fyrir húsleitinaFréttablaðið/ValliÍ minnisblaðinu er staðfest að við yfirferð afrits af tölvupósthólfi Ingibjargar hafi sést samskipti hennar við starfsmann Ríkisútvarpsins á tímabilinu 20. febrúar 2012 til 26. mars 2012, þar á meðal tölvupóstur sem gefur til kynna að Ríkisútvarpið hafi verið upplýst um fyrirhugaða húsleit degi áður en hún hófst. Þann 20. febrúar 2012 hafi starfsmaður Ríkisútvarpsins óskað eftir fundi vegna skoðunar Kastljóss á viðskiptum „tengdra aðila“ með sjávarafurðir, í bréfinu. Í mörg ár rannsakaði gjaldeyriseftirlitið ætluð brot Samherja á lögum um gjaldeyrismál og lagði á stjórnvaldssektir sem síðar voru endanlega ógiltar með dómi Hæstaréttar í nóvember í fyrra. Í tölvupóstinum er jafnframt greint frá því að Kastljós hafi í höndum gögn sem þau vilji sýna gjaldeyriseftirlitinu. „Sá fundur er haldinn þann 21.02.2012. Ekki er tilgreint í gögnum gjaldeyriseftirlitsins hverjir sátu fundinn auk [nafn umrædds starfsmanns] og starfsmanns Ríkisútvarpsins. Fram kemur að farið er yfir upplýsingar starfsmanns Ríkisútvarpsins er varða og að hann afhendir gögn sem vistuð eru í sérstakri möppu á vinnusvæði gjaldeyriseftirlitsins,“ segir í minnisblaðinu.Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja, og Samherjastarfsmenn mæta á fund í Seðlabankanum í fyrra.Vísir/vilhelmÞann 26. mars kl. 11:00, að undangengnum tölvupóstssamskiptum frá því í febrúar, sendir starfsmaður Ríkisútvarpsins póst með efnisatriðinu Textinn til Ingibjargar. Þar segir:Sæl. Hér er textinn, örlítið endurskrifaður. Farðu yfir þetta og láttu mig vita sem allra, allra fyrst.Kastljós lagði gögn varðandi afurðasölu [nafn útmáð] fyrir gjaldeyriseftirlit Seðlabankans á dögunum og óskaði eftir mati eftirlitsins á því hvort um lögbrot væri að ræða. Forstöðumenn eftirlitsins fengust ekki til að leggja mat á málið á þeim tímapunkti. Eftir því sem næst verður komist hófst þó í framhaldinu rannsókn á málinu sem leiddi til húsleitar á skrifstofum [nafn útmáð] í Reykjavík og á Akureyri í morgun með aðstoð embættis sérstaks saksóknara. Gera má ráð fyrir því að rannsóknin beinist nú að öllum útflutningi [nafn útmáð] síðustu misserin og einnig skilum fyrirtækisins á gjaldeyri til landsins. Rannsókn málsins er sú umfangsmesta í sögu gjaldeyriseftirlitsins.Klukkan 11:33 sama dag sendi Ingibjörg póst á starfsmann Ríkisútvarpsins með textanum Ertu við? Sem hann svaraði játandi klukkan 11:37. Pósturinn með efnisatriðinu Textinn var í kjölfarið framsendur til starfsmanns Ríkisútvarpsins klukkan 12:09. Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitarinnar til lögreglu, þar sem lekinn kann að fela í sér refsivert brot. Málið er nú á borði lögreglustjórans á Vestfjörðum.
Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Tengdar fréttir Töldu rétt að upplýsa lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ráðuneyti hennar ekki vera í neinni stöðu til að leggja mat á eða framkvæma rannsókn á meintum upplýsingaleka úr Seðlabankanum vegna Samherjamálsins. Það hafi aftur á móti verið talið rétt að upplýsa lögreglu um málið. 28. október 2019 13:02 Krefja Seðlabankann um 322 milljónir í bætur Samherji krefst 306 milljóna króna í skaðabætur og tíu milljóna króna í miskabætur frá Seðlabanka Íslands vegna rannsóknar bankans á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál. 28. október 2019 19:04 Segir fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í Samherjamálinu Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. 28. október 2019 12:02 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Töldu rétt að upplýsa lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ráðuneyti hennar ekki vera í neinni stöðu til að leggja mat á eða framkvæma rannsókn á meintum upplýsingaleka úr Seðlabankanum vegna Samherjamálsins. Það hafi aftur á móti verið talið rétt að upplýsa lögreglu um málið. 28. október 2019 13:02
Krefja Seðlabankann um 322 milljónir í bætur Samherji krefst 306 milljóna króna í skaðabætur og tíu milljóna króna í miskabætur frá Seðlabanka Íslands vegna rannsóknar bankans á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál. 28. október 2019 19:04
Segir fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í Samherjamálinu Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. 28. október 2019 12:02