Ekki nóg að upplýsa fólk um réttindi sín Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. nóvember 2019 11:00 Dovelyn Rannveig Mendoza segir stöðu erlends verkafólks á Íslandi góða í alþjóðlegum samanburði samkvæmt athugunum. Fréttablaðið/Ernir „Það er mikilvægt fyrir Ísland að hugsa til langs tíma þegar kemur að innflytjendum og erlendu vinnuafli. Það verður alltaf þörf fyrir vinnuafl. Það væri kannski góð hugmynd að rifja upp hvernig staðan var hérna snemma á tíunda áratugnum þegar fólk fluttist hingað og aðlagaðist samfélaginu,“ segir Dovelyn Rannveig Mendoza, sem er sérfræðingur á sviði fólksflutninga. Dovelyn er frá Filippseyjum en bjó og starfaði um tíma á Íslandi. Hún sinnir nú rannsóknum og ráðgjöf til alþjóðastofnana og stjórnvalda víða um heim. Í gær tók hún þátt í pallborðsumræðum um málefni erlends starfsfólks á Íslandi á Þjóðarspegli Háskóla Íslands. Dovelyn býr nú og starfar í Hollandi en hefur undanfarin ár að mestu verið búsett í Bandaríkjunum. Hún fylgist þó með málum á Íslandi og þekkir umræðuna um erlent vinnuafl. Lykilatriði sé góð aðlögun innflytjenda að samfélaginu. „Hlutirnir eru allt öðruvísi þegar þú aðlagast samfélaginu og ert að vinna við hliðina á heimamönnum. Auðvitað er alltaf hætta á mismunun í sambandi við laun og ýmislegt fleira en samskipti við heimamenn breyta myndinni töluvert. Þegar fólk einangrast í samfélaginu er það í mjög viðkvæmri stöðu,“ segir Dovelyn. Vandamálin, bæði á Íslandi og víðar, stafi oft af því að þörf hagkerfisins fyrir vinnuafl sé oft árstíða- eða tímabundin. Þá sé oft um að ræða starfsmenn sem flytjist tímabundið milli landa og eigi því erfiðara með að aðlagast samfélaginu. Dovelyn segist oft heyra að vandamálið snúist fyrst og fremst um að erlent starfsfólk þekki ekki réttindi sín. Reynsla hennar bendi hins vegar til þess að oft sé fólk vel meðvitað en sætti sig einfaldlega við vissa mismunun þar sem því bjóðist ekkert betra. „Það er mjög mikilvægt að upplýsa fólk um réttindi sín en í sumum geirum er það ekki nóg. Það þarf að vera miklu virkara eftirlit til að tryggja að vinnuveitendur fari eftir reglunum. Það er eitthvað sem stjórnvöld verða á endanum að bera ábyrgð á.“ Dovelyn undirbýr nú nýtt rannsóknarverkefni sem tengist stöðunni í Póllandi en þaðan hefur mikið vinnuafl flust til Íslands og fleiri ríkja í Vestur-Evrópu. „Nú er farið að bera á raunverulegum skorti á vinnuafli í Póllandi. Þetta hefur leitt til þess að Pólverjar þurfa að sækja sér vinnuafl, aðallega í Suður-Asíu.“ Hún segir hægt að ræða fólksflutninga frá ótal hliðum en tilhneigingin sé að einblína á það sem miður fari. „Það er líka fullt af jákvæðum sögum. Ég hef verið að skoða tölfræði frá OECD og fleiri aðilum varðandi Ísland. Staðan hér er nokkuð góð í samanburði við önnur Evrópulönd.“ Þannig sé atvinnuþátttaka innflytjenda mest á Íslandi innan OECD og langtímaatvinnuleysi sama hóps það fimmta minnsta. „Við getum líka skoðað hluti eins og hvort innflytjendur telji að verið sé að brjóta á sér á vinnumarkaði. Á Íslandi telja rúm átta prósent erlends vinnuafls að svo sé. Það er lægsta hlutfallið á Norðurlöndunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
„Það er mikilvægt fyrir Ísland að hugsa til langs tíma þegar kemur að innflytjendum og erlendu vinnuafli. Það verður alltaf þörf fyrir vinnuafl. Það væri kannski góð hugmynd að rifja upp hvernig staðan var hérna snemma á tíunda áratugnum þegar fólk fluttist hingað og aðlagaðist samfélaginu,“ segir Dovelyn Rannveig Mendoza, sem er sérfræðingur á sviði fólksflutninga. Dovelyn er frá Filippseyjum en bjó og starfaði um tíma á Íslandi. Hún sinnir nú rannsóknum og ráðgjöf til alþjóðastofnana og stjórnvalda víða um heim. Í gær tók hún þátt í pallborðsumræðum um málefni erlends starfsfólks á Íslandi á Þjóðarspegli Háskóla Íslands. Dovelyn býr nú og starfar í Hollandi en hefur undanfarin ár að mestu verið búsett í Bandaríkjunum. Hún fylgist þó með málum á Íslandi og þekkir umræðuna um erlent vinnuafl. Lykilatriði sé góð aðlögun innflytjenda að samfélaginu. „Hlutirnir eru allt öðruvísi þegar þú aðlagast samfélaginu og ert að vinna við hliðina á heimamönnum. Auðvitað er alltaf hætta á mismunun í sambandi við laun og ýmislegt fleira en samskipti við heimamenn breyta myndinni töluvert. Þegar fólk einangrast í samfélaginu er það í mjög viðkvæmri stöðu,“ segir Dovelyn. Vandamálin, bæði á Íslandi og víðar, stafi oft af því að þörf hagkerfisins fyrir vinnuafl sé oft árstíða- eða tímabundin. Þá sé oft um að ræða starfsmenn sem flytjist tímabundið milli landa og eigi því erfiðara með að aðlagast samfélaginu. Dovelyn segist oft heyra að vandamálið snúist fyrst og fremst um að erlent starfsfólk þekki ekki réttindi sín. Reynsla hennar bendi hins vegar til þess að oft sé fólk vel meðvitað en sætti sig einfaldlega við vissa mismunun þar sem því bjóðist ekkert betra. „Það er mjög mikilvægt að upplýsa fólk um réttindi sín en í sumum geirum er það ekki nóg. Það þarf að vera miklu virkara eftirlit til að tryggja að vinnuveitendur fari eftir reglunum. Það er eitthvað sem stjórnvöld verða á endanum að bera ábyrgð á.“ Dovelyn undirbýr nú nýtt rannsóknarverkefni sem tengist stöðunni í Póllandi en þaðan hefur mikið vinnuafl flust til Íslands og fleiri ríkja í Vestur-Evrópu. „Nú er farið að bera á raunverulegum skorti á vinnuafli í Póllandi. Þetta hefur leitt til þess að Pólverjar þurfa að sækja sér vinnuafl, aðallega í Suður-Asíu.“ Hún segir hægt að ræða fólksflutninga frá ótal hliðum en tilhneigingin sé að einblína á það sem miður fari. „Það er líka fullt af jákvæðum sögum. Ég hef verið að skoða tölfræði frá OECD og fleiri aðilum varðandi Ísland. Staðan hér er nokkuð góð í samanburði við önnur Evrópulönd.“ Þannig sé atvinnuþátttaka innflytjenda mest á Íslandi innan OECD og langtímaatvinnuleysi sama hóps það fimmta minnsta. „Við getum líka skoðað hluti eins og hvort innflytjendur telji að verið sé að brjóta á sér á vinnumarkaði. Á Íslandi telja rúm átta prósent erlends vinnuafls að svo sé. Það er lægsta hlutfallið á Norðurlöndunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira