Sportpakkinn: „Hræðilegur sóknarleikur“ KR og tap í spennuleik í Seljaskóla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 15:30 Matthías Orri Sigurðarson. Vísir/Bára Íslandsmeistarar KR töpuðu sínum fyrsta leik í Domino´s deild karla í vetur í gærkvöldi þegar liðið heimsótti ÍR-inga í uppgjöri liðanna sem spiluðu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. ÍR vann leikinn 78-77 og gerði það sem liðinu tókst ekki í lokaúrslitunum í fyrra sem var að vinna heimaleik á móti KR. KR tryggði sér titilinn eftir sigur í oddaleik í Vesturbænum. Arnar Björnsson setti saman frétt um leik ÍR og KR í gærkvöldi. „Sóknarleikurinn var bara hræðilegur“, sagði KR-ingurinn Matthías Orri Sigurðarson eftir tap Íslandsmeistara KR í Hellinum í Breiðholtinu í gærkvöldi. „Bæði lið spiluðu góðan varnarleik en við bara „chokuðum“ í fjórða leikhluta. Matthías Orri lék með ÍR í úrslitarimmunni við KR á síðustu leiktíð þegar KR vann Íslandsmeistaratitilinn. „Við vorum bara illa stemmdir og þetta var bara ljótur leikur“. Borche Ilievski þjálfari ÍR vildi vinna leikinn „Við áttum tækifæri að verða fyrstir til að vinna KR og það eitt og sér átti að vera nóg til að kveikja í mínum mönnum. Bara nafnið KR á að duga til að „mótivera“ öll lið þar á meðal mitt lið. Við gáfum allt í leikinn og ég sagði mínum mönnum að ef munurinn yrði lítill ættum við möguleika á að vinna. Þú veist að við töpum ekki þeim leikjum“, sagði kampakátur þjálfari ÍR. Liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð, KR og ÍR, tókust á í Breiðholtinu. KR var með frumkvæðið og um miðjan annan leikhlutann munaði 12 stigum á mununum. ÍR minnkaði muninn í þrjú stig, KR var yfir í hálfleik 36-33. Georgi Boyanov var stigahæstur í ÍR-liðinu, hitti úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum og skoraði alls 26 stig og fiskaði 6 villur á KR-inga. ÍR byrjaði seinni hálfleikinn betur og snemma í lokafjórðungunum voru Breiðhyltingar með fjögurra stiga forystu. Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur KR-inga með 20 stig og hann jafnaði metin í 64-64. KR-ingar náðu undirtökunum og eftir þriggja stiga körfu Jóns Arnórs Stefánssonar var KR með fimm stiga forystu (64-69) og fjórar mínútur eftir. ÍR svaraði og Bojonov skoraði úr tveimur vítaskotum þegar mínúta var eftir. Evan Christopher Singletary kom ÍR í 76-73 og 20 sekúndur til leiksloka. KR-ingar tóku leikhlé og Jakob minnkaði muninn í eitt stig. KR-ingar brutu og Florijan Jovanov skoraði úr báðum vítaskotum sínum. KR náði ekki þriggja stiga skoti til að jafna metin, Michael Craion minnkaði muninn í eitt stig á lokasekúndunum, ÍR vann 78-77. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Sjá meira
Íslandsmeistarar KR töpuðu sínum fyrsta leik í Domino´s deild karla í vetur í gærkvöldi þegar liðið heimsótti ÍR-inga í uppgjöri liðanna sem spiluðu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. ÍR vann leikinn 78-77 og gerði það sem liðinu tókst ekki í lokaúrslitunum í fyrra sem var að vinna heimaleik á móti KR. KR tryggði sér titilinn eftir sigur í oddaleik í Vesturbænum. Arnar Björnsson setti saman frétt um leik ÍR og KR í gærkvöldi. „Sóknarleikurinn var bara hræðilegur“, sagði KR-ingurinn Matthías Orri Sigurðarson eftir tap Íslandsmeistara KR í Hellinum í Breiðholtinu í gærkvöldi. „Bæði lið spiluðu góðan varnarleik en við bara „chokuðum“ í fjórða leikhluta. Matthías Orri lék með ÍR í úrslitarimmunni við KR á síðustu leiktíð þegar KR vann Íslandsmeistaratitilinn. „Við vorum bara illa stemmdir og þetta var bara ljótur leikur“. Borche Ilievski þjálfari ÍR vildi vinna leikinn „Við áttum tækifæri að verða fyrstir til að vinna KR og það eitt og sér átti að vera nóg til að kveikja í mínum mönnum. Bara nafnið KR á að duga til að „mótivera“ öll lið þar á meðal mitt lið. Við gáfum allt í leikinn og ég sagði mínum mönnum að ef munurinn yrði lítill ættum við möguleika á að vinna. Þú veist að við töpum ekki þeim leikjum“, sagði kampakátur þjálfari ÍR. Liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð, KR og ÍR, tókust á í Breiðholtinu. KR var með frumkvæðið og um miðjan annan leikhlutann munaði 12 stigum á mununum. ÍR minnkaði muninn í þrjú stig, KR var yfir í hálfleik 36-33. Georgi Boyanov var stigahæstur í ÍR-liðinu, hitti úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum og skoraði alls 26 stig og fiskaði 6 villur á KR-inga. ÍR byrjaði seinni hálfleikinn betur og snemma í lokafjórðungunum voru Breiðhyltingar með fjögurra stiga forystu. Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur KR-inga með 20 stig og hann jafnaði metin í 64-64. KR-ingar náðu undirtökunum og eftir þriggja stiga körfu Jóns Arnórs Stefánssonar var KR með fimm stiga forystu (64-69) og fjórar mínútur eftir. ÍR svaraði og Bojonov skoraði úr tveimur vítaskotum þegar mínúta var eftir. Evan Christopher Singletary kom ÍR í 76-73 og 20 sekúndur til leiksloka. KR-ingar tóku leikhlé og Jakob minnkaði muninn í eitt stig. KR-ingar brutu og Florijan Jovanov skoraði úr báðum vítaskotum sínum. KR náði ekki þriggja stiga skoti til að jafna metin, Michael Craion minnkaði muninn í eitt stig á lokasekúndunum, ÍR vann 78-77. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Sjá meira