Icelandair rauk upp meðan Bogi og Eva kynntu uppgjörið Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 11:45 Uppgjör Icelandair Group fyrir þriðja ársfjórðung var kynnt í Vatnsmýri í morgun. Vísir/vilhelm Yfirstandandi viðræður við Boeing um bætur vegna kyrrsetningar Max-vélanna „flækir upplýsingagjöfina á þessu ári,“ að sögn forsvarsmanna Icelandair. Búið er að bókfæra hluta bótanna en flugfélagið áætlar þó að kostnaður vegna innleiðingar og gagnsetningar vélanna komi fram eftir áramót. Icelandair gerir ráð fyrir því að Max-vélarnar verði komnar í notkun í mars og að níu slíkar vélar sinni áætlunarflugi fyrir félagið næsta sumar.Icelandair kynnti ársfjórðung uppgjör sitt í gærkvöldi, við mikla hrifningu fjárfesta í morgun. Nettóhagnaður Icelandair nam 7,5 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi og lýsir félagið áframhaldandi rekstrarbata. Hlutabréfaverð í félaginu hefur hækkað um 8 prósent frá opnun markaðarins. Tæknibilun olli því þó að viðskipti voru stöðvuð á hlutabréfamörkuðum klukkan 10, en samfelld viðskipti munu hefjast aftur klukkan 12. Eftir sem áður litar kyrrsetning Boeing Max-vélanna uppgjör flugfélagsins. Icelandair hefur orðið fyrir töluverðum fjárhagslegum skakkaföllum á þessu ári, enda ekkert flugfélag orðið fyrir jafn hlutfallslega miklum áhrifum vegna kyrrsetningarinnar, að sögn forsvarsmanna Icelandair. Sex vélar flugfélagsins voru kyrrsettar og þá fengust þrjár til viðbótar ekki afhentar vegna kyrrsetningarinnar. Af þessum sökum brá Icelandair á það ráð að taka fimm vélar á blautleigu yfir háannatímann í sumar. Á fundi þeirra Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair Group, og Evu Sóleyjar Guðbjörnsdóttur, fjármálastjóra Icelandair, í morgun þar sem uppgjör síðasta fjórðungs var kynnt kom fram að umræddar leiguvélar væru „aðeins dýrari“ í rekstri en aðrar vélar í flotanum. Aftur á móti hafi bætur frá Boeing vegið upp á móti og voru þær bókfærðar inn í þennan kostnaðarlið uppgjörsins. Bæturnar hafi jafnframt verið bókfærðar sem farþegatengdar hliðartekjur, sem jukust um fjögur prósent á fjórðungnum. Boeing-bæturnar séu „mjög mikilvægar“ fyrir rekstur Icelandair segir Bogi, rétt eins og Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group, gerði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þrátt fyrir að bótaupphæðin „skipti máli“ fyrir rekstur flugfélagsins, eins og Úlfar komst að orði, hafi kyrrsetning Max-vélanna áfram neikvæð áhrif á afkomuspá Icelandair að sögn Boga. Þannig mun ákveðinn kostnaður vegna gangsetningar og innleiðingar Max-vélanna, sem vonir standa til að verði í mars, koma fram í uppgjör fyrsta ársfjórðungs næsta árs auk þess sem þjálfunarkostnaður flugmanna, sem búist var við að yrði gjaldfærður á þessa ári, flytjast yfir á næsta ár.Tjáningarramminn þröngur Töluvert var spurt um bæturnar frá Boeing á uppgjörsfundinum í morgun, en svörin voru fá. Þau Eva og Bogi sögðust lítið geta tjáð sig um samningaviðræðurnar að öðru leyti en að þær gengju vel. Gengið hafi verið frá öðru bótasamkomulagi við Boeing í gær til viðbótar við fyrra samkomulag og viðræður um frekari bætur standa enn yfir. Þau Eva og Bogi viðurkenndu að þessar samningaviðræður „flæktu upplýsingagjöfina á þessu ári.“ Tjáningarramminn væri þröngur og að þau reyni að gefa eins miklar upplýsingar innan þess ramma og hægt er. „Við erum fyrst og fremst að hugsa um hagsmuni félagsins og okkar hluthafa og þess vegna gerum við þetta svona.“ Samkeppnin mikil, burtséð frá WAB og WOW Aðspurð um hvernig þeim lítist á þau tvö „íslensku“ flugfélög sem nú eru í burðarliðnum, WOW air og WAB, og hvort þau geri ráð fyrir aukinni samkeppni á flugmarkaði vegna þeirra svöruðu Eva og Bogi á almennum nótum. Samkeppnin á þessum markaði sé gríðarleg, þó svo að hún hafi vissulega breyst með brotthvarfi WOW air. Þannig hafi 25 flugfélög flogið til og frá Íslandi í sumar og 15 flugfélög flogið hingað til lands allt árið um kring. „Takist okkur að standa í þessari samkeppni getum við staðið í samkeppni við félög sem staðsett eru á Íslandi,“ segir Bogi. Icelandair sé fyrst og fremst að horfa til þess að bæta eigin rekstur, samkeppnin er og verður áfram mikil.Hér að neðan má hlusta á Úlfar Steindórsson ræða við Bítismenn og Ásdísi Kristjánsdóttur, hagfræðing Samtaka atvinnulífsins, um efnahagsmál í morgun. Fréttir af flugi Icelandair Play Tengdar fréttir Icelandair og Boeing ná samkomulagi um frekari bætur Viðræður er enn sagðar standa yfir um frekari bætur vegna kyrrsetningar Max-vélanna. 31. október 2019 21:41 Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Yfirstandandi viðræður við Boeing um bætur vegna kyrrsetningar Max-vélanna „flækir upplýsingagjöfina á þessu ári,“ að sögn forsvarsmanna Icelandair. Búið er að bókfæra hluta bótanna en flugfélagið áætlar þó að kostnaður vegna innleiðingar og gagnsetningar vélanna komi fram eftir áramót. Icelandair gerir ráð fyrir því að Max-vélarnar verði komnar í notkun í mars og að níu slíkar vélar sinni áætlunarflugi fyrir félagið næsta sumar.Icelandair kynnti ársfjórðung uppgjör sitt í gærkvöldi, við mikla hrifningu fjárfesta í morgun. Nettóhagnaður Icelandair nam 7,5 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi og lýsir félagið áframhaldandi rekstrarbata. Hlutabréfaverð í félaginu hefur hækkað um 8 prósent frá opnun markaðarins. Tæknibilun olli því þó að viðskipti voru stöðvuð á hlutabréfamörkuðum klukkan 10, en samfelld viðskipti munu hefjast aftur klukkan 12. Eftir sem áður litar kyrrsetning Boeing Max-vélanna uppgjör flugfélagsins. Icelandair hefur orðið fyrir töluverðum fjárhagslegum skakkaföllum á þessu ári, enda ekkert flugfélag orðið fyrir jafn hlutfallslega miklum áhrifum vegna kyrrsetningarinnar, að sögn forsvarsmanna Icelandair. Sex vélar flugfélagsins voru kyrrsettar og þá fengust þrjár til viðbótar ekki afhentar vegna kyrrsetningarinnar. Af þessum sökum brá Icelandair á það ráð að taka fimm vélar á blautleigu yfir háannatímann í sumar. Á fundi þeirra Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair Group, og Evu Sóleyjar Guðbjörnsdóttur, fjármálastjóra Icelandair, í morgun þar sem uppgjör síðasta fjórðungs var kynnt kom fram að umræddar leiguvélar væru „aðeins dýrari“ í rekstri en aðrar vélar í flotanum. Aftur á móti hafi bætur frá Boeing vegið upp á móti og voru þær bókfærðar inn í þennan kostnaðarlið uppgjörsins. Bæturnar hafi jafnframt verið bókfærðar sem farþegatengdar hliðartekjur, sem jukust um fjögur prósent á fjórðungnum. Boeing-bæturnar séu „mjög mikilvægar“ fyrir rekstur Icelandair segir Bogi, rétt eins og Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group, gerði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þrátt fyrir að bótaupphæðin „skipti máli“ fyrir rekstur flugfélagsins, eins og Úlfar komst að orði, hafi kyrrsetning Max-vélanna áfram neikvæð áhrif á afkomuspá Icelandair að sögn Boga. Þannig mun ákveðinn kostnaður vegna gangsetningar og innleiðingar Max-vélanna, sem vonir standa til að verði í mars, koma fram í uppgjör fyrsta ársfjórðungs næsta árs auk þess sem þjálfunarkostnaður flugmanna, sem búist var við að yrði gjaldfærður á þessa ári, flytjast yfir á næsta ár.Tjáningarramminn þröngur Töluvert var spurt um bæturnar frá Boeing á uppgjörsfundinum í morgun, en svörin voru fá. Þau Eva og Bogi sögðust lítið geta tjáð sig um samningaviðræðurnar að öðru leyti en að þær gengju vel. Gengið hafi verið frá öðru bótasamkomulagi við Boeing í gær til viðbótar við fyrra samkomulag og viðræður um frekari bætur standa enn yfir. Þau Eva og Bogi viðurkenndu að þessar samningaviðræður „flæktu upplýsingagjöfina á þessu ári.“ Tjáningarramminn væri þröngur og að þau reyni að gefa eins miklar upplýsingar innan þess ramma og hægt er. „Við erum fyrst og fremst að hugsa um hagsmuni félagsins og okkar hluthafa og þess vegna gerum við þetta svona.“ Samkeppnin mikil, burtséð frá WAB og WOW Aðspurð um hvernig þeim lítist á þau tvö „íslensku“ flugfélög sem nú eru í burðarliðnum, WOW air og WAB, og hvort þau geri ráð fyrir aukinni samkeppni á flugmarkaði vegna þeirra svöruðu Eva og Bogi á almennum nótum. Samkeppnin á þessum markaði sé gríðarleg, þó svo að hún hafi vissulega breyst með brotthvarfi WOW air. Þannig hafi 25 flugfélög flogið til og frá Íslandi í sumar og 15 flugfélög flogið hingað til lands allt árið um kring. „Takist okkur að standa í þessari samkeppni getum við staðið í samkeppni við félög sem staðsett eru á Íslandi,“ segir Bogi. Icelandair sé fyrst og fremst að horfa til þess að bæta eigin rekstur, samkeppnin er og verður áfram mikil.Hér að neðan má hlusta á Úlfar Steindórsson ræða við Bítismenn og Ásdísi Kristjánsdóttur, hagfræðing Samtaka atvinnulífsins, um efnahagsmál í morgun.
Fréttir af flugi Icelandair Play Tengdar fréttir Icelandair og Boeing ná samkomulagi um frekari bætur Viðræður er enn sagðar standa yfir um frekari bætur vegna kyrrsetningar Max-vélanna. 31. október 2019 21:41 Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Icelandair og Boeing ná samkomulagi um frekari bætur Viðræður er enn sagðar standa yfir um frekari bætur vegna kyrrsetningar Max-vélanna. 31. október 2019 21:41