150 milljónir króna áætlaðar vegna brunaskemmda í Seljaskóla Atli Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2019 09:21 Tjónið var mikið eftir brunann í maí. vísir/jóhann k Kostnaður við viðgerðir vegna brunaskemmda í Seljaskóla í Reykjavík er áætlaður 150 milljónir króna. Innkauparáð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku að semja við verktakafyrirtækið Kappa ehf um endurbætur á húsnæði skólans en eldur kom þar upp bæði í mars og maí síðastliðinn. Í fundargerð ráðsins kemur fram að áætluð upphæð samningskaupa sé 150 milljónir króna og sé áætlað er að húsnæðið verði tilbúið til kennslu eigi síðar en haustið 2020. Bruni varð í tengigangi milli húsa 7 og 9 í skólanum þann 8. mars síðastliðinn og þá varð nær altjón á húsi 4 í eldsvoða þann 12. maí. Þrír piltar játuðu aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoðans í maí. Bruninn í maí hafði mikil áhrif á skólastarfið þar sem loka þurfti sex kennslustofum. Þurfti hluti nemenda í Seljaskóla um tíma að sækja nám í Fellaskóla.Verktaki á vegum VÍS Húseignir borgarinnar eru brunatryggðar hjá VÍS, en í samningi vegna brunatrygginga er tiltekið að borgin geti valið að láta tryggingafélagið sjá um viðgerð eftir tjón í stað greiðslu tryggingabóta. Í samræmi við samninginn hafi verið ákveðið að verktakafyrirtækið Kappar ehf, sem er á vegum VÍS, sjái um vinnuna í Seljaskóla á vegum tryggingafélagsins sem brunatryggingin nær yfir. Samhliða framkvæmdunum á vegum tryggingafélagsins hefur verið ákveðið að gera talsverðar breytingar á húsnæðinu frá því sem áður var, til að það samræmist núgildandi kröfum reglugerða, kennsluháttum og áherslum í skólastarfi. Snúa breytingarnar að því að tryggja aukið öryggi með tilliti til brunavarna, og gera breytingar á lagnakerfum. Kostnaði við framkvæmdirnar verður hlutfallslega skipt milli borgarinnar og VÍS eftir því sem við á. Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Játa aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoða í Seljaskóla Rannsókn lögreglu á bruna í Seljaskóla aðfaranótt sunnudagsins 12. maí síðastliðins er langt komin. 16. maí 2019 14:05 Skólastarf hefst á ný eftir eldsvoða Skólastarf mun hefjast að nýju í Seljaskóla í Breiðholti í dag en starfsmenn skólans nýttu daginn í gær í hreinsun á skólanum. 14. maí 2019 07:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Kostnaður við viðgerðir vegna brunaskemmda í Seljaskóla í Reykjavík er áætlaður 150 milljónir króna. Innkauparáð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku að semja við verktakafyrirtækið Kappa ehf um endurbætur á húsnæði skólans en eldur kom þar upp bæði í mars og maí síðastliðinn. Í fundargerð ráðsins kemur fram að áætluð upphæð samningskaupa sé 150 milljónir króna og sé áætlað er að húsnæðið verði tilbúið til kennslu eigi síðar en haustið 2020. Bruni varð í tengigangi milli húsa 7 og 9 í skólanum þann 8. mars síðastliðinn og þá varð nær altjón á húsi 4 í eldsvoða þann 12. maí. Þrír piltar játuðu aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoðans í maí. Bruninn í maí hafði mikil áhrif á skólastarfið þar sem loka þurfti sex kennslustofum. Þurfti hluti nemenda í Seljaskóla um tíma að sækja nám í Fellaskóla.Verktaki á vegum VÍS Húseignir borgarinnar eru brunatryggðar hjá VÍS, en í samningi vegna brunatrygginga er tiltekið að borgin geti valið að láta tryggingafélagið sjá um viðgerð eftir tjón í stað greiðslu tryggingabóta. Í samræmi við samninginn hafi verið ákveðið að verktakafyrirtækið Kappar ehf, sem er á vegum VÍS, sjái um vinnuna í Seljaskóla á vegum tryggingafélagsins sem brunatryggingin nær yfir. Samhliða framkvæmdunum á vegum tryggingafélagsins hefur verið ákveðið að gera talsverðar breytingar á húsnæðinu frá því sem áður var, til að það samræmist núgildandi kröfum reglugerða, kennsluháttum og áherslum í skólastarfi. Snúa breytingarnar að því að tryggja aukið öryggi með tilliti til brunavarna, og gera breytingar á lagnakerfum. Kostnaði við framkvæmdirnar verður hlutfallslega skipt milli borgarinnar og VÍS eftir því sem við á.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Játa aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoða í Seljaskóla Rannsókn lögreglu á bruna í Seljaskóla aðfaranótt sunnudagsins 12. maí síðastliðins er langt komin. 16. maí 2019 14:05 Skólastarf hefst á ný eftir eldsvoða Skólastarf mun hefjast að nýju í Seljaskóla í Breiðholti í dag en starfsmenn skólans nýttu daginn í gær í hreinsun á skólanum. 14. maí 2019 07:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Játa aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoða í Seljaskóla Rannsókn lögreglu á bruna í Seljaskóla aðfaranótt sunnudagsins 12. maí síðastliðins er langt komin. 16. maí 2019 14:05
Skólastarf hefst á ný eftir eldsvoða Skólastarf mun hefjast að nýju í Seljaskóla í Breiðholti í dag en starfsmenn skólans nýttu daginn í gær í hreinsun á skólanum. 14. maí 2019 07:45