Bjóða óleyfilega flugþjónustu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. nóvember 2019 06:45 Flugvél í aðflugi. Fréttablaðið/Pjetur Borið hefur á því að aðilar auglýsi á vefsíðum farþegaflug, til dæmis útsýnisflug, án þess að hafa flugrekstrarleyfi. Samgöngustofa, sem gefur út leyfin, brýnir fyrir fólki að kanna hvort viðkomandi félag hafi gilt leyfi áður en þjónustan er keypt. „Þetta eru litlar flugvélar sem um ræðir en ekki stórir flugrekendur,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. En einkaflugmenn eiga að þekkja þessar reglur og flestir fara eftir þeim. Flug án leyfis hefur komið til tals í tengslum við Þjóðhátíð á undanförnum árum. Vegna fjölgunar ferðamanna hefur útsýnisflug aukist, bæði með flugvélum og þyrlum. Isavia hefur eftirlit á stóru flugvöllunum en um allt land eru flugvellir og lendingarstaðir sem ekki eru undir eftirliti þeirra. „Viðurlög við brotum á loftferðalögum og reglum settum á grundvelli þeirra geta verið sektir eða fangelsi,“ segir Þórhildur. „Einnig er hugsanlegt að þeir sem brjóta í bága við starfsleyfi eða skírteini geti misst réttindi sín eða réttindin verði takmörkuð.“ Þórhildur bendir jafnframt á að þó að flugrekstrarleyfi sé ekki til staðar þýði það ekki endilega að starfsemin sé ólögleg. Í ákveðnum tilvikum er vikið frá þessari skyldu, til dæmis varðandi óhagnaðardrifin kynningarflug flugskóla. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Borið hefur á því að aðilar auglýsi á vefsíðum farþegaflug, til dæmis útsýnisflug, án þess að hafa flugrekstrarleyfi. Samgöngustofa, sem gefur út leyfin, brýnir fyrir fólki að kanna hvort viðkomandi félag hafi gilt leyfi áður en þjónustan er keypt. „Þetta eru litlar flugvélar sem um ræðir en ekki stórir flugrekendur,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. En einkaflugmenn eiga að þekkja þessar reglur og flestir fara eftir þeim. Flug án leyfis hefur komið til tals í tengslum við Þjóðhátíð á undanförnum árum. Vegna fjölgunar ferðamanna hefur útsýnisflug aukist, bæði með flugvélum og þyrlum. Isavia hefur eftirlit á stóru flugvöllunum en um allt land eru flugvellir og lendingarstaðir sem ekki eru undir eftirliti þeirra. „Viðurlög við brotum á loftferðalögum og reglum settum á grundvelli þeirra geta verið sektir eða fangelsi,“ segir Þórhildur. „Einnig er hugsanlegt að þeir sem brjóta í bága við starfsleyfi eða skírteini geti misst réttindi sín eða réttindin verði takmörkuð.“ Þórhildur bendir jafnframt á að þó að flugrekstrarleyfi sé ekki til staðar þýði það ekki endilega að starfsemin sé ólögleg. Í ákveðnum tilvikum er vikið frá þessari skyldu, til dæmis varðandi óhagnaðardrifin kynningarflug flugskóla.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira