Veisla fyrir skilningarvitin í Fischer Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 1. nóvember 2019 07:00 Nýi ilmurinn sem kynntur verður í Fischer í dag, en hann heitir Fischer Nr. 8. Þær Lilja, Sigurrós Elín og Ingibjörg Birgisdætur standa vaktina í Fischer í Fischersundi. Þær segja það tilfallandi hvað kalla skuli Fischer, einn daginn sé þetta verslun, gallerí en í þessu tilfelli fyrst og fremst ilmhús. Fjölskyldan er samrýnd og hver kemur með sitt sérsvið inn í rekstur Fischer. Rósa blandar svo ilmina af kostgæfni, en heilar 60 mismunandi olíur þurfti til að skapa nýjasta ilminn, Fischer nr. 8. Hann blandaði Rósa með bróður systranna, Jónsa, forsprakka hljómsveitarinnar Sigur Rósar.Ekki bara verslun „Fischer er fyrst og fremst fjölskylduverkefni,“ segir Lilja. „Við höfum alltaf átt erfitt með að skilgreina okkur því okkur langar að gera svo ótrúlega margt,“ bætir Ingibjörg við. Systurnar segja Fischer vera blöndu af galleríi, ilmhúsi, verslun og einfaldlega því sem þeim dettur næst í hug.Systurnar Rósa, Lilja og Ingibjörg með fjölskylduhundinn Atlas.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Núna erum við að kynna til sögunnar þennan nýja ilm, sem gerður er af Jónsa bróður. Nafnið er tilkomið af því að útkoman var fullkomnuð í áttunda skiptið. Hann langaði mikið að gera ferskan ilm, en hinir tveir voru aðeins þyngri. Jónsi hefur náttúrulega verið að pæla í ilmvötnum og ilmolíum í mörg ár,“ segir Lilja. Ingibjörg segir að Jónsi hafi algjörlega verið forsprakkinn í fjölskyldunni þegar það kom að ilmum en hafi komið þeim systrunum upp á lagið og í dag hafi þær mikinn áhuga að gera vandaða ilmi úr íslenskum hráefnum. „Hann kom okkur upp á lagið og við þurftum svo eiginlega að snúa smá upp á höndina á honum til að fá hann til að sleppa þessum ilmum út í heiminn. Hann er svo mikill fullkomnunarsinni að hann getur aldrei klárað neitt, en við bara gengum á eftir því. Rósa og Jónsi starfa náið saman að því þróa ilmina, þannig að þetta er orðið svolítið samstarfsverkefni núna, en hann er alveg nefið,“ segir Ingibjörg og systurnar hlæja.Allir taka virkan þátt Áður hefur Fischer gert tvo ilmi sem heita Fischer nr. 23 og 54. „Þannig já, það voru sem sagt tilraunir númer 23 og 54. Svo gera Rósa og Jónsi endalaust af útfærslum,“ segir Lilja. „Þetta er eina handgerða íslenska ilmvatnið með íslenskum olíum, sem eru þær hreinustu í heimi. Svo er líka svo skemmtilegt að olíurnar lykta ólíkt á mismunandi einstaklingum,“ segir Rósa. Megnið af vörum búðarinnar er hannað af systkinahópnum eða mökum, en kærastar Ingibjargar og Lilju taka virkan þátt í rekstri búðarinnar. Þeir eru báðir tónlistarmenn.Það kennir ýmissa grasa í skynjunarhúsinu Fischer.Atlas leggur sitt af mörkum Systurnar segjast leggja mikið upp í því að vera með umhverfisvænar áherslur og lágmarka notkun umbúða eftir fremsta megni, en þær selji meðal annars sérstök sjampóstykki sem eru vinsæl meðal þeirra sem vilja forðast plastbrúsana. „Okkur sjálfar langaði að minnka eigin plastnotkun og þá fórum við í að þróa stykkin,“ segir Rósa. Þær eru sammála um að vörurnar í búðinni séu allar eitthvað sem þær sjálfar myndu vilja kaupa og þær valdar inn af ástríðu. „Síðan langaði okkur að gera umhverfisvænar vörur meira aðlaðandi fyrir fólk,“ segir Ingibjörg. „Inga systir er yfirhönnuður Fischer og er búin að gera þetta allt voðalega sexí þannig að þetta virkar líka sem falleg gjafavara.“ Fjölskylduhundurinn hann Atlas er hvers manns hugljúfi og tekur gestum fagnandi. Hann leggur líka sitt af mörkum, því að í búðinni er seld sérstök hundasápa innblásin af honum. „Hann er algjör sveitahundur, veltir sér um á jörðinni. Svo hoppar hann út í sjó og verður alveg ógeðslega skítugur. Þannig að við vildum hanna sápu innblásna af honum,“ segir Ingibjörg.Allir leggja sitt af mörkum til að skapa áhugaverða upplifun fyrir gestina.Innblástur frá lækningajurtum Fischer var stofnað í desember árið 2017. „Við byrjuðum fyrst mest að vinna með íslenskar lækningajurtir og fornar lækningaaðferðir, sem voru eiginlega algjört galdrakukl. Við fengum innblásturinn úr bókinni Íslenskir þjóðhættir. Mikið af listinni er upp úr henni. Síðan þá höfum við þróast yfir í að gera bara alls konar. Þessi búð er svo lítið þannig, hún fer bara eftir því hvernig andinn kemur yfir okkur," segir Lilja. „Þetta er fyrst og fremst vettvangur fyrir okkar hugmyndir. Við höfum meira að segja hugsað um að hafa reif í kjallaranum,“ segir Rósa hlæjandi. „Við gáfum meira að segja út partíplötu. Við erum líka í tónlistinni, því okkur langar að einbeita okkur að öllum skynjunum. Hópurinn er með fjölþætta reynslu. Kærastar okkar gera tónlist og svo auðvitað Jónsi bróðir líka, þannig að það fléttast inn í. Svo kemur tónlist með hverjum ilm. Okkur langaði að tengja það saman, að búa til alhliða skynjun, bæði hljóð og lykt. Það gerir upplifunina sterkari,“ segir Ingibjörg. „Mamma og pabbi eru líka stór þáttur í þessu. Pabbi er algjör þúsundþjalasmiður, setur allt upp, gerir og græjar. Svo heldur mamma utan um þetta allt saman,“ segir Lilja.Suma daga er Fischer meira eins og gallerí, aðra daga ilmhús.Upplifun fyrir skilningarvitin Gestum Fischer dettur eflaust ekki endilega fyrst í hug að um búð sé að ræða þegar gengið er inn. „Þetta er meira eins og skynjunarhús. Við leggjum svo mikla áherslu á upplifun gesta. Það eru alls konar leyni-upplifanir faldar út um allt. Í kjallaranum er til dæmis ilmsýning, svo erum við með myndbandsverk, tónlist og list. Okkur langar að gestirnir upplifi eitthvað með öllum skilningarvitunum. Mynd, hljóð, lykt og bragð. Við bjóðum til að mynda um á snafs í kvöld gerðan úr íslenskum lækningajurtum sem við notum mikið í vörurnar okkar, þannig að hann er mjög hollur,“ segir Lilja. Í dag milli klukkan 17.00 og 19.00 bjóða Birgisbörn alla velkomna til að smakka, hlusta, horfa en um fram allt að lykta af nýja ilminum í skynjunarhúsinu Fischer í Fischersundi 3 í miðbænum. Birtist í Fréttablaðinu Sigur Rós Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Þær Lilja, Sigurrós Elín og Ingibjörg Birgisdætur standa vaktina í Fischer í Fischersundi. Þær segja það tilfallandi hvað kalla skuli Fischer, einn daginn sé þetta verslun, gallerí en í þessu tilfelli fyrst og fremst ilmhús. Fjölskyldan er samrýnd og hver kemur með sitt sérsvið inn í rekstur Fischer. Rósa blandar svo ilmina af kostgæfni, en heilar 60 mismunandi olíur þurfti til að skapa nýjasta ilminn, Fischer nr. 8. Hann blandaði Rósa með bróður systranna, Jónsa, forsprakka hljómsveitarinnar Sigur Rósar.Ekki bara verslun „Fischer er fyrst og fremst fjölskylduverkefni,“ segir Lilja. „Við höfum alltaf átt erfitt með að skilgreina okkur því okkur langar að gera svo ótrúlega margt,“ bætir Ingibjörg við. Systurnar segja Fischer vera blöndu af galleríi, ilmhúsi, verslun og einfaldlega því sem þeim dettur næst í hug.Systurnar Rósa, Lilja og Ingibjörg með fjölskylduhundinn Atlas.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Núna erum við að kynna til sögunnar þennan nýja ilm, sem gerður er af Jónsa bróður. Nafnið er tilkomið af því að útkoman var fullkomnuð í áttunda skiptið. Hann langaði mikið að gera ferskan ilm, en hinir tveir voru aðeins þyngri. Jónsi hefur náttúrulega verið að pæla í ilmvötnum og ilmolíum í mörg ár,“ segir Lilja. Ingibjörg segir að Jónsi hafi algjörlega verið forsprakkinn í fjölskyldunni þegar það kom að ilmum en hafi komið þeim systrunum upp á lagið og í dag hafi þær mikinn áhuga að gera vandaða ilmi úr íslenskum hráefnum. „Hann kom okkur upp á lagið og við þurftum svo eiginlega að snúa smá upp á höndina á honum til að fá hann til að sleppa þessum ilmum út í heiminn. Hann er svo mikill fullkomnunarsinni að hann getur aldrei klárað neitt, en við bara gengum á eftir því. Rósa og Jónsi starfa náið saman að því þróa ilmina, þannig að þetta er orðið svolítið samstarfsverkefni núna, en hann er alveg nefið,“ segir Ingibjörg og systurnar hlæja.Allir taka virkan þátt Áður hefur Fischer gert tvo ilmi sem heita Fischer nr. 23 og 54. „Þannig já, það voru sem sagt tilraunir númer 23 og 54. Svo gera Rósa og Jónsi endalaust af útfærslum,“ segir Lilja. „Þetta er eina handgerða íslenska ilmvatnið með íslenskum olíum, sem eru þær hreinustu í heimi. Svo er líka svo skemmtilegt að olíurnar lykta ólíkt á mismunandi einstaklingum,“ segir Rósa. Megnið af vörum búðarinnar er hannað af systkinahópnum eða mökum, en kærastar Ingibjargar og Lilju taka virkan þátt í rekstri búðarinnar. Þeir eru báðir tónlistarmenn.Það kennir ýmissa grasa í skynjunarhúsinu Fischer.Atlas leggur sitt af mörkum Systurnar segjast leggja mikið upp í því að vera með umhverfisvænar áherslur og lágmarka notkun umbúða eftir fremsta megni, en þær selji meðal annars sérstök sjampóstykki sem eru vinsæl meðal þeirra sem vilja forðast plastbrúsana. „Okkur sjálfar langaði að minnka eigin plastnotkun og þá fórum við í að þróa stykkin,“ segir Rósa. Þær eru sammála um að vörurnar í búðinni séu allar eitthvað sem þær sjálfar myndu vilja kaupa og þær valdar inn af ástríðu. „Síðan langaði okkur að gera umhverfisvænar vörur meira aðlaðandi fyrir fólk,“ segir Ingibjörg. „Inga systir er yfirhönnuður Fischer og er búin að gera þetta allt voðalega sexí þannig að þetta virkar líka sem falleg gjafavara.“ Fjölskylduhundurinn hann Atlas er hvers manns hugljúfi og tekur gestum fagnandi. Hann leggur líka sitt af mörkum, því að í búðinni er seld sérstök hundasápa innblásin af honum. „Hann er algjör sveitahundur, veltir sér um á jörðinni. Svo hoppar hann út í sjó og verður alveg ógeðslega skítugur. Þannig að við vildum hanna sápu innblásna af honum,“ segir Ingibjörg.Allir leggja sitt af mörkum til að skapa áhugaverða upplifun fyrir gestina.Innblástur frá lækningajurtum Fischer var stofnað í desember árið 2017. „Við byrjuðum fyrst mest að vinna með íslenskar lækningajurtir og fornar lækningaaðferðir, sem voru eiginlega algjört galdrakukl. Við fengum innblásturinn úr bókinni Íslenskir þjóðhættir. Mikið af listinni er upp úr henni. Síðan þá höfum við þróast yfir í að gera bara alls konar. Þessi búð er svo lítið þannig, hún fer bara eftir því hvernig andinn kemur yfir okkur," segir Lilja. „Þetta er fyrst og fremst vettvangur fyrir okkar hugmyndir. Við höfum meira að segja hugsað um að hafa reif í kjallaranum,“ segir Rósa hlæjandi. „Við gáfum meira að segja út partíplötu. Við erum líka í tónlistinni, því okkur langar að einbeita okkur að öllum skynjunum. Hópurinn er með fjölþætta reynslu. Kærastar okkar gera tónlist og svo auðvitað Jónsi bróðir líka, þannig að það fléttast inn í. Svo kemur tónlist með hverjum ilm. Okkur langaði að tengja það saman, að búa til alhliða skynjun, bæði hljóð og lykt. Það gerir upplifunina sterkari,“ segir Ingibjörg. „Mamma og pabbi eru líka stór þáttur í þessu. Pabbi er algjör þúsundþjalasmiður, setur allt upp, gerir og græjar. Svo heldur mamma utan um þetta allt saman,“ segir Lilja.Suma daga er Fischer meira eins og gallerí, aðra daga ilmhús.Upplifun fyrir skilningarvitin Gestum Fischer dettur eflaust ekki endilega fyrst í hug að um búð sé að ræða þegar gengið er inn. „Þetta er meira eins og skynjunarhús. Við leggjum svo mikla áherslu á upplifun gesta. Það eru alls konar leyni-upplifanir faldar út um allt. Í kjallaranum er til dæmis ilmsýning, svo erum við með myndbandsverk, tónlist og list. Okkur langar að gestirnir upplifi eitthvað með öllum skilningarvitunum. Mynd, hljóð, lykt og bragð. Við bjóðum til að mynda um á snafs í kvöld gerðan úr íslenskum lækningajurtum sem við notum mikið í vörurnar okkar, þannig að hann er mjög hollur,“ segir Lilja. Í dag milli klukkan 17.00 og 19.00 bjóða Birgisbörn alla velkomna til að smakka, hlusta, horfa en um fram allt að lykta af nýja ilminum í skynjunarhúsinu Fischer í Fischersundi 3 í miðbænum.
Birtist í Fréttablaðinu Sigur Rós Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira