Tveimur gíslum Talibana sleppt úr haldi eftir rúm þrjú ár Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2019 11:47 Ashraf Ghani, forseti Afganistan, og þeir Timothy Weeks (efri) og Kevin King (neðri). Vísir/AP Talibanar hafa sleppt tveimur vestrænum gíslum sem hafa verið í haldi þeirra frá 2016. Það var gert í skiptum fyrir þrjá leiðtoga Talibana sem var sleppt var úr haldi ríkisstjórnar Afganistan. Gíslarnir tveir eru Kevin King frá Bandaríkjunum og Timothy Weeks frá Ástralíu. Talibanarnir sem um ræðir eru sagðir hafa verið fluttir úr landi í gær. Þeim var flogið til Katar. Bæði King og Weeks voru prófessorar í Bandaríska háskólanum í Kabúl, höfuðborg Afganistan og var þeim rænt fyrir utan skólann. Árið 2017 voru birt tvö myndbönd af þeim, þar sem þeir virtust horaðir og illna haldnir. Í kjölfar birtingar seinna myndbandsins var gerð tilraun til að frelsa þá úr haldi en þá voru þeir ekki á þeim stað sem sérsveitarmenn Bandaríkjanna réðust á.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar biðu Talibanar með að sleppa þeim úr haldi þar til meðlimirnir þrír voru lentir í Katar.Ekki liggur fyrir hvort gíslarnir voru afhentir yfirvöldum í Afganistan, bandarískum hermönnum eða milliliðum og ekki er vitað hvar þeir eru nú. Ashraf Ghani, forseti Afganistan, tilkynnti skiptin í sjónvarpsávarpi í dag og sagði að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða. Hann væri þó viss um að hún væri í hag afgönsku þjóðarinnar. Vonast er til þess að með skiptunum verði hægt að endurræsa friðarviðræður og binda enda á 18 ára stríð í Afganistan og undirbúa það að allir hermenn Bandaríkjanna verði fluttir þaðan. Bandaríkin og Talibanar voru sagðir nálægt samkomulagi í september en mannskæðar árásir Talibana leiddu til þess að Donald Trump, forseti, sleit viðræðunum nokkrum dögum áður en forsvarsmenn Talibana áttu að ferðast til Camp David í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Sagði Trump hafa viljað horfa í augun á TalibönumTalibanar hafa ekki viljað ræða með beinum hætti við ríkisstjórn Afganistan og segja þá hana leppstjórn Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem var sleppt er Anas Haqqani, sem leiðir svokallaða Haqqani Network deild Talibana. Sú deild er talin standa á bakvið fjölda mannskæðra árása gegn almennum borgurum á undanförnum árum. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Talibanar hafa sleppt tveimur vestrænum gíslum sem hafa verið í haldi þeirra frá 2016. Það var gert í skiptum fyrir þrjá leiðtoga Talibana sem var sleppt var úr haldi ríkisstjórnar Afganistan. Gíslarnir tveir eru Kevin King frá Bandaríkjunum og Timothy Weeks frá Ástralíu. Talibanarnir sem um ræðir eru sagðir hafa verið fluttir úr landi í gær. Þeim var flogið til Katar. Bæði King og Weeks voru prófessorar í Bandaríska háskólanum í Kabúl, höfuðborg Afganistan og var þeim rænt fyrir utan skólann. Árið 2017 voru birt tvö myndbönd af þeim, þar sem þeir virtust horaðir og illna haldnir. Í kjölfar birtingar seinna myndbandsins var gerð tilraun til að frelsa þá úr haldi en þá voru þeir ekki á þeim stað sem sérsveitarmenn Bandaríkjanna réðust á.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar biðu Talibanar með að sleppa þeim úr haldi þar til meðlimirnir þrír voru lentir í Katar.Ekki liggur fyrir hvort gíslarnir voru afhentir yfirvöldum í Afganistan, bandarískum hermönnum eða milliliðum og ekki er vitað hvar þeir eru nú. Ashraf Ghani, forseti Afganistan, tilkynnti skiptin í sjónvarpsávarpi í dag og sagði að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða. Hann væri þó viss um að hún væri í hag afgönsku þjóðarinnar. Vonast er til þess að með skiptunum verði hægt að endurræsa friðarviðræður og binda enda á 18 ára stríð í Afganistan og undirbúa það að allir hermenn Bandaríkjanna verði fluttir þaðan. Bandaríkin og Talibanar voru sagðir nálægt samkomulagi í september en mannskæðar árásir Talibana leiddu til þess að Donald Trump, forseti, sleit viðræðunum nokkrum dögum áður en forsvarsmenn Talibana áttu að ferðast til Camp David í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Sagði Trump hafa viljað horfa í augun á TalibönumTalibanar hafa ekki viljað ræða með beinum hætti við ríkisstjórn Afganistan og segja þá hana leppstjórn Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem var sleppt er Anas Haqqani, sem leiðir svokallaða Haqqani Network deild Talibana. Sú deild er talin standa á bakvið fjölda mannskæðra árása gegn almennum borgurum á undanförnum árum.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira