„Jane Doe 15“ vill svör frá Andrési prins Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. nóvember 2019 06:51 Mynd úr skjölum málsins sem sýnir konuna, sem gengur undir dulnefninu Jane Doe 15, á unglingsárunum. Vísir/afp Kona, sem segir Jeffrey Epstein hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar hún var 15 ára gömul, hefur höfðað mál gegn dánarbúi bandaríska auðkýfingsins. Á blaðamannafundi í gær með lögmanni sínum, sem sjá má neðst í fréttinni, kallaði konan jafnframt eftir því að Andrés Bretaprins myndi segja allan sannleikann um samskipti sín við Epstein. Prinsinn steig fram í viðtali um helgina sem lýst hefur verið sem stórslysi. Konan, sem í dag er 31 árs gömul, var ekki nafngreind á fundinum í gær en reiðir sig þess í stað á dulnefnið „Jane Doe 15.“ Hún segir að aðstoðarfólk Epstein hafi sett sig í samband við sig þegar hún var á skólaferðalagi í New York árið 2004. Það hafi tjáð henni að auðkýfingurinn hefði áhuga á að styðja við fátækt, ungt fólk og buðu henni og öðrum stúlkum að hitta Epstein á búgarði hans í Nýju Mexíkó. Þangað var þeim flogið á einkaþotu, áður en Epstein braut síðan kynferðislega á þeim. Sjá einnig: „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Konan lýsti brotunum á blaðamannafundinum í gær sem „hrottalegum og ítrekuðum kynferðisbrotum“ og að Epstein hafi hrifsað „kynferðislegt sakleysi“ hennar. Auk þess að kalla eftir því að Andrés Bretaprins myndi vinna með bandarískum lögregluyfirvöldum, sem rannsaka nú á annan tug ásakana á hendur Epstein, lýsti konan því sem fram fór í einkaþotu auðkýfingsins. „Þegar ég valdi mér sæti í einkaþotunni sagði Jeffrey mér að hér sæti vinur hans Bill Clinton alltaf, til þess að sannfæra mig um að þetta væri eðlileg hegðun,“ sagði konan. Epstein er sagður hafa fyrirfarið sér í fangaklefa sínum í ágúst eftir að hafa verið handtekin vegna gruns um kynferðisbrot og mansal á ungum stúlkum. Hann hafði áður neitað sök. Blaðamannafund stúlkunnar og lögmannsins Gloriu Allred má sjá hér að neðan. Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Andrés Bretaprins hafnar ásökunum um nauðgun Prinsinn var til viðtals hjá BBC í gær þar sem hann ræddi meðala annars tengsl sín við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2019 09:39 Eins og að horfa á mann sökkva í kviksyndi Lögmaður fimm þolenda barnaníðingsins og auðjöfursins Jeffreys Epstein segir að viðtal BBC við Andrés Bretaprins, vin Epsteins, um ásakanir gegn prinsinum hafi verið hamfarakennt. 18. nóvember 2019 18:45 „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Kona, sem segir Jeffrey Epstein hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar hún var 15 ára gömul, hefur höfðað mál gegn dánarbúi bandaríska auðkýfingsins. Á blaðamannafundi í gær með lögmanni sínum, sem sjá má neðst í fréttinni, kallaði konan jafnframt eftir því að Andrés Bretaprins myndi segja allan sannleikann um samskipti sín við Epstein. Prinsinn steig fram í viðtali um helgina sem lýst hefur verið sem stórslysi. Konan, sem í dag er 31 árs gömul, var ekki nafngreind á fundinum í gær en reiðir sig þess í stað á dulnefnið „Jane Doe 15.“ Hún segir að aðstoðarfólk Epstein hafi sett sig í samband við sig þegar hún var á skólaferðalagi í New York árið 2004. Það hafi tjáð henni að auðkýfingurinn hefði áhuga á að styðja við fátækt, ungt fólk og buðu henni og öðrum stúlkum að hitta Epstein á búgarði hans í Nýju Mexíkó. Þangað var þeim flogið á einkaþotu, áður en Epstein braut síðan kynferðislega á þeim. Sjá einnig: „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Konan lýsti brotunum á blaðamannafundinum í gær sem „hrottalegum og ítrekuðum kynferðisbrotum“ og að Epstein hafi hrifsað „kynferðislegt sakleysi“ hennar. Auk þess að kalla eftir því að Andrés Bretaprins myndi vinna með bandarískum lögregluyfirvöldum, sem rannsaka nú á annan tug ásakana á hendur Epstein, lýsti konan því sem fram fór í einkaþotu auðkýfingsins. „Þegar ég valdi mér sæti í einkaþotunni sagði Jeffrey mér að hér sæti vinur hans Bill Clinton alltaf, til þess að sannfæra mig um að þetta væri eðlileg hegðun,“ sagði konan. Epstein er sagður hafa fyrirfarið sér í fangaklefa sínum í ágúst eftir að hafa verið handtekin vegna gruns um kynferðisbrot og mansal á ungum stúlkum. Hann hafði áður neitað sök. Blaðamannafund stúlkunnar og lögmannsins Gloriu Allred má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Andrés Bretaprins hafnar ásökunum um nauðgun Prinsinn var til viðtals hjá BBC í gær þar sem hann ræddi meðala annars tengsl sín við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2019 09:39 Eins og að horfa á mann sökkva í kviksyndi Lögmaður fimm þolenda barnaníðingsins og auðjöfursins Jeffreys Epstein segir að viðtal BBC við Andrés Bretaprins, vin Epsteins, um ásakanir gegn prinsinum hafi verið hamfarakennt. 18. nóvember 2019 18:45 „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Andrés Bretaprins hafnar ásökunum um nauðgun Prinsinn var til viðtals hjá BBC í gær þar sem hann ræddi meðala annars tengsl sín við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2019 09:39
Eins og að horfa á mann sökkva í kviksyndi Lögmaður fimm þolenda barnaníðingsins og auðjöfursins Jeffreys Epstein segir að viðtal BBC við Andrés Bretaprins, vin Epsteins, um ásakanir gegn prinsinum hafi verið hamfarakennt. 18. nóvember 2019 18:45
„Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00