„Ég var með aðra spurningu en það gengur bara ekkert að fá svar við þessari“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 18:45 Ráðherrar fóru undan í flæmingi og reyndu að komast hjá því að svara spurningum um Samherjamálið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, að mati stjórnarandstæðinga. Formaður Samfylkingarinnar byrjaði á því að kalla eftir afstöðu forsætisráðherra til ummæla sem höfð voru eftir Bjarna Benediktssyni í breska blaðinu The Guardian fyrir helgi. Þar er vitnað í ummæli Bjarna í íslenskum fjölmiðlum um að stjórnvöld í Namibíu séu spillt. „Mun hæstvirtur forsætisráðherra nú stíga fram fyrir skjöldu og biðjast afsökunar á þessum ummælum og gera það kristalklárt í augum umheimsins að hér sé ekki um að ræða ummæli sem eru í takt við stefnu Íslendinga eða íslenskra stjórnvalda?“ spurði Logi. „Af minni hálfu er það algjörlega ljóst og ég tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar allrar í þessu mál, það verða ekki liðin lögbrot og það verður farið yfir lagarammann,“ svaraði Katrín meðal annars. Þessi svör þóttu Loga ekki fullnægjandi. „Þú svarar ekki,“ kallaði hann utan úr þingsal.Sjá einnig: Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjamálið í The Guardian Þá spurðu þingmenn Pírata bæði forsætisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar og tengsl hans við Samherja. „Að fyrstu viðbrögð sjávarútvegsráðherra séu að hringja í Þorstein Má [Baldvinsson, sem steig til hliðar sem forstjóri Samherja] hvaða skilaboð sendir þetta út í samfélagið? Ég var með aðra spurningu en það gengur bara ekkert að fá svar við þessari,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og beindi spurningu sinni til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. „Hæstvirtur sjávarútvegsráðherra mat sitt hæfi sjálfur, það er hann sem þarf að svara fyrir það og ég þarf ekki að svara fyrir það hvað mér finnst,“ svaraði Sigurður Ingi meðal annars. Halldóra Mogensen, flokkssystir Þórhildar Sunnu hafði þá áður borið upp sambærilega fyrirspurn til forsætisráðherra. „Er efling á trausti stjórnmála raunverulegt markmið eða er þetta bara svona skraut?“ spurði Halldóra. Katrín Jakobsdóttir sagðist hafa verið alveg skýr um afstöðu ríkisstjórnarinnar vegna málsins, þau meintu brot sem átt hafi sér stað verði ekki liðin. Það komi aftur á móti ekkert fram í þeim gögnum sem birt voru í síðustu viku sem bendi til þess að Kristján Þór hafi haft vitneskju um meintar mútugreiðslur og spillingu. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02 Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjaskjölin í The Guardian Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, nýtti tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og innti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, eftir afstöðu hennar til ummæla sem höfð eru eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í breska blaðinu The Guardian um Samherjaskjölin. 18. nóvember 2019 15:32 Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Sjá meira
Ráðherrar fóru undan í flæmingi og reyndu að komast hjá því að svara spurningum um Samherjamálið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, að mati stjórnarandstæðinga. Formaður Samfylkingarinnar byrjaði á því að kalla eftir afstöðu forsætisráðherra til ummæla sem höfð voru eftir Bjarna Benediktssyni í breska blaðinu The Guardian fyrir helgi. Þar er vitnað í ummæli Bjarna í íslenskum fjölmiðlum um að stjórnvöld í Namibíu séu spillt. „Mun hæstvirtur forsætisráðherra nú stíga fram fyrir skjöldu og biðjast afsökunar á þessum ummælum og gera það kristalklárt í augum umheimsins að hér sé ekki um að ræða ummæli sem eru í takt við stefnu Íslendinga eða íslenskra stjórnvalda?“ spurði Logi. „Af minni hálfu er það algjörlega ljóst og ég tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar allrar í þessu mál, það verða ekki liðin lögbrot og það verður farið yfir lagarammann,“ svaraði Katrín meðal annars. Þessi svör þóttu Loga ekki fullnægjandi. „Þú svarar ekki,“ kallaði hann utan úr þingsal.Sjá einnig: Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjamálið í The Guardian Þá spurðu þingmenn Pírata bæði forsætisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar og tengsl hans við Samherja. „Að fyrstu viðbrögð sjávarútvegsráðherra séu að hringja í Þorstein Má [Baldvinsson, sem steig til hliðar sem forstjóri Samherja] hvaða skilaboð sendir þetta út í samfélagið? Ég var með aðra spurningu en það gengur bara ekkert að fá svar við þessari,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og beindi spurningu sinni til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. „Hæstvirtur sjávarútvegsráðherra mat sitt hæfi sjálfur, það er hann sem þarf að svara fyrir það og ég þarf ekki að svara fyrir það hvað mér finnst,“ svaraði Sigurður Ingi meðal annars. Halldóra Mogensen, flokkssystir Þórhildar Sunnu hafði þá áður borið upp sambærilega fyrirspurn til forsætisráðherra. „Er efling á trausti stjórnmála raunverulegt markmið eða er þetta bara svona skraut?“ spurði Halldóra. Katrín Jakobsdóttir sagðist hafa verið alveg skýr um afstöðu ríkisstjórnarinnar vegna málsins, þau meintu brot sem átt hafi sér stað verði ekki liðin. Það komi aftur á móti ekkert fram í þeim gögnum sem birt voru í síðustu viku sem bendi til þess að Kristján Þór hafi haft vitneskju um meintar mútugreiðslur og spillingu.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02 Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjaskjölin í The Guardian Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, nýtti tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og innti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, eftir afstöðu hennar til ummæla sem höfð eru eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í breska blaðinu The Guardian um Samherjaskjölin. 18. nóvember 2019 15:32 Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Sjá meira
Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02
Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjaskjölin í The Guardian Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, nýtti tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og innti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, eftir afstöðu hennar til ummæla sem höfð eru eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í breska blaðinu The Guardian um Samherjaskjölin. 18. nóvember 2019 15:32
Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01