Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjaskjölin í The Guardian Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 15:32 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, nýtti tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og innti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, eftir afstöðu hennar til ummæla sem höfð eru eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í breska blaðinu The Guardian um Samherjaskjölin. Í umræddri grein sem birtist á vef Guardian á föstudaginn er haft eftir Bjarna að spilltum stjórnvöldum í Namibíu sé hugsanlega um að kenna. „Veik ríkisstjórn, spillt ríkisstjórn í þessu landi. Sem virðist vera undirliggjandi vandamál sem við sjáum núna,“ er meðal annars haft eftir Bjarna í viðtalinu. „Ég óska eftir að heyra hver viðbrögð hæstvirts forsætisráðherra eru við þeim sjónarmiðum að meintar mútur séu fyrst og fremst Namibíumönnum sjálfum að kenna. Er hún sammála hæstvirtum fjármálaráðherra? Hefur forsætisráðherra ekki áhyggjur af því að ráðherrar ríkisstjórnarinnar birtist umheiminum með þessi viðhorf?“ spurði Logi. Katrín svaraði fyrirspurn Loga um ummæli Bjarna ekki beint, þrátt fyrir ítrekun Loga í síðari ræðu, heldur gaf svar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. „Sú sem hér stendur hefur talað eins skýrt og hægt er. Íslenskt atvinnulíf og íslensk fyrirtæki eigi að fylgja lögum, íslensk stjórnvöld muni ekki líða það ef fyrirtæki brjóta lög. Það fer í réttan farveg og það er ekkert umburðarlyndi af hálfu íslenskra stjórnvalda til lögbrota,“ sagði Katrín. „Að minni hálfu er það algjörlega ljóst, og ég tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar allrar í þessu máli, þá verða ekki liðinn lögbrot. Það verður farið yfir lagarammann,“ sagði Katrín. Logi var heldur óhress með þessi svör, eða öllu heldur skort á svörum, og gekk að sæti forsætisráðherra í þingsal og lýsti óánægju sinni með að hún hafi ekki svarað fyrirspurninni um ummæli Bjarna í erlendum miðlum. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, nýtti tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og innti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, eftir afstöðu hennar til ummæla sem höfð eru eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í breska blaðinu The Guardian um Samherjaskjölin. Í umræddri grein sem birtist á vef Guardian á föstudaginn er haft eftir Bjarna að spilltum stjórnvöldum í Namibíu sé hugsanlega um að kenna. „Veik ríkisstjórn, spillt ríkisstjórn í þessu landi. Sem virðist vera undirliggjandi vandamál sem við sjáum núna,“ er meðal annars haft eftir Bjarna í viðtalinu. „Ég óska eftir að heyra hver viðbrögð hæstvirts forsætisráðherra eru við þeim sjónarmiðum að meintar mútur séu fyrst og fremst Namibíumönnum sjálfum að kenna. Er hún sammála hæstvirtum fjármálaráðherra? Hefur forsætisráðherra ekki áhyggjur af því að ráðherrar ríkisstjórnarinnar birtist umheiminum með þessi viðhorf?“ spurði Logi. Katrín svaraði fyrirspurn Loga um ummæli Bjarna ekki beint, þrátt fyrir ítrekun Loga í síðari ræðu, heldur gaf svar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. „Sú sem hér stendur hefur talað eins skýrt og hægt er. Íslenskt atvinnulíf og íslensk fyrirtæki eigi að fylgja lögum, íslensk stjórnvöld muni ekki líða það ef fyrirtæki brjóta lög. Það fer í réttan farveg og það er ekkert umburðarlyndi af hálfu íslenskra stjórnvalda til lögbrota,“ sagði Katrín. „Að minni hálfu er það algjörlega ljóst, og ég tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar allrar í þessu máli, þá verða ekki liðinn lögbrot. Það verður farið yfir lagarammann,“ sagði Katrín. Logi var heldur óhress með þessi svör, eða öllu heldur skort á svörum, og gekk að sæti forsætisráðherra í þingsal og lýsti óánægju sinni með að hún hafi ekki svarað fyrirspurninni um ummæli Bjarna í erlendum miðlum.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Sjá meira