Nýliðar Fjölnis hafa aðeins unnið einn leik af fyrstu sjö og eru í ellefta sæti deildarinnar.
„Ég er að velta fyrir mér hvort Fjölnisleikmennirnir séu að missa trúna. Þeir eru búnir að vera inn í leikjum og tapa þeim,“ sagði Sævar Sævarsson, einn sérfræðinga þáttanna.
„Þeir þurfa að vinna leikina í byrjun til þess að búa sér til einhverja von.“
„Þeir eru bara að átta sig á því hvað þeir eru lélegir og þeir eru búnir að missa trúna á verkefninu.“
Alla umræðuna má sjá hér að neðan.