Forsætisráðherra segir lögbrot fyrirtækja ekki verða liðin Heimir Már Pétursson skrifar 14. nóvember 2019 19:47 Þingmaður Pírata segir spillingu á Íslandi víðfeðma og vel skjalfesta sem bregðast verði við með aðgerðum. Forsætisráðherra segir margt hafa breyst frá hruni og það verði ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti lög og reglur hvorki innanlands né utan. Sérstök umræða var um spillingu á Alþingi í dag auk þess sem málefni Samherja fylltu óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði þá mynd vera að dragast upp af Íslandi að það væri spillingarbæli. „Ég skal nefna Vafningsmálið, ég skal nefna lekamálið, Orku Energy, landsréttarmálið, Panamaskjölin, gráa listann sem við sitjum núna á. Og svo auðvitað núna samherjaskjölin,” sagði Logi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði alvarlegt mál þegar formaður stjórnmálaflokks lýsti Íslandi sem spillingarbæli. „Gráa listunin er ekki dæmi um spillingu á Íslandi háttvirtur þingmaður. Þú ert bara í ruglinu með þessa nálgun á það mál,” sagði Bjarni og minnti á að einnig væri til svartur listi. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af þessu máli. Af sjálfsögðu hef ég áhyggjur af orðspori sem við Íslendingar getum séð bíða hnekki vegna þessa máls. Það ræðst af því hvernig við tökum á málinu hvernig úr því spilast,” sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Smári McCarthy þingmaður Pírata hóf sérstaka umræðu um spilling að loknum fyrirspurnatíma. „Liðin er sú tíð að fólk geti skýlt sér á bak við furðu og hneykslan þegar kemur að umræðu um spillingu á Íslandi. Hún er víðfeðm, hún er vel skjalfest og hún viðgengst svo gott sem óáreitt,” sagði Smári og vísaði til mála allt aftur fyrir hrun áður en hann vék beint að samherjamálinu. „Fyrir liggja sannanir um skipulagt arðrán á auðlindum annarrar þjóðar. Sannanir um gríðarlegar reglubundnar mútugreiðslur til embættismanna og stjórnmálamanna. Frá fyrirtæki sem verið hefur flaggberi íslensku útgerðarinnar og byggt auðsöfnun sína á nýtingu íslenskra auðlinda,” sagði Smári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var til andsvara og sagði margt hafa breyst til batnaðar frá hruni, meðal annars hefðu refsingar við mútugreiðslum nýlega verið hertar og frumvarp iðnaðarráðherra varðandi upplýsingar um raunverulega eigendur fyrirtækja verið samþykkt. Enn mæti gera betur. „Þegar íslensk fyrirtæki starfa í öðrum löndum bera þau ekki aðeins ábyrgð á sínu eigin orðspori. Þau bera ábyrgð á orðspori heils samfélags. Þannig að þetta er mál sem varðar okkur öll. Ekki bara einstök fyrirtæki. Því verður það ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti lög og reglur. Næsta skref hlýtur að vera að rannsaka þetta mál ofan í kjölinn,” sagði forsætisráðherra sem endaði daginn á Alþingi með því að mæla fyrir frumvarpi sínu um vernd uppljóstrara. Alþingi Samherjaskjölin Vafningsmálið Tengdar fréttir „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Bættu við kafla um spillingu og mútur í ársreikninginn Samherji vonast til þess að félagið verði búið að setja sér reglur um siðferði, spillingu, mannréttindi og mútur fyrir lok þessa árs. 13. nóvember 2019 11:45 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þingmaður Pírata segir spillingu á Íslandi víðfeðma og vel skjalfesta sem bregðast verði við með aðgerðum. Forsætisráðherra segir margt hafa breyst frá hruni og það verði ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti lög og reglur hvorki innanlands né utan. Sérstök umræða var um spillingu á Alþingi í dag auk þess sem málefni Samherja fylltu óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði þá mynd vera að dragast upp af Íslandi að það væri spillingarbæli. „Ég skal nefna Vafningsmálið, ég skal nefna lekamálið, Orku Energy, landsréttarmálið, Panamaskjölin, gráa listann sem við sitjum núna á. Og svo auðvitað núna samherjaskjölin,” sagði Logi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði alvarlegt mál þegar formaður stjórnmálaflokks lýsti Íslandi sem spillingarbæli. „Gráa listunin er ekki dæmi um spillingu á Íslandi háttvirtur þingmaður. Þú ert bara í ruglinu með þessa nálgun á það mál,” sagði Bjarni og minnti á að einnig væri til svartur listi. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af þessu máli. Af sjálfsögðu hef ég áhyggjur af orðspori sem við Íslendingar getum séð bíða hnekki vegna þessa máls. Það ræðst af því hvernig við tökum á málinu hvernig úr því spilast,” sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Smári McCarthy þingmaður Pírata hóf sérstaka umræðu um spilling að loknum fyrirspurnatíma. „Liðin er sú tíð að fólk geti skýlt sér á bak við furðu og hneykslan þegar kemur að umræðu um spillingu á Íslandi. Hún er víðfeðm, hún er vel skjalfest og hún viðgengst svo gott sem óáreitt,” sagði Smári og vísaði til mála allt aftur fyrir hrun áður en hann vék beint að samherjamálinu. „Fyrir liggja sannanir um skipulagt arðrán á auðlindum annarrar þjóðar. Sannanir um gríðarlegar reglubundnar mútugreiðslur til embættismanna og stjórnmálamanna. Frá fyrirtæki sem verið hefur flaggberi íslensku útgerðarinnar og byggt auðsöfnun sína á nýtingu íslenskra auðlinda,” sagði Smári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var til andsvara og sagði margt hafa breyst til batnaðar frá hruni, meðal annars hefðu refsingar við mútugreiðslum nýlega verið hertar og frumvarp iðnaðarráðherra varðandi upplýsingar um raunverulega eigendur fyrirtækja verið samþykkt. Enn mæti gera betur. „Þegar íslensk fyrirtæki starfa í öðrum löndum bera þau ekki aðeins ábyrgð á sínu eigin orðspori. Þau bera ábyrgð á orðspori heils samfélags. Þannig að þetta er mál sem varðar okkur öll. Ekki bara einstök fyrirtæki. Því verður það ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti lög og reglur. Næsta skref hlýtur að vera að rannsaka þetta mál ofan í kjölinn,” sagði forsætisráðherra sem endaði daginn á Alþingi með því að mæla fyrir frumvarpi sínu um vernd uppljóstrara.
Alþingi Samherjaskjölin Vafningsmálið Tengdar fréttir „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Bættu við kafla um spillingu og mútur í ársreikninginn Samherji vonast til þess að félagið verði búið að setja sér reglur um siðferði, spillingu, mannréttindi og mútur fyrir lok þessa árs. 13. nóvember 2019 11:45 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47
Bættu við kafla um spillingu og mútur í ársreikninginn Samherji vonast til þess að félagið verði búið að setja sér reglur um siðferði, spillingu, mannréttindi og mútur fyrir lok þessa árs. 13. nóvember 2019 11:45
Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08