Meint verkfallsbrot Árvakurs tekin fyrir í Félagsdómi á þriðjudag Sylvía Hall skrifar 14. nóvember 2019 18:00 Blaðamannafélagið hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs. Vísir/Vilhelm Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. Vinnustöðvunin var sú fyrsta í verkfallsaðgerðum Blaðamannafélagsins. Málið verður þingfest í Félagsdómi næstkomandi þriðjudag. Hin meintu brot snúast að fréttaskrifum blaðamanna Árvakurs á vef mbl.is á meðan vinnustöðvun stóð yfir. Á meðal þeirra sem grunuð eru um verkfallsbrot eru þrír félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands en níu blaðamenn birtu fréttir á vefnum á meðan vinnustöðvun stóð yfir. Skrif blaðamannanna vöktu mikla athygli og sendu átján vefblaðamenn mbl.is frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir vonbrigðum með ritstjóra sinn og samstarfsmenn. Á meðal þeirra sem skrifuðu undir voru fréttastjóri mbl.is og yfirmaður íþróttadeildar Morgunblaðsins. Sjá einnig: Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga „Um leið og blaðamenn á mbl.is lögðu niður störf í morgun tóku nokkrir blaðamenn á Morgunblaðinu, sem að öllu jöfnu skrifa ekki fréttir á mbl.is, til við að skrifa fréttir á mbl.is,“ sagði í yfirlýsingu starfsmannanna. Alls eru 22 fréttir tilgreindar í stefnu Blaðamannafélagsins sem birtust á milli 10 og 14 síðastliðinn föstudag. Fer Blaðamannafélagið fram á það að dómurinn viðurkenni að Árvakur hafi með birtingu fréttanna brotið gegn ákvæði laga um vinnudeilur þar sem segir að óheimilt sé að stuðla að því að afstýra vinnustöðvun sem hefur verið löglega hafin með aðstoð einstakra meðlima félaga sem standa að vinnustöðvuninni. Þá krefst Blaðamannafélag Íslands að Árvakur verði dæmt til sektargreiðslu sem og greiðslu málskotnaðar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00 Formaður Blaðamannafélags Íslands segist ekki bjartsýnn Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að fundur félagsins hjá Ríkissáttasemjara í dag hafi gengið ágætlega. Fundurinn hafi verið um klukkutíma langur en hann hafi ekki skilað niðurstöðu. 11. nóvember 2019 18:46 Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. Vinnustöðvunin var sú fyrsta í verkfallsaðgerðum Blaðamannafélagsins. Málið verður þingfest í Félagsdómi næstkomandi þriðjudag. Hin meintu brot snúast að fréttaskrifum blaðamanna Árvakurs á vef mbl.is á meðan vinnustöðvun stóð yfir. Á meðal þeirra sem grunuð eru um verkfallsbrot eru þrír félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands en níu blaðamenn birtu fréttir á vefnum á meðan vinnustöðvun stóð yfir. Skrif blaðamannanna vöktu mikla athygli og sendu átján vefblaðamenn mbl.is frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir vonbrigðum með ritstjóra sinn og samstarfsmenn. Á meðal þeirra sem skrifuðu undir voru fréttastjóri mbl.is og yfirmaður íþróttadeildar Morgunblaðsins. Sjá einnig: Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga „Um leið og blaðamenn á mbl.is lögðu niður störf í morgun tóku nokkrir blaðamenn á Morgunblaðinu, sem að öllu jöfnu skrifa ekki fréttir á mbl.is, til við að skrifa fréttir á mbl.is,“ sagði í yfirlýsingu starfsmannanna. Alls eru 22 fréttir tilgreindar í stefnu Blaðamannafélagsins sem birtust á milli 10 og 14 síðastliðinn föstudag. Fer Blaðamannafélagið fram á það að dómurinn viðurkenni að Árvakur hafi með birtingu fréttanna brotið gegn ákvæði laga um vinnudeilur þar sem segir að óheimilt sé að stuðla að því að afstýra vinnustöðvun sem hefur verið löglega hafin með aðstoð einstakra meðlima félaga sem standa að vinnustöðvuninni. Þá krefst Blaðamannafélag Íslands að Árvakur verði dæmt til sektargreiðslu sem og greiðslu málskotnaðar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00 Formaður Blaðamannafélags Íslands segist ekki bjartsýnn Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að fundur félagsins hjá Ríkissáttasemjara í dag hafi gengið ágætlega. Fundurinn hafi verið um klukkutíma langur en hann hafi ekki skilað niðurstöðu. 11. nóvember 2019 18:46 Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00
Formaður Blaðamannafélags Íslands segist ekki bjartsýnn Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að fundur félagsins hjá Ríkissáttasemjara í dag hafi gengið ágætlega. Fundurinn hafi verið um klukkutíma langur en hann hafi ekki skilað niðurstöðu. 11. nóvember 2019 18:46
Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31
Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30