Meint verkfallsbrot Árvakurs tekin fyrir í Félagsdómi á þriðjudag Sylvía Hall skrifar 14. nóvember 2019 18:00 Blaðamannafélagið hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs. Vísir/Vilhelm Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. Vinnustöðvunin var sú fyrsta í verkfallsaðgerðum Blaðamannafélagsins. Málið verður þingfest í Félagsdómi næstkomandi þriðjudag. Hin meintu brot snúast að fréttaskrifum blaðamanna Árvakurs á vef mbl.is á meðan vinnustöðvun stóð yfir. Á meðal þeirra sem grunuð eru um verkfallsbrot eru þrír félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands en níu blaðamenn birtu fréttir á vefnum á meðan vinnustöðvun stóð yfir. Skrif blaðamannanna vöktu mikla athygli og sendu átján vefblaðamenn mbl.is frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir vonbrigðum með ritstjóra sinn og samstarfsmenn. Á meðal þeirra sem skrifuðu undir voru fréttastjóri mbl.is og yfirmaður íþróttadeildar Morgunblaðsins. Sjá einnig: Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga „Um leið og blaðamenn á mbl.is lögðu niður störf í morgun tóku nokkrir blaðamenn á Morgunblaðinu, sem að öllu jöfnu skrifa ekki fréttir á mbl.is, til við að skrifa fréttir á mbl.is,“ sagði í yfirlýsingu starfsmannanna. Alls eru 22 fréttir tilgreindar í stefnu Blaðamannafélagsins sem birtust á milli 10 og 14 síðastliðinn föstudag. Fer Blaðamannafélagið fram á það að dómurinn viðurkenni að Árvakur hafi með birtingu fréttanna brotið gegn ákvæði laga um vinnudeilur þar sem segir að óheimilt sé að stuðla að því að afstýra vinnustöðvun sem hefur verið löglega hafin með aðstoð einstakra meðlima félaga sem standa að vinnustöðvuninni. Þá krefst Blaðamannafélag Íslands að Árvakur verði dæmt til sektargreiðslu sem og greiðslu málskotnaðar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00 Formaður Blaðamannafélags Íslands segist ekki bjartsýnn Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að fundur félagsins hjá Ríkissáttasemjara í dag hafi gengið ágætlega. Fundurinn hafi verið um klukkutíma langur en hann hafi ekki skilað niðurstöðu. 11. nóvember 2019 18:46 Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. Vinnustöðvunin var sú fyrsta í verkfallsaðgerðum Blaðamannafélagsins. Málið verður þingfest í Félagsdómi næstkomandi þriðjudag. Hin meintu brot snúast að fréttaskrifum blaðamanna Árvakurs á vef mbl.is á meðan vinnustöðvun stóð yfir. Á meðal þeirra sem grunuð eru um verkfallsbrot eru þrír félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands en níu blaðamenn birtu fréttir á vefnum á meðan vinnustöðvun stóð yfir. Skrif blaðamannanna vöktu mikla athygli og sendu átján vefblaðamenn mbl.is frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir vonbrigðum með ritstjóra sinn og samstarfsmenn. Á meðal þeirra sem skrifuðu undir voru fréttastjóri mbl.is og yfirmaður íþróttadeildar Morgunblaðsins. Sjá einnig: Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga „Um leið og blaðamenn á mbl.is lögðu niður störf í morgun tóku nokkrir blaðamenn á Morgunblaðinu, sem að öllu jöfnu skrifa ekki fréttir á mbl.is, til við að skrifa fréttir á mbl.is,“ sagði í yfirlýsingu starfsmannanna. Alls eru 22 fréttir tilgreindar í stefnu Blaðamannafélagsins sem birtust á milli 10 og 14 síðastliðinn föstudag. Fer Blaðamannafélagið fram á það að dómurinn viðurkenni að Árvakur hafi með birtingu fréttanna brotið gegn ákvæði laga um vinnudeilur þar sem segir að óheimilt sé að stuðla að því að afstýra vinnustöðvun sem hefur verið löglega hafin með aðstoð einstakra meðlima félaga sem standa að vinnustöðvuninni. Þá krefst Blaðamannafélag Íslands að Árvakur verði dæmt til sektargreiðslu sem og greiðslu málskotnaðar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00 Formaður Blaðamannafélags Íslands segist ekki bjartsýnn Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að fundur félagsins hjá Ríkissáttasemjara í dag hafi gengið ágætlega. Fundurinn hafi verið um klukkutíma langur en hann hafi ekki skilað niðurstöðu. 11. nóvember 2019 18:46 Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00
Formaður Blaðamannafélags Íslands segist ekki bjartsýnn Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að fundur félagsins hjá Ríkissáttasemjara í dag hafi gengið ágætlega. Fundurinn hafi verið um klukkutíma langur en hann hafi ekki skilað niðurstöðu. 11. nóvember 2019 18:46
Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31
Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30