Taka ásökunum á hendur Samherja alvarlega Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2019 21:00 Formaður fiskútflytjenda er sannfærður um að aðilar hér á landi hafi nú þegar fundið fyrir áhrifum hjá kaupendum erlendis vegna Samherjamálsins. Bretar eru stórkaupendur á íslenskum fiski en bresk verslunarkeðja segist taka ásakanir á hendur Samherja um mútugreiðslur alvarlega. Bretlandseyjar hafa verið mikilvægur markaður fyrir Samherja um langt skeið. Stærstu viðskiptavinir fyrirtækisins eru verslunarkeðjurnar Sainsburys og Marks&Spencer. Samanlagt reka þær á þriðja þúsund verslana og sagðar með ekkert umburðarlyndi gagnvart ólögmætum starfsháttum birgja. Frá talsmanni Marks&Spencer fengust þau svör að þó svo að Samherji sé einn af birgjum verslunarkeðjunnar, þá hafi keðjan ekki keypt sjávarfang sem fyrirtæki Samherja hafa veitt við strendur Namibíu. Talsmaðurinn segir Marks&Spencer krefjast þess af birgjum sínum að þeir stundi viðskipti á siðferðislegan og löglegan hátt. Verslunarkeðjan taki þessum ásökunum um mútugreiðslur í Namibíu alvarlega.Getur haft gríðarleg áhrif Formaður Samtaka fiskframleiðenda segir öll spillingarmál, hvort sem þau snúa að mútum, þrælahaldi eða hverskonar siðferðislegum viðfangsefnum, geti haft gríðarleg áhrif á orðspor Íslands. Innan vébanda samtakanna eru stór og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki sem mörg hver starfa án aflaheimilda og kaupa hráefni sitt því á mörkuðum. Formaður þeirra er Arnar Atlason, sem er framkvæmdastjóri Thor fiskvinnslu í Hafnarfirði. Hann segir íslenskan fisk seldan með allskonar vottunum sem eiga að sýna fram á að fiskurinn hafi verið veiddur á sjálfbæran hátt og komi frá fyrirtækjum sem stunda góða viðskiptahætti. Sem dæmi má nefna MSC-vottun og vottun frá Sedex. „Aðilar sem nýta sér þessa vottun til sölu á fisknum eru stærstu verslunarkeðjur í heimi, Marks og Spencer, Sainsburys, Tesco, ég get lengið talið. Allt byggir þetta á trausti sem við höfum áunnið okkur í langan tíma en er fljótt að fara,“ segir Arnar.Arnar Atlason, formaður fiskverkenda og fiskútflytjenda.Keðjur sem skipta Íslendinga gríðarlegu máli Til marks um hversu fljótt slíkt traust fer, þá nefnir Arnar að hvalveiðar Íslendingar hafi haft áhrif á sölu erlendis. „Ég óttast það virkilega að mál eins og þetta sem nú er í umræðunni geti líka haft áhrif. Marks og Spencer eins og aðrar keðjur sem skipta okkur Íslendinga gríðarlegu máli, geta horft til þessara atriða,“ segir Arnar. Hann segist þegar hafa fengið fyrirspurnir frá kaupendum vegna umfjöllunar um mál Samherja. „Daginn eftir umfjöllun Kveiks fékk ég fyrirspurnir en ég hef ekki fundið fyrir áhrifunum enn sem komið er. Ég er hins vegar sannfærður um að aðilar hér á landi hafi fundið fyrir því nú þegar.“Íslendingar líti inn á við Hann segir gríðarlega mikilvæg, í ljósi umræðu um hverskonar spillingu, að Íslendingar vandi sig. „Eina leiðin sé sú að við lítum inn á við og áttum okkur á því að við erum spilltari að einhverju leyti en við höfum talið. Við teljum okkur vera ímynd hins hreina og fullkomna en við erum bara lítið peð í hinum stóra heimi. Við þurfum að vanda okkur og hafa mannorð okkar hreint. Við þurfum að líta inn á við og laga til heima hjá okkur.“ Erfitt sé að gera sér grein fyrir hversu mikil verðmæti séu undir, ljóst sé þó að þau séu gríðarleg. „Það er hægt að horfa á það verðmæti sem við flytjum úr landi sem er einungis um einn milljarður í þessari vinnslu og upp í allt það verðmæti sjávarafurða sem flutt er frá Íslandi. Gríðarlega stórar tölur sem erfitt er að ímynda sér.“ Bretland Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Formaður fiskútflytjenda er sannfærður um að aðilar hér á landi hafi nú þegar fundið fyrir áhrifum hjá kaupendum erlendis vegna Samherjamálsins. Bretar eru stórkaupendur á íslenskum fiski en bresk verslunarkeðja segist taka ásakanir á hendur Samherja um mútugreiðslur alvarlega. Bretlandseyjar hafa verið mikilvægur markaður fyrir Samherja um langt skeið. Stærstu viðskiptavinir fyrirtækisins eru verslunarkeðjurnar Sainsburys og Marks&Spencer. Samanlagt reka þær á þriðja þúsund verslana og sagðar með ekkert umburðarlyndi gagnvart ólögmætum starfsháttum birgja. Frá talsmanni Marks&Spencer fengust þau svör að þó svo að Samherji sé einn af birgjum verslunarkeðjunnar, þá hafi keðjan ekki keypt sjávarfang sem fyrirtæki Samherja hafa veitt við strendur Namibíu. Talsmaðurinn segir Marks&Spencer krefjast þess af birgjum sínum að þeir stundi viðskipti á siðferðislegan og löglegan hátt. Verslunarkeðjan taki þessum ásökunum um mútugreiðslur í Namibíu alvarlega.Getur haft gríðarleg áhrif Formaður Samtaka fiskframleiðenda segir öll spillingarmál, hvort sem þau snúa að mútum, þrælahaldi eða hverskonar siðferðislegum viðfangsefnum, geti haft gríðarleg áhrif á orðspor Íslands. Innan vébanda samtakanna eru stór og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki sem mörg hver starfa án aflaheimilda og kaupa hráefni sitt því á mörkuðum. Formaður þeirra er Arnar Atlason, sem er framkvæmdastjóri Thor fiskvinnslu í Hafnarfirði. Hann segir íslenskan fisk seldan með allskonar vottunum sem eiga að sýna fram á að fiskurinn hafi verið veiddur á sjálfbæran hátt og komi frá fyrirtækjum sem stunda góða viðskiptahætti. Sem dæmi má nefna MSC-vottun og vottun frá Sedex. „Aðilar sem nýta sér þessa vottun til sölu á fisknum eru stærstu verslunarkeðjur í heimi, Marks og Spencer, Sainsburys, Tesco, ég get lengið talið. Allt byggir þetta á trausti sem við höfum áunnið okkur í langan tíma en er fljótt að fara,“ segir Arnar.Arnar Atlason, formaður fiskverkenda og fiskútflytjenda.Keðjur sem skipta Íslendinga gríðarlegu máli Til marks um hversu fljótt slíkt traust fer, þá nefnir Arnar að hvalveiðar Íslendingar hafi haft áhrif á sölu erlendis. „Ég óttast það virkilega að mál eins og þetta sem nú er í umræðunni geti líka haft áhrif. Marks og Spencer eins og aðrar keðjur sem skipta okkur Íslendinga gríðarlegu máli, geta horft til þessara atriða,“ segir Arnar. Hann segist þegar hafa fengið fyrirspurnir frá kaupendum vegna umfjöllunar um mál Samherja. „Daginn eftir umfjöllun Kveiks fékk ég fyrirspurnir en ég hef ekki fundið fyrir áhrifunum enn sem komið er. Ég er hins vegar sannfærður um að aðilar hér á landi hafi fundið fyrir því nú þegar.“Íslendingar líti inn á við Hann segir gríðarlega mikilvæg, í ljósi umræðu um hverskonar spillingu, að Íslendingar vandi sig. „Eina leiðin sé sú að við lítum inn á við og áttum okkur á því að við erum spilltari að einhverju leyti en við höfum talið. Við teljum okkur vera ímynd hins hreina og fullkomna en við erum bara lítið peð í hinum stóra heimi. Við þurfum að vanda okkur og hafa mannorð okkar hreint. Við þurfum að líta inn á við og laga til heima hjá okkur.“ Erfitt sé að gera sér grein fyrir hversu mikil verðmæti séu undir, ljóst sé þó að þau séu gríðarleg. „Það er hægt að horfa á það verðmæti sem við flytjum úr landi sem er einungis um einn milljarður í þessari vinnslu og upp í allt það verðmæti sjávarafurða sem flutt er frá Íslandi. Gríðarlega stórar tölur sem erfitt er að ímynda sér.“
Bretland Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira