Blaðamenn leggja aftur niður störf Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2019 19:00 Frá fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins í húsakynnum Ríkissáttasemjara í dag. Vísir/einar Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag, sem hófst klukkan 13:30. Átta stunda vinnustöðvun meðlima Blaðamannafélagsins hefst því á morgun klukkan 10. Vinnustöðvunin nær til þeirra blaðamanna sem starfa samkvæmt kjarasamningum Blaðamannafélagsins á stærstu netmiðlum landsins; Vísi.is, mbl.is, Fréttablaðinu.is og ruv.is. Engar nýjar fréttir munu birtast á miðlinum á fyrrnefndu átta klukkustunda tímabili. Sambærileg, fjögurra stunda vinnustöðun fór fram á föstudag í síðustu viku. Starfsmenn Morgunblaðsins gengu þá í störf blaðamanna vefmiðilsins og kærði Blaðamannafélagið mbl.is því til Félagsdóms fyrir verkfallsbrot, alls 30 tilfelli. Átján blaðamenn miðilsins lýstu yfir vonbrigðum með athæfi samstarfsmanna sinna, sem þeir sögðu hafa verið með vitunda og vilja yfirmanna sinna.Enginn Félagsdómur er þó starfandi sem stendur en gengið er út frá því að hann verði fullskipaður í næstu viku. Ætla má að fyrrnefndu verkfallsbrotin verði þá tekin fyrir. Takist Blaðamannafélaginu og Samtökum atvinnulífsins ekki að ná samningum á næstunni munu blaðamann aftur leggja niður störf föstudaginn 22. nóvember, þá í tólf klukkustundir frá 10 til 22. Hafi enn ekki verið samið munu blaðamenn sem starfa við Fréttablaðið og Morgunblaðið leggja niður störf fimmtudaginn 28. nóvember. Fréttir verða þó áfram sagðar á Bylgjunni á heila tímanum á morgun, venju samkvæmt. Fréttir Stöðvar 2 verða á sínum stað klukkan 18:30. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag, sem hófst klukkan 13:30. Átta stunda vinnustöðvun meðlima Blaðamannafélagsins hefst því á morgun klukkan 10. Vinnustöðvunin nær til þeirra blaðamanna sem starfa samkvæmt kjarasamningum Blaðamannafélagsins á stærstu netmiðlum landsins; Vísi.is, mbl.is, Fréttablaðinu.is og ruv.is. Engar nýjar fréttir munu birtast á miðlinum á fyrrnefndu átta klukkustunda tímabili. Sambærileg, fjögurra stunda vinnustöðun fór fram á föstudag í síðustu viku. Starfsmenn Morgunblaðsins gengu þá í störf blaðamanna vefmiðilsins og kærði Blaðamannafélagið mbl.is því til Félagsdóms fyrir verkfallsbrot, alls 30 tilfelli. Átján blaðamenn miðilsins lýstu yfir vonbrigðum með athæfi samstarfsmanna sinna, sem þeir sögðu hafa verið með vitunda og vilja yfirmanna sinna.Enginn Félagsdómur er þó starfandi sem stendur en gengið er út frá því að hann verði fullskipaður í næstu viku. Ætla má að fyrrnefndu verkfallsbrotin verði þá tekin fyrir. Takist Blaðamannafélaginu og Samtökum atvinnulífsins ekki að ná samningum á næstunni munu blaðamann aftur leggja niður störf föstudaginn 22. nóvember, þá í tólf klukkustundir frá 10 til 22. Hafi enn ekki verið samið munu blaðamenn sem starfa við Fréttablaðið og Morgunblaðið leggja niður störf fimmtudaginn 28. nóvember. Fréttir verða þó áfram sagðar á Bylgjunni á heila tímanum á morgun, venju samkvæmt. Fréttir Stöðvar 2 verða á sínum stað klukkan 18:30.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31