Einn þingmaður kom í veg fyrir viðurkenningu á þjóðarmorðinu í Armeníu Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2019 16:46 Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins. AP/J. Scott Applewhite Einungis nokkrum klukkustund eftir að hann fundaði með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, kom þingmaðurinn Lindsey Graham í veg fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun um viðurkenningu á þjóðarmorði Tyrkja gagnvart Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. Ályktunin var samþykkt í fulltrúadeildinni í lok október með miklum meirihluta, 405 atkvæði gegn 11. Tyrkir fordæmdu þá atkvæðagreiðslu harðlega. Til að verða opinber stefna Bandaríkjanna hefði öldungadeildin einnig þurft að samþykkja ályktunina og Donald Trump, forseti, þyrfti einnig að staðfesta hana. Landamæri Tyrklands og Armeníu eru lokuð vegna deilna um morðin, en hundruð þúsunda Armena létu lífið í tengslum við að tyrkneskar hersveitir vísuðu þeim á brott frá austanverðri Anatólíu til Sýrlands og víðar á árunum 1915 til 1916. Voru Armenarnir ýmist drepnir eða fórust af völdum vannæringar eða sjúkdóma. Deilt er um fjölda þeirra sem fórust, en armensk stjórnvöld segja þau hafa verið um 1,5 milljón. Tyrknesk stjórnvöld segja þau hins vegar hafa verið um 300 þúsund. Samtök sérfræðinga sem rannsaka þjóðarmorð (IAGS) áætla að „rúmlega milljón“ hafi látið þar lífið. Er einnig deilt um ásetning tyrkneska stjórnvalda á þeim tíma og segja Tyrkir að engin kerfisbundin áætlun hafi verið uppi um að eyða þjóðarbroti kristinna Armena.Sjá einnig: Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorðÁ þinginu í gærkvöldi sagði Graham að þingmenn ættu ekki að „fegra söguna eða endurskrifa hana“, samkvæmt frétt BBC. Samkvæmt reglum öldungadeildarinnar getur hvaða þingmaður sem er komið í veg fyrir samþykkt ályktanna. „Ég var á fundi með Erdogan forseta og Trump forseta um vandamál okkar í Sýrlandi vegna innrásar Tyrkja. Ég vonast til þess að Tyrkland og Armenía geti náð sátt vegna þessa vandamáls,“ sagði Graham einnig.Graham hefur verið harðlega gagnrýninn á Erdogan vegna innrásar Tyrkja í Sýrland, sem beinist gegn sýrlenskum Kúrdum, bandamönnum Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu. Hann og aðrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins mættu á fund Erdogan og Trump í gær. Fyrir fundinn hafði þingmönnunum verið sagt af starfsmönnum Hvíta hússins að ræða eingöngu áhyggjur þeirra vegna kaupa Tyrkja á loftvarnakerfi frá Rússum. Samkvæmt heimildum CNN deildu Graham og Erdogan þó vegna innrásarinnar og einn heimildarmaður CNN sagði Graham hafa verið mjög aðgangsharðan.Í dag sagði Graham svo að yfirlýsingar Erdogan um að Tyrkir hefðu barist hvað harðast og tapað hvað mestu vegna Íslamska ríkisins væru einfaldlega rangar. Það hefði reitt hann til reiði, því að hafi verið Kúrdar og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum sem töpuðu um tíu þúsund manns í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum. Á fundinum dró Erdogan fram spjaldtölvu sem hann notaði til að sýna þingmönnunum áróðursmyndband gegn Kúrdum. Einn heimildarmaður CNN sagði myndbandið „fjarstæðukennt“. Armenía Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. 30. október 2019 07:47 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Einungis nokkrum klukkustund eftir að hann fundaði með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, kom þingmaðurinn Lindsey Graham í veg fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun um viðurkenningu á þjóðarmorði Tyrkja gagnvart Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. Ályktunin var samþykkt í fulltrúadeildinni í lok október með miklum meirihluta, 405 atkvæði gegn 11. Tyrkir fordæmdu þá atkvæðagreiðslu harðlega. Til að verða opinber stefna Bandaríkjanna hefði öldungadeildin einnig þurft að samþykkja ályktunina og Donald Trump, forseti, þyrfti einnig að staðfesta hana. Landamæri Tyrklands og Armeníu eru lokuð vegna deilna um morðin, en hundruð þúsunda Armena létu lífið í tengslum við að tyrkneskar hersveitir vísuðu þeim á brott frá austanverðri Anatólíu til Sýrlands og víðar á árunum 1915 til 1916. Voru Armenarnir ýmist drepnir eða fórust af völdum vannæringar eða sjúkdóma. Deilt er um fjölda þeirra sem fórust, en armensk stjórnvöld segja þau hafa verið um 1,5 milljón. Tyrknesk stjórnvöld segja þau hins vegar hafa verið um 300 þúsund. Samtök sérfræðinga sem rannsaka þjóðarmorð (IAGS) áætla að „rúmlega milljón“ hafi látið þar lífið. Er einnig deilt um ásetning tyrkneska stjórnvalda á þeim tíma og segja Tyrkir að engin kerfisbundin áætlun hafi verið uppi um að eyða þjóðarbroti kristinna Armena.Sjá einnig: Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorðÁ þinginu í gærkvöldi sagði Graham að þingmenn ættu ekki að „fegra söguna eða endurskrifa hana“, samkvæmt frétt BBC. Samkvæmt reglum öldungadeildarinnar getur hvaða þingmaður sem er komið í veg fyrir samþykkt ályktanna. „Ég var á fundi með Erdogan forseta og Trump forseta um vandamál okkar í Sýrlandi vegna innrásar Tyrkja. Ég vonast til þess að Tyrkland og Armenía geti náð sátt vegna þessa vandamáls,“ sagði Graham einnig.Graham hefur verið harðlega gagnrýninn á Erdogan vegna innrásar Tyrkja í Sýrland, sem beinist gegn sýrlenskum Kúrdum, bandamönnum Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu. Hann og aðrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins mættu á fund Erdogan og Trump í gær. Fyrir fundinn hafði þingmönnunum verið sagt af starfsmönnum Hvíta hússins að ræða eingöngu áhyggjur þeirra vegna kaupa Tyrkja á loftvarnakerfi frá Rússum. Samkvæmt heimildum CNN deildu Graham og Erdogan þó vegna innrásarinnar og einn heimildarmaður CNN sagði Graham hafa verið mjög aðgangsharðan.Í dag sagði Graham svo að yfirlýsingar Erdogan um að Tyrkir hefðu barist hvað harðast og tapað hvað mestu vegna Íslamska ríkisins væru einfaldlega rangar. Það hefði reitt hann til reiði, því að hafi verið Kúrdar og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum sem töpuðu um tíu þúsund manns í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum. Á fundinum dró Erdogan fram spjaldtölvu sem hann notaði til að sýna þingmönnunum áróðursmyndband gegn Kúrdum. Einn heimildarmaður CNN sagði myndbandið „fjarstæðukennt“.
Armenía Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. 30. október 2019 07:47 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. 30. október 2019 07:47