Færeyingar munu loka eyjunum fyrir ferðamönnum helgina 16. og 17. apríl á næsta ári vegna viðhalds. Munu heimamenn og sjálfboðaliðar þá vinna að viðhaldi og uppbyggingu á vinsælum ferðamannastöðum á eyjunum.
Eyjunum var lokað vegna viðhalds fyrr á árinu og þótti verkefið takast það vel að ákveðið hefur verið að endurtaka leikinn.
Þetta kemur fram á heimasíðunni Visit Faroe Islands. Straumur ferðamanna til Færeyja hefur stóraukist á síðustu árum, en árið 2013 heimsóttu 68 þúsund ferðamenn eyjarnar, en fjöldinn var 110 þúsund á síðasta ári. Til samanburðar búa um 51 þúsund manns í Færeyjum.
Umræðan um hvernig skyldi takast á við hinn stóraukna ferðamannastraum var eitt helsta kosningamálið í þingkosningunum sem fram fóru í Færeyjum í ágúst.
Verkefnið ber heitið „Lokað vegna viðhalds – opið fyrir sjálfboðaliðsferðamennsku“. Þannig er auglýst eftir ákveðnum fjölda sjálfboðaliða og er þeim boðið upp á fæði og húsnæði á meðan á helginni stendur, gegn því að vinna að viðvaldi á fjórtán völdum ferðamannastöðum á eyjunum.
Endurtaka leikinn og loka eyjunum fyrir ferðamönnum vegna viðhalds
Tengdar fréttir
Íslendingar betrumbættu færeyskar náttúruperlur: Vildu læra af biturri reynslu Íslendinga
Íslendingarnir Hörn Halldórudóttir Heiðarsdóttir og Bjarni Karlsson voru á meðal sjálfboðaliða sem unnu að því að betrumbæta ferðamannastaði í Færeyjum en eyjunum var „lokað“ vegna viðhalds.
Færeyjum lokað vegna viðhalds
Ferðamönnum meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt.