Erlent

Fjórir látnir vegna gróður­eldanna í Ástralíu

Atli Ísleifsson skrifar
Talsmenn yfirvalda hafa varað við að "versti hluti sumarsins“ sé enn framundan.
Talsmenn yfirvalda hafa varað við að "versti hluti sumarsins“ sé enn framundan. AP
Áströlsk yfirvöld segja að fjórir hafi nú látið lífið í gróðureldunum miklu sem geisa á austurströnd landsins. 58 ára gamall maður lét lífið í New South Wales en lík hans fannst í gær.

120 eldar loga enn í New South Wales og Queensland og óttast er að eldar kvikni einnig í Vestur-Ástralíu.

Sextán ára gamall drengur hefur verið ákærður fyrir að kveikja einn eldinn af ásettu ráði en af hans völdum brunnu fjórtán einbýlishús í bænum Yeppoon, um 650 kílómetrum norður af Brisbane, til grunna.

Talsmenn yfirvalda hafa varað við að „versti hluti sumarsins“ sé enn framundan og því sé vel mögulegt að Ástralir muni áfram þurfa að glíma við umfangsmikla gróðurelda á næstu vikum.

Hópur fyrrverandi slökkviliðsstjóra sökuðu í dag yfirvöld um að hafa hunsað viðvaranir um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á tíðni og umfang gróðurelda í landinu.

„Ástandið mun ekki skána ef kjörnir fulltrúar okkar bregðast ekki við af fullum þunga og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eins og þörf krefur,“ sagði Mike Brown, fyrrverandi slökkviliðsstjóri á Tasminíu.


Tengdar fréttir

Gróður­eldar ógna enn í­búum í Ástralíu

Yfirvöld í Ástralíu vara við því að hinir gríðarlegu gróðureldar sem nú brenna í tveimur ríkjum landsins verði áfram hættulegir þrátt fyrir að veðurskilyrði hafi skánað.

Gróður­eldar herja á íbúa í Ástralíu

Talsmenn ástralskra yfirvalda segja að fordæmislaus fjöldi alvarlegra skógarelda ógni nú íbúum í ríkinu New South Wales í suðausturhluta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×