Erlent

Gróður­eldar ógna enn í­búum í Ástralíu

Atli Ísleifsson skrifar
Fimmtíu hús brunnu til grunna í gær en ekkert manntjón varð.
Fimmtíu hús brunnu til grunna í gær en ekkert manntjón varð. Getty
Yfirvöld í Ástralíu vara við því að hinir gríðarlegu gróðureldar sem nú brenna í tveimur ríkjum landsins verði áfram hættulegir þrátt fyrir að veðurskilyrði hafi skánað. Um 150 eldar brenna enn á svæðinu, í New South Wales og í Queensland.

Fimmtíu hús brunnu til grunna í gær en ekkert manntjón varð. Eldarnir hafa meðal annars kviknað í úthverfum stórborgarinnar Sidney.

Viðvaranir hafa verið lækkaðar af efsta stigi niður í það næstefsta en menn óttast að ástandið versni enn á ný í ljósi þess að sumarið hefur enn ekki náð hápunkti sínum á svæðinu með tilheyrandi þurrkum.


Tengdar fréttir

Þrjú látin í kjarreldum í Ástralíu

Miklir eldar sem nú loga á þurrkasvæðum á austurströnd Ástralíu hafa kostað þrennt lífið. Þá hafa yfir 150 heimili brunnið til grunna og um og yfir 30 manns hafa slasast vegna kjarreldana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×