"Ef þú kvartar gætirðu misst húsnæðið þitt“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 19:30 Stéttarfélögum ætti að vera heimilt að sekta fyrirtæki sem brjóta á starfsmönnum að mati hagfræðinema sem vann rannsókn á aðstæðum innflytjenda á vinnumarkaði fyrir ASÍ. Yfir helmingur allra krafna sem aðildarfélög ASÍ gerðu á síðasta ári voru fyrir hönd útlendinga. Rannsókn á aðstæðum útlendinga á íslenskum vinnumarkaði var kynnt á málþingi um innflytjendur og ofbeldi í morgun. Rannsóknin var unnin fyrir ASÍ með svokölluðum djúpviðtölum við átta útlendinga sem starfa hér á landi. Allir nema einn töldu að brotið hefði verið á sér. „Þetta er miklu, miklu algengara en maður myndi gera sér grein fyrir. Þau fá til dæmis ekki veikindafrí og fá ekki ráðningasamning. En svo er þetta mjög mikið svona andlegt, líkt og; ef þú kvartar þá gætirðu misst húsnæðið þitt," segir Nanna Hermannsdóttir, sem gerði rannsóknina. Samkvæmt nýlegri könnun ASÍ voru meira en helmingur allra krafna sem aðildarfélög ASÍ gerðu á síðasta ári fyrir hönd erlendra félagsmanna. Þeir eru þó aðeins tæpur fimmtungur launafólks á íslenskum vinnumarkaði og um fjórðungur af félagsmönnum. Þrátt fyrir þessa tölfræði segir Nanna útlendinga oft tregari við að leita réttar síns. „Fólk sem er ekki með neitt bakland þorir kannski ekki að gera neitt í því," segir hún. Viðmælendur í rannsókninni voru meðal annars fengnir í hópi á Facebook þar sem útlendingar vara við íslenskum fyrirtækjum sem þeir hafa starfað hjá. Fyrirtækjum þar sem brotið hefur verið á þeim í starfi. Í hópnum eru um 2.300 manns. Hún telur skorta úrræði fyrir stéttarfélög til að beita sér af krafti. Félögin ættu að geta hafið skoðun á aðstæðum starfsmanna. „Til að stíga inn í án þess að hafa verið beðin um það af starfsfólki. Bara ef grunur leikur á um að eitthvað sé í gangi," segir hún. Eins ættu að vera sektarheimildir. „Þannig að það sé í rauninni ekki bara það að þeir þurfi að greiða til baka þessum einstaklingi. Heldur sé einnig auka sekt fyrir það að hafa framið brotið. Þegar atvinnurekendur sjá það trekk í trekk að þeir komast upp með þetta halda þeir náttúrulega áfram," segir Nanna. Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Stéttarfélögum ætti að vera heimilt að sekta fyrirtæki sem brjóta á starfsmönnum að mati hagfræðinema sem vann rannsókn á aðstæðum innflytjenda á vinnumarkaði fyrir ASÍ. Yfir helmingur allra krafna sem aðildarfélög ASÍ gerðu á síðasta ári voru fyrir hönd útlendinga. Rannsókn á aðstæðum útlendinga á íslenskum vinnumarkaði var kynnt á málþingi um innflytjendur og ofbeldi í morgun. Rannsóknin var unnin fyrir ASÍ með svokölluðum djúpviðtölum við átta útlendinga sem starfa hér á landi. Allir nema einn töldu að brotið hefði verið á sér. „Þetta er miklu, miklu algengara en maður myndi gera sér grein fyrir. Þau fá til dæmis ekki veikindafrí og fá ekki ráðningasamning. En svo er þetta mjög mikið svona andlegt, líkt og; ef þú kvartar þá gætirðu misst húsnæðið þitt," segir Nanna Hermannsdóttir, sem gerði rannsóknina. Samkvæmt nýlegri könnun ASÍ voru meira en helmingur allra krafna sem aðildarfélög ASÍ gerðu á síðasta ári fyrir hönd erlendra félagsmanna. Þeir eru þó aðeins tæpur fimmtungur launafólks á íslenskum vinnumarkaði og um fjórðungur af félagsmönnum. Þrátt fyrir þessa tölfræði segir Nanna útlendinga oft tregari við að leita réttar síns. „Fólk sem er ekki með neitt bakland þorir kannski ekki að gera neitt í því," segir hún. Viðmælendur í rannsókninni voru meðal annars fengnir í hópi á Facebook þar sem útlendingar vara við íslenskum fyrirtækjum sem þeir hafa starfað hjá. Fyrirtækjum þar sem brotið hefur verið á þeim í starfi. Í hópnum eru um 2.300 manns. Hún telur skorta úrræði fyrir stéttarfélög til að beita sér af krafti. Félögin ættu að geta hafið skoðun á aðstæðum starfsmanna. „Til að stíga inn í án þess að hafa verið beðin um það af starfsfólki. Bara ef grunur leikur á um að eitthvað sé í gangi," segir hún. Eins ættu að vera sektarheimildir. „Þannig að það sé í rauninni ekki bara það að þeir þurfi að greiða til baka þessum einstaklingi. Heldur sé einnig auka sekt fyrir það að hafa framið brotið. Þegar atvinnurekendur sjá það trekk í trekk að þeir komast upp með þetta halda þeir náttúrulega áfram," segir Nanna.
Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira