Á níunda tug kjarrelda brennur í Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2019 16:02 Gróður brennur við kross í Possum í Nýju Suður-Wales í dag. Neyðarástandi hefur víða verið lýst yfir vegna eldanna. Vísir/EPA Yfirvöld í Nýju Suður-Wales í Ástralíu vöruðu við „hamfaraaðstæðum“ fyrir kjarrelda í dag. Fleiri en 85 eldar brenna nú í ríkinu og meira en helmingur þeirra stjórnlaust. Eldhættan er sögð ein sú versta í sögu landsins. Óttast er að suðlæg vindátt blási lífi í eldana og stefni þeim í nýja átt. Um sex milljónir manna búa á svæðunum á austurströndinni þar sem eldhættan er mest og hafa eldarnir náð að úthverfum Sydney. Nokkrir eldar eru sagðir þekja meira en 100.000 hektara og glíma slökkviliðsmenn við þá á um þúsund kílómetra löngu svæði við norðurströnd Nýju Suður-Wales. Íbúar hafa verið hvattir til að halda sig frá kjarrlendi og flýja heimili sín áður en eldarnir færast í aukana. Fleiri en sex hundruð skólum hefur verið lokað vegna þeirra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þrír hafa látist og um 150 hús hafa skemmst frá því að aukinn kraftur færðist í eldana á föstudag. Ríkisstjórn íhaldsmanna hefur sætt gagnrýni fyrir að neita að ræða áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á eldhættuna. Vísindamenn hafa engu að síður varað við því að gróðureldatímabilið í Ástralíu hafi lengst og orðið ákafara vegna loftslagsbreytinga. Veðurstofa Ástralíu hefur jafnframt sagt að loftslagsbreytingar hafi fjölgað hitabylgjum og ágert aðrar náttúruhamfarir eins og þurrka Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldarnir gætu ógnað íbúum í Sydney Óttast er að mikir gróðureldar í Ástralíu geti ógnað íbúum í Sydney. Að minnsta kosti þrír hafa látist í eldunum. Gróðureldunum hefur fylgt mikil eyðilegging en á annað hundrað heimili eru gjörónýt eftir eldana. 10. nóvember 2019 12:23 Gróðureldar herja á íbúa í Ástralíu Talsmenn ástralskra yfirvalda segja að fordæmislaus fjöldi alvarlegra skógarelda ógni nú íbúum í ríkinu New South Wales í suðausturhluta landsins. 8. nóvember 2019 07:39 Neyðarástandi lýst yfir vegna gróðureldanna í Ástralíu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjölmennasta ríki Ástralíu, New South Wales, og þar með talið stórborgina Sydney, vegna gríðarlegra kjarrelda sem þar geisa en ástandið hefur aldrei verið eins slæmt í ríkinu. 11. nóvember 2019 07:51 Þrjú látin í kjarreldum í Ástralíu Miklir eldar sem nú loga á þurrkasvæðum á austurströnd Ástralíu hafa kostað þrennt lífið. Þá hafa yfir 150 heimili brunnið til grunna og um og yfir 30 manns hafa slasast vegna kjarreldana. 9. nóvember 2019 10:35 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Yfirvöld í Nýju Suður-Wales í Ástralíu vöruðu við „hamfaraaðstæðum“ fyrir kjarrelda í dag. Fleiri en 85 eldar brenna nú í ríkinu og meira en helmingur þeirra stjórnlaust. Eldhættan er sögð ein sú versta í sögu landsins. Óttast er að suðlæg vindátt blási lífi í eldana og stefni þeim í nýja átt. Um sex milljónir manna búa á svæðunum á austurströndinni þar sem eldhættan er mest og hafa eldarnir náð að úthverfum Sydney. Nokkrir eldar eru sagðir þekja meira en 100.000 hektara og glíma slökkviliðsmenn við þá á um þúsund kílómetra löngu svæði við norðurströnd Nýju Suður-Wales. Íbúar hafa verið hvattir til að halda sig frá kjarrlendi og flýja heimili sín áður en eldarnir færast í aukana. Fleiri en sex hundruð skólum hefur verið lokað vegna þeirra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þrír hafa látist og um 150 hús hafa skemmst frá því að aukinn kraftur færðist í eldana á föstudag. Ríkisstjórn íhaldsmanna hefur sætt gagnrýni fyrir að neita að ræða áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á eldhættuna. Vísindamenn hafa engu að síður varað við því að gróðureldatímabilið í Ástralíu hafi lengst og orðið ákafara vegna loftslagsbreytinga. Veðurstofa Ástralíu hefur jafnframt sagt að loftslagsbreytingar hafi fjölgað hitabylgjum og ágert aðrar náttúruhamfarir eins og þurrka
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldarnir gætu ógnað íbúum í Sydney Óttast er að mikir gróðureldar í Ástralíu geti ógnað íbúum í Sydney. Að minnsta kosti þrír hafa látist í eldunum. Gróðureldunum hefur fylgt mikil eyðilegging en á annað hundrað heimili eru gjörónýt eftir eldana. 10. nóvember 2019 12:23 Gróðureldar herja á íbúa í Ástralíu Talsmenn ástralskra yfirvalda segja að fordæmislaus fjöldi alvarlegra skógarelda ógni nú íbúum í ríkinu New South Wales í suðausturhluta landsins. 8. nóvember 2019 07:39 Neyðarástandi lýst yfir vegna gróðureldanna í Ástralíu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjölmennasta ríki Ástralíu, New South Wales, og þar með talið stórborgina Sydney, vegna gríðarlegra kjarrelda sem þar geisa en ástandið hefur aldrei verið eins slæmt í ríkinu. 11. nóvember 2019 07:51 Þrjú látin í kjarreldum í Ástralíu Miklir eldar sem nú loga á þurrkasvæðum á austurströnd Ástralíu hafa kostað þrennt lífið. Þá hafa yfir 150 heimili brunnið til grunna og um og yfir 30 manns hafa slasast vegna kjarreldana. 9. nóvember 2019 10:35 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Eldarnir gætu ógnað íbúum í Sydney Óttast er að mikir gróðureldar í Ástralíu geti ógnað íbúum í Sydney. Að minnsta kosti þrír hafa látist í eldunum. Gróðureldunum hefur fylgt mikil eyðilegging en á annað hundrað heimili eru gjörónýt eftir eldana. 10. nóvember 2019 12:23
Gróðureldar herja á íbúa í Ástralíu Talsmenn ástralskra yfirvalda segja að fordæmislaus fjöldi alvarlegra skógarelda ógni nú íbúum í ríkinu New South Wales í suðausturhluta landsins. 8. nóvember 2019 07:39
Neyðarástandi lýst yfir vegna gróðureldanna í Ástralíu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjölmennasta ríki Ástralíu, New South Wales, og þar með talið stórborgina Sydney, vegna gríðarlegra kjarrelda sem þar geisa en ástandið hefur aldrei verið eins slæmt í ríkinu. 11. nóvember 2019 07:51
Þrjú látin í kjarreldum í Ástralíu Miklir eldar sem nú loga á þurrkasvæðum á austurströnd Ástralíu hafa kostað þrennt lífið. Þá hafa yfir 150 heimili brunnið til grunna og um og yfir 30 manns hafa slasast vegna kjarreldana. 9. nóvember 2019 10:35