Stórauknar byggingarheimildir verða veittar með nýju hverfaskipulagi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. nóvember 2019 08:00 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir nýtt hverfaskipulag einfalda leyfisveitingaferlið. Fréttablaðið/Anton Brink Fyrsta hverfaskipulag Reykjavíkurborgar, eða hverfasjá, er tilbúið til notkunar, fyrir þrjú hverfi Árbæjar: Árbæ, Selás og Ártúnsholt. Í þessum hverfum verða veittar heimildir fyrir stækkun húsa, bæði fjölbýlishúsa og sérbýla, eða sem nemur 1.500 nýjum íbúðum. Í mörgum blokkum fá húsfélög heimild til þess að byggja hæð ofan á gegn því að koma fyrir lyftum til að bæta aðgengið. Eigendur einbýlishúsa fá heimild til þess að bæta 40 fermetrum við húsið, en auk þess hafa margir eigendur ekki fullnýtt heimildir samkvæmt eldra deiliskipulagi. Þá verður leitast við að eigendur íbúða sem hafa ósamþykktar breytingar fái þær samþykktar. Allar upplýsingar verða fáanlegar á nýrri vefsíðu, hverfisskipulag.is, en þar er einnig hægt að sækja um byggingarleyfi. „Þegar heimildirnar eru til staðar þá er búið að einfalda ferlið mikið, eitthvað sem tók marga mánuði áður. Þetta léttir einnig mikið á stjórnsýslunni,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs. Sigurborg segir spennandi að sjá hvernig nýtingin verður. „Þetta eru aðeins fyrstu hverfin. Ég hef trú á því að þetta gerist yfir langan tíma og að íbúar nýti þetta þegar þeim hentar.“ Auk þéttingar er takmarkið að gera hverfin sjálfbærari og sterkari samkvæmt Sigurborgu, en þarfir íbúanna eru mismunandi eftir hverfum. „Sums staðar þarf að bæta úrgangslausnir, grenndarstöðvar, gera stæði fyrir deilibíla og fleira,“ segir hún. Hverfasjáin verður opnuð með formlegum hætti í þjónustuveri Reykjavíkurborgar á föstudaginn klukkan 11.30. Hverfaskipulag fyrir Breiðholtið og Hlíðarnar koma á næsta ári. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Fyrsta hverfaskipulag Reykjavíkurborgar, eða hverfasjá, er tilbúið til notkunar, fyrir þrjú hverfi Árbæjar: Árbæ, Selás og Ártúnsholt. Í þessum hverfum verða veittar heimildir fyrir stækkun húsa, bæði fjölbýlishúsa og sérbýla, eða sem nemur 1.500 nýjum íbúðum. Í mörgum blokkum fá húsfélög heimild til þess að byggja hæð ofan á gegn því að koma fyrir lyftum til að bæta aðgengið. Eigendur einbýlishúsa fá heimild til þess að bæta 40 fermetrum við húsið, en auk þess hafa margir eigendur ekki fullnýtt heimildir samkvæmt eldra deiliskipulagi. Þá verður leitast við að eigendur íbúða sem hafa ósamþykktar breytingar fái þær samþykktar. Allar upplýsingar verða fáanlegar á nýrri vefsíðu, hverfisskipulag.is, en þar er einnig hægt að sækja um byggingarleyfi. „Þegar heimildirnar eru til staðar þá er búið að einfalda ferlið mikið, eitthvað sem tók marga mánuði áður. Þetta léttir einnig mikið á stjórnsýslunni,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs. Sigurborg segir spennandi að sjá hvernig nýtingin verður. „Þetta eru aðeins fyrstu hverfin. Ég hef trú á því að þetta gerist yfir langan tíma og að íbúar nýti þetta þegar þeim hentar.“ Auk þéttingar er takmarkið að gera hverfin sjálfbærari og sterkari samkvæmt Sigurborgu, en þarfir íbúanna eru mismunandi eftir hverfum. „Sums staðar þarf að bæta úrgangslausnir, grenndarstöðvar, gera stæði fyrir deilibíla og fleira,“ segir hún. Hverfasjáin verður opnuð með formlegum hætti í þjónustuveri Reykjavíkurborgar á föstudaginn klukkan 11.30. Hverfaskipulag fyrir Breiðholtið og Hlíðarnar koma á næsta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira