Stjórnvöld í Mjanmar kærð fyrir þjóðarmorð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 23:30 Róhingjar hröktust frá heimkynnum sínum í Mjanmar og yfir til Bangladess eftir hernaðaraðgerðir mjanmarska hersins gegn þeim. AP/Bernat Armangue Stjórnvöld Mjanmar voru í dag sökuð um þjóðarmorð fyrir Alþjóðadómstóli Sameinuðu þjóðanna vegna aðfarar þeirra gegn minnihlutahópi Róhingja. Lögmenn biðluðu til dómstólsins að fyrirskipa að gripið yrði til aðgerða til að „stöðva þjóðarmorðin eins og skot.“ Gambía lagði fram kæruna fyrir hönd Félags um íslamskt samstarf (e. Organization of Islamic Cooperation). Dómsmálaráðherra og ríkissaksóknari Gambíu, Abubacarr Marie Tambadou, sagði í samtali við fréttastofu AP að hann vildi „senda Mjanmar og öllu alþjóðasamfélaginu skýr skilaboð um að veröldin mun ekki sitja hjá aðgerðarlaus þegar slík grimmdarverk gerast í kring um okkur. Það er kynslóð okkar til skammar ef við gerum ekkert á meðan þjóðarmorð á sér stað fyrir augum okkar.“ Stjórnvöld í Mjanmar vildu ekki tjá sig um málið við vinnslu fréttar AP. Abubacarr Marie Tambadou, dómsmálaráðherra Gambíu, fyrir miðju ásamt sendinefnd sinni í Haag.AP/Peter Dejong Mjanmarski herinn hóf ofbeldisfulla aðför gegn Róhingjum í ágúst árið 2017 eftir að andófsmenn gerðu árás fyrr í mánuðinum. Meira en 700.000 Róhingjar flúðu til nágrannalandsins Bangladess til að flýja árásir hersins en þar fóru fram fjöldamorð, fjöldanauðganir og heimili voru brennd til kaldra kola. Yfirmaður sendinefndar Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar skrifaði í lokaskýrslu sinni í september síðastliðnum að það væri mikil hætta á að þjóðarmorð yrðu á Róhingjum á ný. Þá sagði sendinefndin í skýrslunni að láta ætti Mjanmar taka ábyrgð á alþjóðlegum vettvangi vegna þjóðarmorðanna. Tímamótamál Í stefnunni sem var lögð fram fyrir Alþjóðadómstólinn er því haldið fram að hernaðaraðgerðir Mjanmar gegn Róhingjum, sem meðal annars fólu í sér „dráp, ollu alvarlegum líkamlegum- og andlegum skaða, ollu aðstæðum sem ætlaðar voru til þess að valda miklum skaða og að koma í veg fyrir fæðingar og að neyða fólk af heimkynnum sínum, hafi verið þjóðarmorð vegna þess að ætlun þeirra var að útrýma Róhingjum að hluta til eða að öllu leiti.“ Tambadou sagði í yfirlýsingu: „Gambía hefur tekið af skarið að sækja réttlætis og gera einhvern ábyrgan fyrir þjóðarmorðunum sem hafa átt sér stað í Mjanmar gegn Róhingjunum og til að halda uppi og styrkja alþjóðlega staðla gegn þjóðarmorðum sem öll ríki munu virða.“ Param-Preet Singh, sérfræðingur í mannréttindum hjá Human Rights Watch, segir málið tímamótamál og hvatti önnur ríki til að styðja það. Þá sagði hann að ef alþjóðadómstóllinn myndi fyrirskipa aðgerðir gæti það „hjálpað við að stöðva versta langvarandi ofbeldið gegn Róhingjum í Mjanmar.“ Beindi því til stríðsglæpadómstólsins að hefja rannsókn Fatou Bensouda, saksóknari við Alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn, sendi dómurum stríðsglæpadómstólsins beiðni í júlí síðastliðnum um að hefja rannsókn á meintum glæpum gegn mannkyni gegn Róhingjum í Mjanmar. Hann sagðist vilja rannsaka glæpi tengda útlegð og meinta ómannúðlega framgöngu mjanmarska hersins gegn Róhingjum þegar þeir voru neyddir til að yfirgefa Mjanmar, sem er ekki meðlimur alþjóðadómstólsins, inn í Bangladess, sem er meðlimur. Stríðsglæpadómstóllinn tekur fyrir mál sem beinast gegn einstaklingum en Alþjóðadómstóllinn tekur fyrir deilur á milli ríkja. Báðir dómstólar eru staðsettir í Haag. Í síðasta mánuði sagði sendiherra Mjanmar hjá Sameinuðu þjóðunum, Hau Do Suan, sendinefndina horfa aðeins á aðra hlið málsins og hafi byggt skýrslu sína á „villandi upplýsingum og að heimildamenn hafi ekki verið viðstaddir því sem þeir sögðu frá.“ Hann sagði að mjanmarska ríkisstjórnin horfi málið alvarlegum augum og að allir þeir sem hafi brotið mannréttindi og hafi valdið stórtækum fólksflutningum til Bangladess þyrftu að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Bangladess Gambía Mjanmar Róhingjar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Róhingjar snúa ekki heim fái þeir ekki viðurkenningu Róhingjar sem hafast við í flóttamannabúðum í Cox Bazar í Bangladess neita að snúa aftur til Mjanmar fái þeir ekki viðurkenningu sem þjóðernishópur í heimalandi sínu. 29. júlí 2019 06:00 Róhingjar verða fluttir á afskekkta eyju Til standur að fyrstu flóttamenn Róhingja verði fluttir til eyjar, sem er í árósum Meghna árinnar í Bangladess, á næstu mánuðum segir utanríkisráðherra Bangladess. 19. júlí 2019 12:06 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Stjórnvöld Mjanmar voru í dag sökuð um þjóðarmorð fyrir Alþjóðadómstóli Sameinuðu þjóðanna vegna aðfarar þeirra gegn minnihlutahópi Róhingja. Lögmenn biðluðu til dómstólsins að fyrirskipa að gripið yrði til aðgerða til að „stöðva þjóðarmorðin eins og skot.“ Gambía lagði fram kæruna fyrir hönd Félags um íslamskt samstarf (e. Organization of Islamic Cooperation). Dómsmálaráðherra og ríkissaksóknari Gambíu, Abubacarr Marie Tambadou, sagði í samtali við fréttastofu AP að hann vildi „senda Mjanmar og öllu alþjóðasamfélaginu skýr skilaboð um að veröldin mun ekki sitja hjá aðgerðarlaus þegar slík grimmdarverk gerast í kring um okkur. Það er kynslóð okkar til skammar ef við gerum ekkert á meðan þjóðarmorð á sér stað fyrir augum okkar.“ Stjórnvöld í Mjanmar vildu ekki tjá sig um málið við vinnslu fréttar AP. Abubacarr Marie Tambadou, dómsmálaráðherra Gambíu, fyrir miðju ásamt sendinefnd sinni í Haag.AP/Peter Dejong Mjanmarski herinn hóf ofbeldisfulla aðför gegn Róhingjum í ágúst árið 2017 eftir að andófsmenn gerðu árás fyrr í mánuðinum. Meira en 700.000 Róhingjar flúðu til nágrannalandsins Bangladess til að flýja árásir hersins en þar fóru fram fjöldamorð, fjöldanauðganir og heimili voru brennd til kaldra kola. Yfirmaður sendinefndar Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar skrifaði í lokaskýrslu sinni í september síðastliðnum að það væri mikil hætta á að þjóðarmorð yrðu á Róhingjum á ný. Þá sagði sendinefndin í skýrslunni að láta ætti Mjanmar taka ábyrgð á alþjóðlegum vettvangi vegna þjóðarmorðanna. Tímamótamál Í stefnunni sem var lögð fram fyrir Alþjóðadómstólinn er því haldið fram að hernaðaraðgerðir Mjanmar gegn Róhingjum, sem meðal annars fólu í sér „dráp, ollu alvarlegum líkamlegum- og andlegum skaða, ollu aðstæðum sem ætlaðar voru til þess að valda miklum skaða og að koma í veg fyrir fæðingar og að neyða fólk af heimkynnum sínum, hafi verið þjóðarmorð vegna þess að ætlun þeirra var að útrýma Róhingjum að hluta til eða að öllu leiti.“ Tambadou sagði í yfirlýsingu: „Gambía hefur tekið af skarið að sækja réttlætis og gera einhvern ábyrgan fyrir þjóðarmorðunum sem hafa átt sér stað í Mjanmar gegn Róhingjunum og til að halda uppi og styrkja alþjóðlega staðla gegn þjóðarmorðum sem öll ríki munu virða.“ Param-Preet Singh, sérfræðingur í mannréttindum hjá Human Rights Watch, segir málið tímamótamál og hvatti önnur ríki til að styðja það. Þá sagði hann að ef alþjóðadómstóllinn myndi fyrirskipa aðgerðir gæti það „hjálpað við að stöðva versta langvarandi ofbeldið gegn Róhingjum í Mjanmar.“ Beindi því til stríðsglæpadómstólsins að hefja rannsókn Fatou Bensouda, saksóknari við Alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn, sendi dómurum stríðsglæpadómstólsins beiðni í júlí síðastliðnum um að hefja rannsókn á meintum glæpum gegn mannkyni gegn Róhingjum í Mjanmar. Hann sagðist vilja rannsaka glæpi tengda útlegð og meinta ómannúðlega framgöngu mjanmarska hersins gegn Róhingjum þegar þeir voru neyddir til að yfirgefa Mjanmar, sem er ekki meðlimur alþjóðadómstólsins, inn í Bangladess, sem er meðlimur. Stríðsglæpadómstóllinn tekur fyrir mál sem beinast gegn einstaklingum en Alþjóðadómstóllinn tekur fyrir deilur á milli ríkja. Báðir dómstólar eru staðsettir í Haag. Í síðasta mánuði sagði sendiherra Mjanmar hjá Sameinuðu þjóðunum, Hau Do Suan, sendinefndina horfa aðeins á aðra hlið málsins og hafi byggt skýrslu sína á „villandi upplýsingum og að heimildamenn hafi ekki verið viðstaddir því sem þeir sögðu frá.“ Hann sagði að mjanmarska ríkisstjórnin horfi málið alvarlegum augum og að allir þeir sem hafi brotið mannréttindi og hafi valdið stórtækum fólksflutningum til Bangladess þyrftu að taka ábyrgð á gjörðum sínum.
Bangladess Gambía Mjanmar Róhingjar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Róhingjar snúa ekki heim fái þeir ekki viðurkenningu Róhingjar sem hafast við í flóttamannabúðum í Cox Bazar í Bangladess neita að snúa aftur til Mjanmar fái þeir ekki viðurkenningu sem þjóðernishópur í heimalandi sínu. 29. júlí 2019 06:00 Róhingjar verða fluttir á afskekkta eyju Til standur að fyrstu flóttamenn Róhingja verði fluttir til eyjar, sem er í árósum Meghna árinnar í Bangladess, á næstu mánuðum segir utanríkisráðherra Bangladess. 19. júlí 2019 12:06 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Róhingjar snúa ekki heim fái þeir ekki viðurkenningu Róhingjar sem hafast við í flóttamannabúðum í Cox Bazar í Bangladess neita að snúa aftur til Mjanmar fái þeir ekki viðurkenningu sem þjóðernishópur í heimalandi sínu. 29. júlí 2019 06:00
Róhingjar verða fluttir á afskekkta eyju Til standur að fyrstu flóttamenn Róhingja verði fluttir til eyjar, sem er í árósum Meghna árinnar í Bangladess, á næstu mánuðum segir utanríkisráðherra Bangladess. 19. júlí 2019 12:06