„Af hverju á almenningur að taka þátt þegar samráðið er síðan hunsað?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 17:21 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, spurði forsætisráðherra út í rökræðukönnun sem var framkvæmd um helgina. vísir/vilhelm Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gerði rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar að umfjöllunarefni í liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag. Um þrjú hundruð landsmenn tóku þátt í rökræðukönnun í Laugardalshöll um helgina þar sem rædd voru nokkur afmörkuð atriði stjórnarskrárinnar. Halldóra er ekki sannfærð um að rökræðukönnunin dugi til að hlustað verði á vilja þjóðarinnar. „Í ljósi þess að stjórnvöld hafa gjörsamlega hunsað niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrá sem var samin í víðfemasta og lýðræðislegasta starfi að stjórnarskrárritun sem sagan kann frá að greina, svo vitnað sé til orða Vigdísar Finnbogadóttur. Af hverju á almenningur að hafa einhverja trú á því að aðkoma félagsvísindadeildar Háskóla Íslands verði einhvers konar vendipunktur? Hvað telur hæstvirtur forsætisráhðerra að muni breytast með tveggja daga rökræðukönnun þegar áralangt ferli sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu dugði ekki til?“ spurði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata á Alþingi í dag.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, segir að rökræðukönnunin sem var framkvæmd um liðna helgi sé merkileg tilraun í almannasamráði sem hún vonaðist til að geta notað í auknum mæli.Vísir/vilhelmKatrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, svaraði því til að formenn stjórnmálaflokka, sem eiga sæti á Alþingi, hefðu á kjörtímabilinu unnið mikið starf við heildarendurskoðun stjórnarskrár. Rökræðukönnunin sem fór fram um liðna helgi hefði verið merkileg tilraun í almannasamráði. Þarna hefði í fyrsta sinn haldinn slíkur fundur á Íslandi samkvæmt þeirri fræðilegu aðferðafræði sem þar liggur að baki: „Þar sem við erum ekki bara að spyrja einnar spurningar heldur í raun og veru að kanna hvernig viðhorf fólks breytast við rökræðu, nokkuð sem ég hefði haldið að væri mikill áhugi fyrir hér á Alþingi Íslendinga ef við viljum nýta fjölbreyttar aðferðir við almannasamráð,“ segir Katrín. Hún sagðist vona að Alþingi muni nýta rökræðukannanir í auknum máli við að virkja almenning til samráðs. „Ég tel að þessi leiðsögn sem við munum fá út úr þessum fundi muni sömuleiðis nýtast okkur mjög vel í verkefnið um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar.“ Halldóra sagðist einnig vera mjög hrifin af rökræðukönnunum til að virkja almenning en í þessu tilfelli hefði verið búið að fara í gegnum langt og lýðræðislegt ferli sem endaði með þjóðaratkvæðagreiðslu sem hafi verið hunsuð. „Af hverju á almenningur að taka þátt þegar samráðið er síðan hunsað?“ Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Ræða breytta forgangsröðun við breytingar á stjórnarskrá Formenn stjórnmálaflokkanna íhuga nú að setja umbætur á ákvæðum um dómsvald í stjórnarskrá í forgang en áður var fyrirhugað að breytingar á þeim kafla stjórnarskrár yrðu endurskoðaðar á næsta kjörtímabili auk kafla um Alþingi og alþingiskosningar, mannréttindi og fleira. 6. nóvember 2019 08:15 Rökræða um stjórnarskrá Um 300 manns af öllu landinu munu um helgina taka þátt í rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Er þetta liður í samráði við almenning um endurskoðunina. 8. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gerði rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar að umfjöllunarefni í liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag. Um þrjú hundruð landsmenn tóku þátt í rökræðukönnun í Laugardalshöll um helgina þar sem rædd voru nokkur afmörkuð atriði stjórnarskrárinnar. Halldóra er ekki sannfærð um að rökræðukönnunin dugi til að hlustað verði á vilja þjóðarinnar. „Í ljósi þess að stjórnvöld hafa gjörsamlega hunsað niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrá sem var samin í víðfemasta og lýðræðislegasta starfi að stjórnarskrárritun sem sagan kann frá að greina, svo vitnað sé til orða Vigdísar Finnbogadóttur. Af hverju á almenningur að hafa einhverja trú á því að aðkoma félagsvísindadeildar Háskóla Íslands verði einhvers konar vendipunktur? Hvað telur hæstvirtur forsætisráhðerra að muni breytast með tveggja daga rökræðukönnun þegar áralangt ferli sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu dugði ekki til?“ spurði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata á Alþingi í dag.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, segir að rökræðukönnunin sem var framkvæmd um liðna helgi sé merkileg tilraun í almannasamráði sem hún vonaðist til að geta notað í auknum mæli.Vísir/vilhelmKatrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, svaraði því til að formenn stjórnmálaflokka, sem eiga sæti á Alþingi, hefðu á kjörtímabilinu unnið mikið starf við heildarendurskoðun stjórnarskrár. Rökræðukönnunin sem fór fram um liðna helgi hefði verið merkileg tilraun í almannasamráði. Þarna hefði í fyrsta sinn haldinn slíkur fundur á Íslandi samkvæmt þeirri fræðilegu aðferðafræði sem þar liggur að baki: „Þar sem við erum ekki bara að spyrja einnar spurningar heldur í raun og veru að kanna hvernig viðhorf fólks breytast við rökræðu, nokkuð sem ég hefði haldið að væri mikill áhugi fyrir hér á Alþingi Íslendinga ef við viljum nýta fjölbreyttar aðferðir við almannasamráð,“ segir Katrín. Hún sagðist vona að Alþingi muni nýta rökræðukannanir í auknum máli við að virkja almenning til samráðs. „Ég tel að þessi leiðsögn sem við munum fá út úr þessum fundi muni sömuleiðis nýtast okkur mjög vel í verkefnið um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar.“ Halldóra sagðist einnig vera mjög hrifin af rökræðukönnunum til að virkja almenning en í þessu tilfelli hefði verið búið að fara í gegnum langt og lýðræðislegt ferli sem endaði með þjóðaratkvæðagreiðslu sem hafi verið hunsuð. „Af hverju á almenningur að taka þátt þegar samráðið er síðan hunsað?“
Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Ræða breytta forgangsröðun við breytingar á stjórnarskrá Formenn stjórnmálaflokkanna íhuga nú að setja umbætur á ákvæðum um dómsvald í stjórnarskrá í forgang en áður var fyrirhugað að breytingar á þeim kafla stjórnarskrár yrðu endurskoðaðar á næsta kjörtímabili auk kafla um Alþingi og alþingiskosningar, mannréttindi og fleira. 6. nóvember 2019 08:15 Rökræða um stjórnarskrá Um 300 manns af öllu landinu munu um helgina taka þátt í rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Er þetta liður í samráði við almenning um endurskoðunina. 8. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Ræða breytta forgangsröðun við breytingar á stjórnarskrá Formenn stjórnmálaflokkanna íhuga nú að setja umbætur á ákvæðum um dómsvald í stjórnarskrá í forgang en áður var fyrirhugað að breytingar á þeim kafla stjórnarskrár yrðu endurskoðaðar á næsta kjörtímabili auk kafla um Alþingi og alþingiskosningar, mannréttindi og fleira. 6. nóvember 2019 08:15
Rökræða um stjórnarskrá Um 300 manns af öllu landinu munu um helgina taka þátt í rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Er þetta liður í samráði við almenning um endurskoðunina. 8. nóvember 2019 07:15