Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Elín Sigurgeirsdóttir, Eybjörg Hauksdóttir, Haraldur Sæmundsson og Jón Gauti Jónsson og Þórarinn Guðnason skrifa 11. nóvember 2019 13:42 Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. Þetta eru allt aðilar sem semja við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um sína þjónustu. Það er athyglisvert í sjálfu sér að stærstu viðsemjendur SÍ taki höndum saman um slíkt verkefni. Ástæðan er sú að allir þessir aðilar telja vera alvarlega annmarka á núverandi kerfi í kringum kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar frá 2018 vakti athygli á mörgum þessara atriða. Í þá skýrslu vantað þó ýmis atriði og ekki síst að greina frá þeim alvarlegu afleiðingum sem þessir annmarkar geta haft fyrir þjónustuveitendur, en ekki síður fyrir þá skjólstæðinga sem reiða sig á þessa þjónustu. Eins og fram kemur í nýrri úttekt KPMG eru verulegar brotalamir á núverandi kerfi: Vinnubrögð og fyrirkomulag við innkaup eru óskýr. Starfsumhverfi rekstraraðila sem semja við SÍ er ótryggt. Hlutverk aðila í stjórnkerfinu og ábyrgð eru óskýr. Takmörkuð fagþekking er hjá SÍ til að annast greiningar, gerð og eftirlit samninga. Aðstöðumunur milli aðila er oft mikill, þannig að það hallar á þjónustuveitendur. Skortur er á greiningum og kostnaðarmati. Þá er sérstaklega tekið fram í skýrslunni að ekki sé hægt að rekja þessar brotalamir beint til lagarammans sem gildir um kaup á heilbrigðisþjónustu eða opinber innkaup. Rétt er að benda t.d. á það að enn eru lög um Sjúkratryggingar í fullu gildi og hægt að semja á grundvelli þeirra að áliti virtra lögmanna. Erfitt er fyrir utanaðkomandi aðila að gera sér grein fyrir afleiðingum þessara annmarka fyrir þjónustuveitanda og þjónustuþega, en þær geta verið mjög alvarlegar. Framþróun, fjárfestingar og uppbygging í þjónustu næst ekki. Óvissa í starfsumhverfi dregur úr nýliðun og úthaldi reyndara starfsfólks. Heilbrigðisstarfsfólk fer í önnur störf og fagþekking tapast úr heilbrigðiskerfinu. Greiðslur fyrir þjónustuna rýrnar með tilviljanakenndum og jafnvel ómeðvituðum hætti, sem bitnar á þjónustunni sjálfri. Eftirlit með þjónustustigi er ekki framfylgt og áherslur á gæði þjónustu víkja fyrir kostnaðarsjónarmiðum. Miklar og skyndilegar breytingar verða á þjónustunni sem bitna að endingu á þjónustuþegum, sem eru oftar en ekki í viðkvæmasta hóp samfélagsins og geta í versta falli þurft að taka einir á sig kostnaðarhækkanir sem ekki hefur tekist að semja um. Eins og staðan er í dag eru Sjúkratryggingar Íslands að semja um kaup á ca. 15 - 20% allrar heilbrigðisþjónustu í landinu. Samkvæmt núgildandi heilbrigðisstefnu eiga Sjúkratryggingar Íslands árið 2030 að annast alla samningagerð um kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins, hvort sem um er að ræða þjónustu opinberra eða einkaaðila. Stofnunin veldur ekki núverandi hlutverki sínu og er engan veginn í stakk búin til að taka við innkaupum á allri heilbrigðisþjónustu nema að eitthvað mikið breytist. Undirrituð lýsa yfir vantrausti á núverandi kerfi við kaup heilbrigðisþjónustu og krefjast þess að stjórnvöld grípi inní áður en varanlegar skemmdir verða á mikilvægum lykilþáttum heilbrigðisþjónustu landsmanna. Elín Sigurgeirsdóttir, f.v. formaður Tannlæknafélags Íslands Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu Haraldur Sæmundsson, formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara Jón Gauti Jónsson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. Þetta eru allt aðilar sem semja við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um sína þjónustu. Það er athyglisvert í sjálfu sér að stærstu viðsemjendur SÍ taki höndum saman um slíkt verkefni. Ástæðan er sú að allir þessir aðilar telja vera alvarlega annmarka á núverandi kerfi í kringum kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar frá 2018 vakti athygli á mörgum þessara atriða. Í þá skýrslu vantað þó ýmis atriði og ekki síst að greina frá þeim alvarlegu afleiðingum sem þessir annmarkar geta haft fyrir þjónustuveitendur, en ekki síður fyrir þá skjólstæðinga sem reiða sig á þessa þjónustu. Eins og fram kemur í nýrri úttekt KPMG eru verulegar brotalamir á núverandi kerfi: Vinnubrögð og fyrirkomulag við innkaup eru óskýr. Starfsumhverfi rekstraraðila sem semja við SÍ er ótryggt. Hlutverk aðila í stjórnkerfinu og ábyrgð eru óskýr. Takmörkuð fagþekking er hjá SÍ til að annast greiningar, gerð og eftirlit samninga. Aðstöðumunur milli aðila er oft mikill, þannig að það hallar á þjónustuveitendur. Skortur er á greiningum og kostnaðarmati. Þá er sérstaklega tekið fram í skýrslunni að ekki sé hægt að rekja þessar brotalamir beint til lagarammans sem gildir um kaup á heilbrigðisþjónustu eða opinber innkaup. Rétt er að benda t.d. á það að enn eru lög um Sjúkratryggingar í fullu gildi og hægt að semja á grundvelli þeirra að áliti virtra lögmanna. Erfitt er fyrir utanaðkomandi aðila að gera sér grein fyrir afleiðingum þessara annmarka fyrir þjónustuveitanda og þjónustuþega, en þær geta verið mjög alvarlegar. Framþróun, fjárfestingar og uppbygging í þjónustu næst ekki. Óvissa í starfsumhverfi dregur úr nýliðun og úthaldi reyndara starfsfólks. Heilbrigðisstarfsfólk fer í önnur störf og fagþekking tapast úr heilbrigðiskerfinu. Greiðslur fyrir þjónustuna rýrnar með tilviljanakenndum og jafnvel ómeðvituðum hætti, sem bitnar á þjónustunni sjálfri. Eftirlit með þjónustustigi er ekki framfylgt og áherslur á gæði þjónustu víkja fyrir kostnaðarsjónarmiðum. Miklar og skyndilegar breytingar verða á þjónustunni sem bitna að endingu á þjónustuþegum, sem eru oftar en ekki í viðkvæmasta hóp samfélagsins og geta í versta falli þurft að taka einir á sig kostnaðarhækkanir sem ekki hefur tekist að semja um. Eins og staðan er í dag eru Sjúkratryggingar Íslands að semja um kaup á ca. 15 - 20% allrar heilbrigðisþjónustu í landinu. Samkvæmt núgildandi heilbrigðisstefnu eiga Sjúkratryggingar Íslands árið 2030 að annast alla samningagerð um kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins, hvort sem um er að ræða þjónustu opinberra eða einkaaðila. Stofnunin veldur ekki núverandi hlutverki sínu og er engan veginn í stakk búin til að taka við innkaupum á allri heilbrigðisþjónustu nema að eitthvað mikið breytist. Undirrituð lýsa yfir vantrausti á núverandi kerfi við kaup heilbrigðisþjónustu og krefjast þess að stjórnvöld grípi inní áður en varanlegar skemmdir verða á mikilvægum lykilþáttum heilbrigðisþjónustu landsmanna. Elín Sigurgeirsdóttir, f.v. formaður Tannlæknafélags Íslands Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu Haraldur Sæmundsson, formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara Jón Gauti Jónsson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun