Aftursætisbílstjórinn Sigurður Friðleifsson skrifar 12. nóvember 2019 08:00 Ýmsir hafa komið fram að undanförnu og lýst yfir efasemdum um áhrif manna á loftslagið og vilja að dregið verði úr aðgerðum gegn meintum loftslagsbreytingum. Á einhvern yfirmáta fáránlegan hátt hefur umræðan um málefnið snúist algerlega á hvolf. Þeir sem vara við loftslagsbreytingum eru komnir í vörn gagnvart þeim sem efast, sem að sjálfsögðu ætti að vera öfugt. Eins og flestir, er ég enginn loftslagsvísindamaður og dettur þess vegna ekki í hug að fullyrða um áhrif losunar koltvísýrings á loftslagið. Sama gildir um efasemdir en á því sviði hef ég heldur engar faglegar forsendur né þekkingu til afneitunar. Þetta snýst nefnilega ekki um hver hefur rétt fyrir sér, heldur hvað er skynsamlegast að gera. Afstaða mín er því afar einföld; ég vil og vona að efasemdarhópurinn hafi rétt fyrir sér en vel auðvitað að fylgja ráðleggingum hinna. Af hverju? Jú, einfaldlega vegna þess að það eru efasemdarmennirnir sem þurfa að hafa 100% rétt fyrir sér, svo eitthvert smá vit sé í því að grípa ekki til aðgerða. Þeir sem vara við hamförum þurfa hinsvegar ekki að vera 100% vissir, þeir þurfa bara að sýna fram á að sterkar líkur séu á neikvæðum loftslagsbreytingum. Hér er myndlíking. Bifreið er á ferð í kolniðamyrkri, líkt og jörðin sem er á eilífri vegferð með óvissa framtíð. Við stýrið er bílstjóri líkt og mannkynið sem stýrir í raun framtíð jarðar. Við stígum á eldsneytisgjöfina og kveikjum í brunahreyflum vélarinnar líkt og mannkynið sem brennir jarðefnaeldsneyti í óhóflegu magni. Í aftursætinu eru tveir aðilar sem rýna í landakort til að meta framhaldið. Annar segir „hægðu á því ef ég skil kortið rétt þá er hengiflug framundan!“ en hinn segir „hvaða rugl, þú ert bara að lesa kortið vitlaust“. Hvað á bílstjórinn á ökutækinu jörð að gera í svona stöðu? Er skynsamlegra að stíga af inngjöfinni og hætta að dæla olíu inn í sprengirými vélarinnar eða hlusta á efasemdarmanninn sem fullyrðir um kortalesblindu hins? Hættum þessari dæmalausu hringavitleysu og grípum strax til afgerandi aðgerða sem snarminnka brennslu jarðefnaeldsneytis og losun gróðurhúslofttegunda. Á sama tíma skulum við hinsvegar öll sameinast um vonina um að efasemdarmenn og afneitunarsinnar hafi fullkomlega rétt fyrir sér.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ýmsir hafa komið fram að undanförnu og lýst yfir efasemdum um áhrif manna á loftslagið og vilja að dregið verði úr aðgerðum gegn meintum loftslagsbreytingum. Á einhvern yfirmáta fáránlegan hátt hefur umræðan um málefnið snúist algerlega á hvolf. Þeir sem vara við loftslagsbreytingum eru komnir í vörn gagnvart þeim sem efast, sem að sjálfsögðu ætti að vera öfugt. Eins og flestir, er ég enginn loftslagsvísindamaður og dettur þess vegna ekki í hug að fullyrða um áhrif losunar koltvísýrings á loftslagið. Sama gildir um efasemdir en á því sviði hef ég heldur engar faglegar forsendur né þekkingu til afneitunar. Þetta snýst nefnilega ekki um hver hefur rétt fyrir sér, heldur hvað er skynsamlegast að gera. Afstaða mín er því afar einföld; ég vil og vona að efasemdarhópurinn hafi rétt fyrir sér en vel auðvitað að fylgja ráðleggingum hinna. Af hverju? Jú, einfaldlega vegna þess að það eru efasemdarmennirnir sem þurfa að hafa 100% rétt fyrir sér, svo eitthvert smá vit sé í því að grípa ekki til aðgerða. Þeir sem vara við hamförum þurfa hinsvegar ekki að vera 100% vissir, þeir þurfa bara að sýna fram á að sterkar líkur séu á neikvæðum loftslagsbreytingum. Hér er myndlíking. Bifreið er á ferð í kolniðamyrkri, líkt og jörðin sem er á eilífri vegferð með óvissa framtíð. Við stýrið er bílstjóri líkt og mannkynið sem stýrir í raun framtíð jarðar. Við stígum á eldsneytisgjöfina og kveikjum í brunahreyflum vélarinnar líkt og mannkynið sem brennir jarðefnaeldsneyti í óhóflegu magni. Í aftursætinu eru tveir aðilar sem rýna í landakort til að meta framhaldið. Annar segir „hægðu á því ef ég skil kortið rétt þá er hengiflug framundan!“ en hinn segir „hvaða rugl, þú ert bara að lesa kortið vitlaust“. Hvað á bílstjórinn á ökutækinu jörð að gera í svona stöðu? Er skynsamlegra að stíga af inngjöfinni og hætta að dæla olíu inn í sprengirými vélarinnar eða hlusta á efasemdarmanninn sem fullyrðir um kortalesblindu hins? Hættum þessari dæmalausu hringavitleysu og grípum strax til afgerandi aðgerða sem snarminnka brennslu jarðefnaeldsneytis og losun gróðurhúslofttegunda. Á sama tíma skulum við hinsvegar öll sameinast um vonina um að efasemdarmenn og afneitunarsinnar hafi fullkomlega rétt fyrir sér.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar