Gefur Landgræðslunni tugi kílóa af birkifræi árlega Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. nóvember 2019 19:15 Landgræðslan á Erlu Björgu Arnardóttur á Flúðum margt að þakka því hún hefur gefið Landgræðslunni tugi kíló af birkifræjum um leið og hún gerir jólaskreytingar fyrir hver jól. Af fræjunum verða til myndarlegir birkiskógar. Erla Björg rekur garðyrkjufyrirtækið Grænt land á Flúðum. Á þessum árstíma er hún byrjuð að huga að jólaskreytingum fyrir viðskiptavini sína þar sem hún notar mikið af birki. Á birkigreinunum eru reklar með birkifræjum inn í. Þetta fræ hirðir Erla Björg og gefur Landgræðslunni fyrir hver jól. „Ég er að búa til birkibúnt, sem ég sel í gegnum Grænan markað, áður þá lita ég þau hvít og þetta sel ég í einhverjum þúsundum stykkja í gegnum Grænan markað. Birkifræin eru aukaafurð, algjörlega, fellur til á borðið hjá mér og ég safna þessu saman og sigta nokkuð gróflega. Í gegnum tíðna hef ég safnað um fjörutíu kílóum af birkifræjum, sem ég hef gefið Landgræðslunni eða til Landgræðslufélaga innan sveitarfélaga“, segir Erla Björg. Þórunn Pétursdóttir, sviðsstjóri Samskipta- og áætlana hjá Landgræðslunni, segir framlag Erlu Bjargar stórkostlegt, „Já, mér finnst þetta frábært, við erum náttúrulega búin að vera að vinna í haust með Hekluskógum og Olís að safna birkifræi og fengið fræ af öllu landinu. Það er geggjað að fá að heyra af þessu hérna hjá Erlu. Endurheimt birkiskóga er líklega stærsta aðgerðin, sem við getum farið í í loftlagsaðgerðum hér á Íslandi hvað varðar aukna bindingu í kolefni í jarðvegi og gróðri“. Það er meira en nóg að gera hjá Erlu og hennar starfsfólki að klippa birkigreinar í búnt en af þeim fær hún birkifræin.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þórunn segir forréttindi að eiga konu eins og Erlu Björg, sem spáir í loftlagsmálin og gefur allt þetta birkifræ. „Þetta er gjörsamlega æðislegt, ég labbaði hér inn og horfði í kringum mig. Að sjá hvað þær eru að gera með birkið, klippa niður greinarnar og nýta allt og ekkert fer til spillis, það sem kemur hingað inn er allt nýtt“. Erla Björg segir að nú sé hún byrjuð að undirbúa jólin. „Já, já, ég er búin að vera þrjár vikur að því. Við erum búnar að vera að vefja greni á kaðal og búa til Garðland og við erum búnar að búa til 2.800 búnt af birkinu, það eru einhver 2.000 eftir og svo eru það hálmhringirnir, sem ég er búin að búa til, það eru einhver þúsundir sem fara þar í gegn, þannig að vinnan er alveg yfirdrifin nóg fram að jólum en 20. desember er ég farin í jólafrí“, segir Erla Björg og skellihlær. Hrunamannahreppur Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Landgræðslan á Erlu Björgu Arnardóttur á Flúðum margt að þakka því hún hefur gefið Landgræðslunni tugi kíló af birkifræjum um leið og hún gerir jólaskreytingar fyrir hver jól. Af fræjunum verða til myndarlegir birkiskógar. Erla Björg rekur garðyrkjufyrirtækið Grænt land á Flúðum. Á þessum árstíma er hún byrjuð að huga að jólaskreytingum fyrir viðskiptavini sína þar sem hún notar mikið af birki. Á birkigreinunum eru reklar með birkifræjum inn í. Þetta fræ hirðir Erla Björg og gefur Landgræðslunni fyrir hver jól. „Ég er að búa til birkibúnt, sem ég sel í gegnum Grænan markað, áður þá lita ég þau hvít og þetta sel ég í einhverjum þúsundum stykkja í gegnum Grænan markað. Birkifræin eru aukaafurð, algjörlega, fellur til á borðið hjá mér og ég safna þessu saman og sigta nokkuð gróflega. Í gegnum tíðna hef ég safnað um fjörutíu kílóum af birkifræjum, sem ég hef gefið Landgræðslunni eða til Landgræðslufélaga innan sveitarfélaga“, segir Erla Björg. Þórunn Pétursdóttir, sviðsstjóri Samskipta- og áætlana hjá Landgræðslunni, segir framlag Erlu Bjargar stórkostlegt, „Já, mér finnst þetta frábært, við erum náttúrulega búin að vera að vinna í haust með Hekluskógum og Olís að safna birkifræi og fengið fræ af öllu landinu. Það er geggjað að fá að heyra af þessu hérna hjá Erlu. Endurheimt birkiskóga er líklega stærsta aðgerðin, sem við getum farið í í loftlagsaðgerðum hér á Íslandi hvað varðar aukna bindingu í kolefni í jarðvegi og gróðri“. Það er meira en nóg að gera hjá Erlu og hennar starfsfólki að klippa birkigreinar í búnt en af þeim fær hún birkifræin.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þórunn segir forréttindi að eiga konu eins og Erlu Björg, sem spáir í loftlagsmálin og gefur allt þetta birkifræ. „Þetta er gjörsamlega æðislegt, ég labbaði hér inn og horfði í kringum mig. Að sjá hvað þær eru að gera með birkið, klippa niður greinarnar og nýta allt og ekkert fer til spillis, það sem kemur hingað inn er allt nýtt“. Erla Björg segir að nú sé hún byrjuð að undirbúa jólin. „Já, já, ég er búin að vera þrjár vikur að því. Við erum búnar að vera að vefja greni á kaðal og búa til Garðland og við erum búnar að búa til 2.800 búnt af birkinu, það eru einhver 2.000 eftir og svo eru það hálmhringirnir, sem ég er búin að búa til, það eru einhver þúsundir sem fara þar í gegn, þannig að vinnan er alveg yfirdrifin nóg fram að jólum en 20. desember er ég farin í jólafrí“, segir Erla Björg og skellihlær.
Hrunamannahreppur Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira