Enski boltinn

Segir vanta upp á gæðin hjá United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
David de Gea hefur verið hjá United síðan 2011
David de Gea hefur verið hjá United síðan 2011 vísir/getty
David de Gea telur að lið Manchester United vanti upp á gæði og þess vegna sé gengi liðsins svo óstöðugt.

United var hársbreidd frá því að vinna tvo deildarleiki í röð í fyrsta skipti á tímabilinu um síðustu helgi en Sheffield United náði að jafna undir lok leiks liðanna á Bramall Lane.

Spænski markvörðurinn segir að liðið hafi lagt hart að sér á æfingasvæðinu en þurfi að gera betur á vellinum ef þeir vilji komast upp úr níunda sæti deildarinnar.

„Liðið er eins og það er og úrslitin eins og þau eru,“ sagði de Gea við Sky Sports.

„Við ættum að vinna svona leiki ef við viljum vera á toppnum, en liðið er ekki að spila nógu vel eins og er.“

„Við erum ekki nógu stöðugir. Ég held það sé ekki vegna þess að strákarnir séu ekki að leggja sig fram, heldur væri hægt að benda á nokkra staði þar sem vantar upp á gæðin.“

United mætir Aston Villa á Old Trafford á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×