Reykjavíkurflugvöllur óáreittur næstu 15-20 árin Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2019 22:05 Staðsetning flugvallarins hefur verið eitt helsta bitbein íslenskra stjórnmála um áraraðir. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni. Samkvæmt samkomulagi sem borgarstjóri og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skrifuðu undir í gær verð settar um 200 milljónir í að rannsaka til hlítar flugvallarsvæði í Hvassahrauni fyrir nýjan innanlandsflugvöll sem jafnframt væri fyrir æfinga- og kennsluflug.„Og við segjum í samkomulaginu að á meðan tryggjum við rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Ég er að vona að þessi ábyrga og breiða nálgun geti skapað sátt um þessi næstu skref sem verði þá til heilla bæði fyrir flugið og nauðsynlega uppbyggingu á varaflugvelli. En líka fyrir innanlandsflugið, æfinga, kennslu og einkaflugið,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Nú taki við rannsóknir í um tvö ár.Þetta þýðir ef allt gengur að óskum að innanlandsflugið verði í Vatnsmýrinni að minnsta kosti í sautján ár til viðbótar því reiknað er með samkvæmt skýrslu stýrihóps ráðherra að það taki fimmtán ár að fara í umhverfismat, skipuleggja og byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni og því verði Reykjavíkurflugvöllur í rekstri að minnsta kosti í sautján ár.Væntanlega verður þú kannski ekki einu sinni borgarstjóri þá, er verið að drepa málinu á dreif eina ferðina enn? „Nei ekki að mínu mati. Það sem er sérstakt við þessa nefnd er að við borðið sátu auk borgarinnar og ráðuneytisins líka fulltrúar frá stóru flugfélögunum, frá Ísavía. Við erum búin að vera í ákveðnu sambandi við suðurnesjamenn sem koma að verki núna í næstu skrefum. Þannig að mér finnst hafa tekist vel að ráða ráðum með öllum lykil hagsmunaaðilum. Og það er mjög áberandi í því sem frá þeim kemur að hvassahraunsmálið er mjög mikilvægt til langs tíma en líka fyrir framtíð þessarar mikilvægu atvinnugreinar,“ segir Dagur B. Eggertsson. Fréttir af flugi Reykjavík Skipulag Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni. Samkvæmt samkomulagi sem borgarstjóri og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skrifuðu undir í gær verð settar um 200 milljónir í að rannsaka til hlítar flugvallarsvæði í Hvassahrauni fyrir nýjan innanlandsflugvöll sem jafnframt væri fyrir æfinga- og kennsluflug.„Og við segjum í samkomulaginu að á meðan tryggjum við rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Ég er að vona að þessi ábyrga og breiða nálgun geti skapað sátt um þessi næstu skref sem verði þá til heilla bæði fyrir flugið og nauðsynlega uppbyggingu á varaflugvelli. En líka fyrir innanlandsflugið, æfinga, kennslu og einkaflugið,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Nú taki við rannsóknir í um tvö ár.Þetta þýðir ef allt gengur að óskum að innanlandsflugið verði í Vatnsmýrinni að minnsta kosti í sautján ár til viðbótar því reiknað er með samkvæmt skýrslu stýrihóps ráðherra að það taki fimmtán ár að fara í umhverfismat, skipuleggja og byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni og því verði Reykjavíkurflugvöllur í rekstri að minnsta kosti í sautján ár.Væntanlega verður þú kannski ekki einu sinni borgarstjóri þá, er verið að drepa málinu á dreif eina ferðina enn? „Nei ekki að mínu mati. Það sem er sérstakt við þessa nefnd er að við borðið sátu auk borgarinnar og ráðuneytisins líka fulltrúar frá stóru flugfélögunum, frá Ísavía. Við erum búin að vera í ákveðnu sambandi við suðurnesjamenn sem koma að verki núna í næstu skrefum. Þannig að mér finnst hafa tekist vel að ráða ráðum með öllum lykil hagsmunaaðilum. Og það er mjög áberandi í því sem frá þeim kemur að hvassahraunsmálið er mjög mikilvægt til langs tíma en líka fyrir framtíð þessarar mikilvægu atvinnugreinar,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Fréttir af flugi Reykjavík Skipulag Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira