Nýliðarnir náðu jafntefli á Old Trafford Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. desember 2019 18:30 Manchester United er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar vísir/getty Manchester United gerði jafntefli við nýliða Aston Villa á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gestirnir frá Birmingham byrjuðu leikinn mun betur og komust sanngjarnt yfir á 11. mínútu með glæsimarki Jack Grealish. United jafnaði stuttu fyrir hálfleik nokkuð gegn gangi leiksins, Marcus Rashford átti skalla að marki sem fór af stönginni í bakið á Tom Heaton í marki Villa og þaðan í netið. Á 64. mínútu komst United yfir með marki Victor Lindelöf en aðeins tveimur mínútum seinna náði Tyrone Mings að jafna metin fyrir Villa með sínu fyrsta úrvalsdeildarmarki. United leitaði að sigurmarkinu en fann það ekki og þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli. Enski boltinn
Manchester United gerði jafntefli við nýliða Aston Villa á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gestirnir frá Birmingham byrjuðu leikinn mun betur og komust sanngjarnt yfir á 11. mínútu með glæsimarki Jack Grealish. United jafnaði stuttu fyrir hálfleik nokkuð gegn gangi leiksins, Marcus Rashford átti skalla að marki sem fór af stönginni í bakið á Tom Heaton í marki Villa og þaðan í netið. Á 64. mínútu komst United yfir með marki Victor Lindelöf en aðeins tveimur mínútum seinna náði Tyrone Mings að jafna metin fyrir Villa með sínu fyrsta úrvalsdeildarmarki. United leitaði að sigurmarkinu en fann það ekki og þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli.