Þriðji sigurinn í þremur leikjum hjá Mourinho

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alli kemur Tottenham yfir.
Alli kemur Tottenham yfir. vísir/getty
Tottenham bar sigurorð af Bournemouth, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið hefur unnið alla þrjá leiki sína undir stjórn José Mourinho.

Dele Alli skoraði tvö mörk fyrir Tottenham en hann hefur leikið afar vel síðan Mourinho tók við.

Alli kom Spurs yfir á 21. mínútu eftir sendingu frá Son Heung-Min. Hann bætti öðru marki við á 50. mínútu. Alli fékk þá langa sendingu inn fyrir vörn Bournemouth frá Toby Alderweireld og skoraði framhjá Aaron Ramsdale í marki gestanna.

Moussa Sissoko skoraði þriðja mark Spurs á 69. mínútu en fimm mínútum síðar minnkaði Harry Wilson muninn með skoti beint úr aukaspyrnu.

Wilson skoraði aftur þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en nær komst Bournemouth ekki. Lokatölur 3-2, Spurs í vil.

Tottenham er í 5. sæti deildarinnar en Bournemouth í því tólfta.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira