Íslandspóstur tilbúinn með lausn fyrir dreifingu á áfengi Þorsteinn Friðriksson skrifar 29. nóvember 2019 06:15 Birgir Jónsson leiðir þessa dagana miklar breytingar á rekstri Íslandspósts. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Viðskipti Íslandspóstur er tilbúinn með örugga lausn fyrir dreifingu á áfengi ef lagaramminn utan um netverslun með áfengi breytist á næsta ári. Þetta segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, í samtali við Fréttablaðið. „Þegar við fréttum af áformunum fórum við af stað og teiknuðum upp lausn. Í henni felst að við getum dreift áfengi í gegnum dreifikerfið okkar með skjótum hætti, séð til þess að viðtakandinn sé sá sami og pantaði, og gengið úr skugga um að hann sé yfir aldurstakmarkinu,“ segir Birgir sem tók við sem forstjóri Íslandspósts í byrjun sumars. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja frumvarp fyrir Alþingi í mars á næsta ári sem heimilar kaup á áfengi í netverslunum hér á landi án aðkomu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Samkvæmt núgildandi lögum er fólki einungis heimilt að kaupa áfengi í erlendum netverslunum og þarf þá að greiða virðisaukaskatt og áfengisgjald. „Við erum tilbúin að ríða á vaðið ef lögin breytast. Það er mikil gróska hér innanhúss og starfsmenn eru að hugsa í lausnum,“ segir Birgir. Eins og greint var frá í Markaðinum í vikunni er árangurinn af hagræðingu Íslandspósts að koma í ljós. Útlit er fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári eftir stanslaust tap um margra ára skeið. Birgir segir að viðsnúningi hafi verið náð á sama tíma og þjónusta við viðskiptavini hafi verið stóraukin. Íslandspóstur hefur til að mynda þróað ýmsar nýjungar í þjónustu við netverslanir og býður nú upp á heimsendingu samdægurs. Þá hefur verið þróuð lausn til að dreifa matvörum úr verslunum innan nokkurra klukkustunda. „Það sem við gerðum var að við settumst niður og fórum að hlusta. Við erum búin að vera í miklu samtali við netverslanir og viðskiptavini þeirra á síðustu mánuðum. Það var haldinn góður fundur með um 70 eigendum netverslana og einnig höfum við fylgst með umræðum um þjónustu fyrirtækisins á samfélagsmiðlum. Út úr þessu gátum við greint hvaða þjónustuþætti þyrfti að bæta og með hvaða hætti.“ Íslandspóstur mun setja upp nærri 50 ný póstbox um allt land og hefst uppsetning næsta vor. Þá geta viðskiptavinir valið mun fleiri þjónustustaði en verið hefur. Eins og staðan er í dag er Pósturinn ekki með nein póstbox á landsbyggðinni. Mikil áhersla verður lögð á sjálfsafgreiðslu. „Lykillinn að þessu eru stafrænar lausnir en allar fjárfestingar okkar á næsta ári munu snúast um stafræna þjónustu og þróun,“ segir Birgir. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Viðskipti Íslandspóstur er tilbúinn með örugga lausn fyrir dreifingu á áfengi ef lagaramminn utan um netverslun með áfengi breytist á næsta ári. Þetta segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, í samtali við Fréttablaðið. „Þegar við fréttum af áformunum fórum við af stað og teiknuðum upp lausn. Í henni felst að við getum dreift áfengi í gegnum dreifikerfið okkar með skjótum hætti, séð til þess að viðtakandinn sé sá sami og pantaði, og gengið úr skugga um að hann sé yfir aldurstakmarkinu,“ segir Birgir sem tók við sem forstjóri Íslandspósts í byrjun sumars. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja frumvarp fyrir Alþingi í mars á næsta ári sem heimilar kaup á áfengi í netverslunum hér á landi án aðkomu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Samkvæmt núgildandi lögum er fólki einungis heimilt að kaupa áfengi í erlendum netverslunum og þarf þá að greiða virðisaukaskatt og áfengisgjald. „Við erum tilbúin að ríða á vaðið ef lögin breytast. Það er mikil gróska hér innanhúss og starfsmenn eru að hugsa í lausnum,“ segir Birgir. Eins og greint var frá í Markaðinum í vikunni er árangurinn af hagræðingu Íslandspósts að koma í ljós. Útlit er fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári eftir stanslaust tap um margra ára skeið. Birgir segir að viðsnúningi hafi verið náð á sama tíma og þjónusta við viðskiptavini hafi verið stóraukin. Íslandspóstur hefur til að mynda þróað ýmsar nýjungar í þjónustu við netverslanir og býður nú upp á heimsendingu samdægurs. Þá hefur verið þróuð lausn til að dreifa matvörum úr verslunum innan nokkurra klukkustunda. „Það sem við gerðum var að við settumst niður og fórum að hlusta. Við erum búin að vera í miklu samtali við netverslanir og viðskiptavini þeirra á síðustu mánuðum. Það var haldinn góður fundur með um 70 eigendum netverslana og einnig höfum við fylgst með umræðum um þjónustu fyrirtækisins á samfélagsmiðlum. Út úr þessu gátum við greint hvaða þjónustuþætti þyrfti að bæta og með hvaða hætti.“ Íslandspóstur mun setja upp nærri 50 ný póstbox um allt land og hefst uppsetning næsta vor. Þá geta viðskiptavinir valið mun fleiri þjónustustaði en verið hefur. Eins og staðan er í dag er Pósturinn ekki með nein póstbox á landsbyggðinni. Mikil áhersla verður lögð á sjálfsafgreiðslu. „Lykillinn að þessu eru stafrænar lausnir en allar fjárfestingar okkar á næsta ári munu snúast um stafræna þjónustu og þróun,“ segir Birgir.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira